Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Stýrimann vantar á Erling KE 140 Upplýsingar í síma 854 0047 ÍS L E N S K A S IA .I S F L E 3 97 97 1 0/ 07 Er vélin á áætlun? Þú færð upplýsingar um komu- og brottfarartíma á heimasíðu flugstöðvarinnar www.airport.is Slökkviðlið Brunavarna Suð-urnesja stóð fyrir stóræf- ingu á Vallarheiði í síðustu viku. Æfingin, sem bar yfir- skriftina „Stórt útkall“ var sú fyrsta hjá BS eftir að þeir tóku við brunavarna-, slökkviliðs- og sjúkraflutningaþjónustu á svæðinu fyrir nokkrum mán- uðum síðan. Neyð ar lín an til kynnti um ímyndaðan eld í byggingu 632, sem var áður þvotta hús og fatahreinsun Varnarliðsins og stendur til að rífa. Eldurinn var mikill og sjö manns voru fastir inni í byggingunni, þar af tvö börn. Byggingin er nokkuð stór og víðfeðm með mörgum rang- hölum og býður þess vegna upp á möguleika á erfiðri leit og langri reykköfun fyrir slökkvi- liðsmenn. Hefur hún enda verið mikið notuð af Brunamálaskól- anum til æfinga í reykköfun fyrir atvinnuslökkviliðsmenn. Húsið var reykfyllt þannig að reykkafarar þurftu að fylgja öllum grunnþáttum reykköf- unar, svo vel mætti til takast. Margir reykkafarar voru sam- tímis inni í leit þannig að góð reykköfunarstjórnun, skráning og fjarskipti voru mikilvæg. Þá var áhersla lögð á að virkja alla útivinnulýsingu og rafbúnað liðsins. Í pistli sínum á heimsíðu BS segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri, að æfingin hafi tekist vel enda hafi hún verið vel undirbúin. Vel heppnuð æfing á Vallarheiði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.