Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Stúfholt 3, 105 Reykjavík Falleg 2ja herbergja íbúð. 36m2 + sérgeymsla í kjallara hússins, íbúð með mikla möguleika á góðum stað. 11.000.000 Hringbraut 94b, Keflavík Stór og góð 4ra herbergja 122m2 neðri hæð með sérinngangi. Búið að endurnýja skolplögn og þakjárn hússins. Steypt bílskúrsplata. 17.000.000 Suðurgata 40, Sandgerði 174m2 einbýli á tveimur hæðum, ásamt 50m2 bílskúr. Búið að endurnýja neyslu- vatnslögn og miðstöðvarlögn. Stór sólpallur með heitum potti á baklóðinni. 34.900.000 Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is Brekkustígur 4, Njarðvík 125m2 e.h. og ris í tvíbýli ásamt 33m2 bílskúr. Sérinngangur er í íbúðina. 4 svefnherbergi. 19.900.000 Blikabraut 15, Keflavík Glæsileg 137m2 e.h. í fjórbýli með 3 svefnherbergjum og sérinngangi. Eign á vinsælum stað. Búið að endurnýja þakjárn og neysluvatnslagnir. 21.900.000 Mávabraut 1a, Keflavík Mjög góð 123m2 íbúð á 1 hæð í fjórbýli. Bílskýli í kjallara sem er sameiginlegt með annari íbúð. Parket og flísar á gólfum. Stór og góð sameign í fjórbýlinu. 23.000.000 Nónvarða 2, Keflavík Stór 121m2 íbúð á e.h. í tvíbýli með sérinngangi. Húsið var allt tekið í gegn að utan pússað og málað árið 2007. Íbúðin er laus strax til afhendingar. 17.900.000 Stafnesvegur 1eh, Sandgerði 102m2 eign á e.h., við skóla og íþróttas- væði. 3 herb, parket og flísar á gólfum, nýjir gluggar, útihurð og nýtt þak. Búið er að endurnýja neysluvatnslagnir og skolp. 16.000.000 Faxabraut 34c Keflavík Snyrtileg 72m2 íbúð á jarðhæð með sérinngangi. 2 svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Mikið endurnýjað að innan. Getur losnað fljótlega. 11.900.000 asberg.is Silfurtún 16, Garði 3.herb. íbúð á 2. hæð í fjórbýli. Baðher- bergi nýlega tekið í gegn, plastparket og flísar á gólfum og stórar svalir. Snyrtileg og falleg eign með frábæru útsýni! 15.400.000. Fagrigarður 6, Keflavík 138m2 einbýli með 3 til 4 svefnh. ásamt 35m2 bílskúr. Flísar og eikar parket á gól- fum. Búið að endurnýja þakkant, þakjárn og allt gler í húsinu. Stutt í alla þjónustu. 34.100.000 Brekkustígur 15, Njarðvík Mjög góð 124m2 efri hæð í tvíbýli með 3 svefnherbergjum og 26m2 bílskúr. Parket og flísar á gólfum, sérinngangur. Eign á góðum stað. 21.800.000. KÓLESTERÓL, öðru nafni blóð fita, er hverj um mannslíkama lífsnauðsynlegt, en get ur ver ið stór hættu legt h j a r t a n u í o f stórum skömmt- um í blóðinu. Sér- fræðingar telja að um 20% jarð- arbúa séu með of háa blóðfitu. Algengustu dán- armein mannanna má rekja til hjartasjúkdóma. Margir geta haldið blóðfitunni í skefjum með heilsusamlegu matar- æði og reglulegri hreyfingu á meðan aðrir komast ekki hjá lyfjainntöku til að sporna gegn hækkandi blóðfitu. Kólesteról í líkamanum gegnir margháttuðu hlutverki. Auk þess að eiga sinn þátt í að byggja upp heilbrigðar frumur, er kól- esterólið mikilvægt framleiðslu gallsýru vegna meltingarinnar, framleiðslu D-vítamíns vegna beinabyggingarinnar og fram- leiðslu kynhormóna. Hvern dag sem líkaminn notar eitt til tvö grömm af kólesteróli fram- leiðir hann sjálfur nauðsynlegt kólesteról fyrir lifrina. Þar fyrir utan vinna einstaklingar kól- esteról úr fæðunni og mikið af því er skaðlegt. Mannslíkaminn getur upp á sitt eindæmi framleitt D-vítamín, fái hann til þess næga sól. Það hefur aftur bein áhrif á serótónín- magn í heila, sem segir mikið