Víkurfréttir - 04.10.2007, Síða 15
50 ára afmæli tónlistarkennslu
á Suðurnesjum
Fyrir 50 árum, nánar tiltekið haustið 1957, komu nokkrir bjartsýnismenn saman til þess
að ræða stofnun tónlistarfélags og -skóla á þess vegum í Keflavík. Þetta voru þeir Guð-
mundur Norðdahl, Hermann Hjartarson og Kristinn Reyr. Þeir, ásamt Helga S. Jónssyni, hitt-
ust á undirbúnings stofnfundi í eldhúsinu heima hjá Guðmundi miðvikudagskvöldið 2. október 1957
og ákváðu að boða til framhalds stofnfundar og fá þau Vigdísi Jakobsdóttur, Maríu Markan og Valtý
Guðjónsson til þess að undirrita fundarboðið með þeim. Frá þessu er m.a. sagt í afmælisriti sem
gefið var út í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskólans í Keflavík árið 1987. Framhaldsstofnfundur
var svo haldinn þ. 24. okt. 1957 og úr varð Tónlistarfélag Keflavíkur. Hlutverk félagsins var tvíþætt;
að standa fyrir tónleikahaldi í sveitarfélaginu og að stofna og reka tónlistarskóla. Tónlistarskólinn í
Keflavík var svo settur í fyrsta sinn þ. 17. nóv. 1957 og var Ragnar Björnsson, þá nýkominn heim frá
námi í útlöndum, ráðinn skólastjóri. Kennt var á ýmsum stöðum fyrstu árin; uppá lofti í gamla Ungó,
í bílskúr á Tjarnargötunni, í kjallara undir Nýja bíói og síðan í núverandi húsnæði að Austurgötu 13.
Á þessari hálfu öld hefur mikið vatn runnið til sjávar í tónlistarkennslu í sveitarfélaginu. Fleiri þús-
und nemendur hafa um lengri eða skemmri tíma stundað nám í tónlistarskólunum í Keflavík og
Njarðvík, sem stofnaður var 1976, og hafa nemendur og kennarar tekið virkan þátt í bæjarlífinu í
hálfa öld. Fjölmargir þeirra hafa lagt tónlistina fyrir sig sem tónskáld, flytjendur og kennarar. Skól-
arnir voru sameinaðir í Tónlistarskóla Reykjanebæjar og hóf hann starfsemi sína 1. sep. 1999. Fer
kennsla nú fram víða m.a. í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. En það hafa víðar orðið breyting-
ar. Nafni tónlistarfélagsins var breytt í Tónlistarfélag Reykjanesbæjar og félagið hefur ekki lengur
aðkomu að rekstri skólans heldur einbeitir sér að tónleikahaldi. Núverandi formaður þess er Árni
Hjartarson.
Skólastjórar Tónlistarskólans í Keflavík voru auk Ragnars Björnssonar þau Herbert H. Ágústsson,
Kjartan Már Kjartansson og Karen Sturlaugsson. Skólastjórar Tónlistarskóla Njarðvíkur voru Örn
Óskarsson og Haraldur Árni Haraldsson, sem nú stýrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Við þessi tímamót er rétt að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við uppbyggingu tónlistar-
kennslu og tónleikahalds í sveitarfélaginu í hálfa öld. Fjölmargir kennarar hafa starfað við skólana
og hefur samstarf hinna ýmsu aðila, s.s. kóra og kirkna, verið með miklum ágætum. Þannig hafa
nokkrir kennarar einnig starfað sem kórstjórar eða organistar og þannig skapaður breiðari grund-
völlur til þess að laða til svæðisins hæfileikaríkt fólk.
Á stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands n.k. föstudag verður þessara tímamóta minnst. Fulltrú-
ar heimamanna munu stíga á stokk með hljómsveitinni og vonandi tekst að gefa glögga mynd af
hversu öflugt tónlistarstarf í Reykjanebæ er um þessar mundir. Um leið er rétt að horfa fram á veg-
inn en Reykjanesbær hefur nú kynnt metnaðarfull áform um nýjan og nútímalegan tónlistarskóla í
viðbyggingu við félagsheimilið Stapa og verða teikningar af nýja skólanum til sýnis á tónleikastað.
Helsti styrktaraðili tónleikanna er Sparisjóðurinn í Keflavík, sem nú fagnar 100 ára afmæli sínu, en
Sparisjóðurinn hefur um árabil verið einn helsti bakhjarl menningarlífs á Suðurnesjum. Víkurfréttir
hf. hafa einnig lagt þung lóð á vogarskálarnar og fyrir það viljum við þakka. Um leið og við óskum
tónleikagestum góðrar skemmtunar vonum við að tónlistarkennsla, tónlistariðkun og tónleikahald
nái að dafna um ókomin ár.
f.h. undirbúningsnefndar
Kjartan Már Kjartansson
Tónlistarkennsla í hálfa öld
Sparisjóðurinn í Keflavík er aðalstyrktaraðili stórtónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Reykjanesbæ
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Vikurfrettir_fjorblodungur_opnubordi.pdf 01.10.2007 15:47:03
Sparisjóðurinn í Keflavík er aðalstyrktaraðili stórtónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Reykjanesbæ
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Vikurfrettir_fjorblodungur_opnubordi.pdf 01.10.2007 15:47:03