Víkurfréttir - 04.10.2007, Qupperneq 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 40. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR
Nýtt orgel í Grindavíkur-kirkju var vígt við sér-
staka hátíðarmessu sl. sunnu-
dag. Orgelið er afar voldugt,
enda með þeim stærri á land-
inu og það stærsta á Suður-
nesjum. Gamla orgelið var 12
radda en það nýja er 25 radda
með tveimur hljóðborðum og
pedal. Alls eru pípurnar 1502,
sú minnsta er 9 mm á lengd en
sú stærsta um 2,5 metri. Smíð-
ina annaðist Björgvin Tómas-
son, orgelsmiður, sem hefur
unnið sleitulaust að henni
síðan um haustið 2005.
„Þetta var algjört kikk, alveg
meiriháttar upplifun að spila
á svona skemmtilegt og fallegt
hljóðfæri,“ sagði Friðrik Vignir
Stefánsson, organisti Grindavík-
urkirkju, og brosti sínu breið-
asta þegar hann stóð upp frá
orgelinu eftir messuna.
„Þetta verður algjör bylting fyrir
tónlistarlífið hér í kirkjunni. Nú
er t.d. hægt að leika hér stærstu
orgelverk tónbókmenntanna,“
sagði Friðrik ennfremur.
Orgelið var fjármagnað með
fjárframlögum einstaklinga, fyr-
irtækja og annarra velunnara
Grindavíkurkirkju.
Við messuna predikaði Sr. Sig-
urður Sigurðarson vígslubiskup
og sr. Elínborg Gísladóttir sókn-
arprestur þjónaði fyrir altari. Þá
lásu sr. Jóna Kristín Þorvalds-
dóttir og sr. Örn Bárður Jónsson
ritningarlestra.
Kór Grindavíkurkirkju söng
undir stjórn Friðriks Vignis Stef-
ánssonar, organista.
Eftir messuna bauð svo Kvenfé-
lag Grindavíkur upp á kaffiveit-
ingar í safnaðarheimilinu.
Nýtt kirkjuorgel vígt í Grindavík
Bæjarbúar fjölmenntu
til messu á sunnudag-
inn og nutu tónanna
úr nýja orgelinu.
VF-mynd: elg
Nýja kirkjuorgelið
er hið voldugusta
eins og sjá má, og
hljómur þess eftir
því. VF-mynd: elg