Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2007, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 06.12.2007, Blaðsíða 31
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 6. DESEMBER 2007 31STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Á jóla dag árið 1887 var Hvalsneskirkja vígð. Þann 9. desember nk. verður haldið upp á 120 ára vígsluafmæli þessa merka helgidóms. Há- tíðarguðsþjónusta verður kl. 14 og mun biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, predika í kirkjunni og sóknarprestur þjóna fyrir altari. Kirkjan á Hvalsnesi er ef til vill þekktust fyrir tvennt, annars vegar fegurð, hins vegar merki- lega sögu og tengsl staðarins við sálmaskáldið Hallgrím Péturs- son. Bygging Hvalsneskirkju hófst sumarið 1886 og lauk verkinu rúmu ári síðar. Kirkjan var síðan vígð í umboði biskups af prestinum sr. Jens Pálssyni sem á þeim tíma þjónaði Útskála- prestakalli. Það var Ketill Ketils- son stórbóndi í Kotvogi er lét reisa hinn fallega helgidóm. Kirkjubyggingin sem Ketill bóndi lét reisa á Hvalsnesi er að margra áliti einn af fegurstu helgidómum landsins og ljóst er að smiðirnir lögðu sál sína og krafta í smíðina. Kirkjan er af sumum kölluð Hallgrímskirkja þó aldrei hafi sálmajöfurinn stigið inn í kirkjuna. Ljóst er þó að kirkjan helgast af anda Hallgríms Péturssonar enda er margt í helgidóminum sem minnir á hann. Þar má finna steininn, sem Hallgrímur lagði á leiði dóttur sinnar Steinunnar sem hann missti barn unga. Á hann hjó hann með eigin hendi nafn hennar og dánarár. Annan bautastein reisti Hall- grímur dóttur sinni sem eru tvö ódauðleg erfiljóð og eru þau af mörgum álitin einhver hin fegurstu sem ort hafa verið á ís- lenska tungu. Í kirkjunni á Hvalsnesi er fleira sem minnir á Hallgrím Péturs- son. Í kórvegg kirkjunnar er höggmynd eftir Einar Jónsson höggmyndameistara af Hall- grími Péturssyni og hvernig höggmyndameistarinn túlkar hið fagra vers trúarskáldsins: Gefðu að móðurmálið mitt minn Jesú, þess ég beiði frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt útbreiði um landið hér til heiðurs þér helst mun blessun valda meðan þín náð lætur vort láð, lýði og byggðum halda. Það er af mikilli snilld sem högg- myndameistarinn lætur bæna- versið koma fram í gullnum krossi og dregur þar með fram megináhersluna í guðfræði Hall- gríms sem er kross Jesú Krists. Skáldið Snorri Hjartarson lýsir með áhrifamiklum hætti þeim hughrifum sem hann verður fyrir þegar hann kemur í Hall- grímskirkjuna á Hvalsnesi og tengir helgidóminn, sálma- skáldið og náttúruna meistara- lega saman í kvæðinu „Á Hvals- nesi“: Kirkja við opið haf Í kórnum lýt ég að skörðum steini, fer augum og höndum um letrið, um helgan dóm Sé lotinn mann, heyri glamur af hamri og meitli, sé tár hrökkva í grátt rykið Sé hann hagræða hellunni á gröf síns eftirlætis og yndis, og ljóðið og steinninn verða eitt Ég geng út í hlýan blæinn og finnst hafið sjálft ekki stærra en heilög sorg þessa smiðs. Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur. Séra Björn Sveinn Björnsson skrifar: Hallgrímskirkjan á Hvalsnesi 120 ára Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang afi Rico A. Guidice Kirkjuteigi 11, Keflavík, lést 17. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.