til um andlega heilsu fólks. Sólarljósið með hjálp kólester- óls getur því óbeint stuðlað að léttri lund. Kólesteról er helst að finna í fiski og mjólkurafurðum. Kostir D-vítamíns Claciferol virkjar fosfat- og kalsíumefna- skipti. Skortur á þessum efnum í bernsku getur leitt til beinarýrn- unar, beinkrama, beinbrota á eldri árum. Of stórir skammtar af D-vítamíni geta hins vegar leitt til þorsta og ógleði. Hormónar eru boðefni, sem stilla saman frumubúskapinn, en helst verður ruglingur ef eggjahvítuefni skortir. Horm- ónar eru framleiddir af kirtlum og losna svo út í blóðrásina. Sem dæmi má nefna insúlín og histamín. Of mikil fita í blóðinu getur sest að í æðaveggjum, sem leitt getur til þrenginga, stíflana og æða- kalkana. Hættulegustu afleiðing- arnar eru hjartaáföll þó í reynd geti öll líffæri beðið skaða af. Helstu áhættuþættir hjartaáfalla eru taldir vera reykingar, hár blóðþrýstingur, ættarsaga um hjartasjúkdóma, hreyfingarleysi og sykursýki. Sykursýki er samsafn nokkurra tegunda, sem eiga það sameigin- legt að líkaminn nýtir ekki blóð- sykurinn sem skyldi auk þess sem insúlín-upptaka líkamans er trufluð. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin WHO hefur frá árinu 1998 flokkað sykursýki niður í fjórar tegundir. Tegund 1: Algjör skortur er á insúlíni þar sem frumur í brisi eru ekki fyrir hendi. Tegund 2: Insúlínónæmi. Tegund 3: Arfgengar frumu- skemmdir og sjúkdómar tengdir hormónatruflunum. Tegund 4: Meðgöngusykursýki. Hækkandi blóðfita kallar á að- gerðir, sem lúta einna helst að fituminna fæði og aukinni hreyf- ingu. Mikið hefur þó verið ritað og rætt um hollustu eða óholl- ustu fitu. Fjölmargar skoðanir virðast enn vera á lofti hvað hana varðar og ekki munu öll kurl vera enn komin til grafar hvað fituna varðar í heimi nær- ingarfræðinnar. Maðurinn er það sem hann b o r ð a r o g h a n n b o r ð a r nokkrum sinnum á dag, lífið út sem eru fjölmargar máltíðir miðað við 80 ára mannsævi. Það er því vert að líta til hollustu mat- arins ef menn vilja auka þrek sitt og lífsgæði. Það, sem ekki er á bannlistanum, eru afurðir á borð við soya, ólífuolíu, ferskar kjötvörur, mjólkurafurðir, ferska ávexti, grænmeti, belgjurtir og hýðiskornvörur. Hreyfinguna þarf líka að taka föstum tökum, en tilheyri menn ekki hópi al- vöru „sportista“ má alltaf finna leiðir fyrir aukna áreynslu í dag- lega lífinu. Það má t.d. hugsa sér að fara fótgangandi eða á hjóli styttri leiðir í stað þess að setjast upp í bíl og aka af stað. Og einnig er vert að hafa í huga að stigagangar eru mun heilsusamlegri en lyfturnar. Að sama skapi er upplagt að leggja bílnum ekki nákvæmlega fyrir framan áfangastað, heldur að- eins frá til að þurfa að ganga smá spöl. Og þegar ferðast er í strætó má hugsa sér að fara út einni stoppistöð á undan eða á eftir áætluðum áfangastað. Það er þó alltaf góð regla að byrja ekki á fullu í ræktinni nema í samráði við heimilis- lækninn sinn. Birgitta Jónsdóttir Klasen er menntuð í náttúrulækningum, svæðameðferð, með kennslurétt- indi, og sálfræðilegri ráðgjöf og hefur stundað meðferð á þessum sviðum bæði á eigin stofu og hjá klínískum sálfræðingi. Kólesteról er bæði skaðlegt og nauðsynlegt „Það er þó alltaf góð regla að byrja ekki á fullu í ræktinni nema í samráði við heimilislækninn sinn.“ Birgitta Jónsdóttir Klasen fjallar um kólesteról:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.