Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2007, Side 13

Víkurfréttir - 04.10.2007, Side 13
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 4. OKTÓBER 2007 13STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Greini legt er að mik ill áhugi er hjá listafólki að efla lista- og menningastarf- semi í Sandgerðisbæ enda var fjölmenni á stofnfundi Lista- torgs, lista- og menningarfé- lags í bæjarfélaginu, sem hald- inn var í síðustu viku. Í atvinnumálaráði Sandgerð- isbæjar hefur um tíma verið unnið að hugmyndum sem miða að því að skapa aðstöðu til lista- og menningarstarfs. Sérstakur starfshópur hefur svo unnið að því að vinna hugmynd- unum framgang og hefur hann nú lagt fram tillögur sem m.a. hafa verið unnar í samvinnu við listafólk í bæjarfélaginu. Tillög- urnar byggja á stofnun félags um list ir og menningu sem hefur fengið heitið Listatorg. Tilkynnt var á fundinum að fyrsti styrktaraðili nýstofnaðs félags væri Sparisjóðurinn í Keflavík með 100 þúsund króna framlagi og fékk Sparisjóðurinn mikið og gott klapp. Í fundar- hléinu skrifuðu gestir nöfn sín í fundargerðabók og urðu um leið stofnfélagar að Lista- og menningarfélagi Sandgerðis- bæjar, Listatorgi. Listatorg stofnað í Sandgerði Samkaup strax matvöru-versl un hef ur opn að á gamla varnarsvæðinu sem nú hýsir háskólasvæði og um 700 manns búa á. Verslunin verður opin alla daga fram á kvöld en hún er í hús- næði sem áður hýsti aðra mat- vöruverslun varnarliðsins, Mini Mart og er um 600 fermetrar. Samkaup strax ætlar að bjóða fjölbreytt úrval matvöru og einnig ritföng. „Þetta kom snöggt til og við höfum haft hraðar hendur við að gera klárt hér á Vellinum. Við lítum björtum augum á þetta svæði sem á líklega bara eftir að vaxa,“ sagði Sturla Eð- varðsson sem afhenti Leikskól- anum Völlum á Vellinum 200 þús. króna pen inga gjöf við formlega opnun. Krakkar af leikskólanum sungu fyrir Sam- kaupsfólk við opnunina. Fyrstu óformlegu viðskiptavinirnir voru þeir Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri háskólasam- félagsins Keilis og Kjartan Eiríks- son, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflug- vallar en þeir keyptu sitt hvorn blómvöndinn og afhentu hann framkvæmdastjóra Samkaupa, Sturlu Eðvarðssyni við kátínu viðtstaddra. Það var síðan Sand- gerðingurinn Guðrún Inga Sig- urðardóttir sem var fyrsti alvöru viðskiptavinur nýju Samkaups verslunarinnar. Hún var leyst út með bresku konfekti. Samkaup strax matvöru- verslun opnar á gamla varnarsvæðinu 410 4000 | landsbanki.is Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, afhenti leikskólanum Völlum 200 þús. kr. peningagjöf við opnun verslunarinnar. Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, afhentu Samkaupsmönnum blóm við opnunina.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.