Víkurfréttir - 04.10.2007, Page 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 40. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR
SANDGERÐISBÆR
Auglýsing á tillögum að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar auglýsir hér með
tillögur að deiliskipulagi skv. 25. gr. laga nr. 73/1997
m.s.br.
1. Vesturbakki
Skipulagssvæðið afmarkast af Strandgötu til austurs,
Eyrargötu til suðurs, Sjávarbraut og fjöru neðan
hennar til vesturs og lóð Hafnarstrætis 1 til norðurs.
Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér skilgreiningu nýrra
lóða fyrir verslun, þjónustu og hafnsækna starfsemi
með möguleika á íbúðum á efri hæð meðfram
Sjávarbraut og fjörugarði, útfærslu aðkoma frá
hafnarsvæðinu að núverandi lóðum um Sjávarbraut
og gönguleiðar (hafnarstígs) meðfram hafnarbakka.
2. Norðursvæði
Skipulagssvæðið afmarkast af Strandgötu til austurs
og norðurs að Vitatorgi, Norðurgarði og höfninni.
Í vestur og suður afmarkast svæðið af Norðurgarði
og Suðurgarði og fjörunni sunnan við Hafnargötuna.
Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér nýjar lóðir við
Hafnargötu og sunnan fiskmarkaðar, skilgreiningu
umferðarleiða milli íshúss, hafnar og fiskimarkaðar
ásamt aðkomum að nýjum og núverandi lóðum,
útfærslu gönguleiðar (hafnarstígs) meðfram
hafnarbakka, hafnartorgs sunnan Vitatorgs.
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum í Vörðunni
á Miðnestorgi 3, frá 2. október til 31. október. Þeim
sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á
að gera athugasemdir við tillöguna til og með
13. nóvember. Skila skal skriflegum athugasemdum
á bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar. Þeir sem ekki
gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Skipulagsfulltrúi
Hugmyndir eru uppi um að setja Fasteign ehf. á almennan markað.
Samkvæmt sex mánaða uppgjöri fyrir þetta ár er
bókfært verð heildareigna félagsins upp á tæpa
20 milljarða íslenskra króna. Sjá menn fyrir sér
mikinn vöxt félagsins á næstu árum og að innan
þriggja ára verði virði eigna um 40 milljarðar ís-
lenskra króna.
Hugmyndin gengur út á að skipta eignarhlutum
í A- og B-hluta þannig að þeir sem hefðu yfir að
ráða A-hlutum myndu hafa yfirráð í Fasteign en
B-hlutar væru svokallaðir markaðshlutar, sem
væru þá til sölu á markaði. Aðilar í Fasteign gætu
breytt A-hlutum í B-hluta ef þeir kysu svo en
myndu við það missa yfirráð í Fasteign.
Málið kom fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar nú fyrir
helgi og var sameinast um tillögu Guðbrands Ein-
arssonar, A-lista, um að leita umsagnar félagsmála-
ráðuneytisins.
Talsvert hefur verið tekist á í bæjarstjórn um hlut-
deild Reykjanesbæjar í Fasteign ehf. og meirihluti
sjálfstæðismanna löngum sætt harðri gagnrýni
A-listans vegna þess.
Rætt um að setja Fasteign
á almennan markað