Víkurfréttir - 06.12.2007, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR
Vnr. 74092301
Rafhlöðu-
borvél
SKIL rafhlöðuborvél,
12V, vinnuborð fylgir.
5.990
Vnr. 74094580
Stingsög
SKIL stingsög 800W, vinnuborð fylgir.
6.990
Vnr. 74098005
Hitabyssa
SKIL hitabyssa, 2000W, vinnuborð fylgir.
7.990
TILVAL
IN
JÓLAG
JÖF
Vnr. 74095155
Hjólsög
SKIL hjólsög, 1150W, vinnuborð fylgir.
7.990
FYLGIR
MEÐ
VINNUBORÐ
Við kaup af einhverjum af fjórum SKIL verkfærunum í auglýsingunni
fylgir frábært vinnuborð frá SKIL með í kaupunum
FRÁBÆR JÓLAGJÖF
Opnunartímar BYKO Suðurnesi: Virka daga frá 8-18, laugardaga frá 9-15
Umfangsmikil rannsókn á banaslysinu á Vesturgötu í Keflavík:
Allir starfsmenn rannsókn-ardeildar lögreglunnar
á Suðurnesjum vinna nú að
rannsókn banaslyssins á Vest-
urgötu sl. föstudag, þegar
fjögurra ára drengur, Kristinn
Veigar Sigurðsson, varð fyrir
bifreið. Hann lést af áverkum
sem hann hlaut í slysinu.
Ökumaður bifreiðarinnar sem
ók á drenginn stakk af frá slysa-
vettvangi. Sólarhring síðar hand-
tóku lögreglumenn pólskan
karlmann á fertugsaldri. Hann
var stöðvaður við sérstakt eftir-
lit lögreglu á bifreið sem passar
við lýsingu sjónarvotta. Bif-
reiðin var jafnframt skemmd
og á bílnum voru trefjar úr fatn-
aði. Sýni af trefjum sem fund-
ust á bílnum og trefjar úr fatn-
aði drengsins hafa verið sendar
utan til rannsóknar hjá færustu
sérfræðingum.
Talsmaður lögreglunnar á Suð-
urnesjum segir mikinn þunga
lagðan í rannsókn málsins. Þar
leggist rannsóknarlögreglu-
menn og lögreglumenn í al-
mennri deild á eitt. Hinn grun-
aði í málinu er í gæsluvarðhaldi
og verður það fram á miðjan
dag í dag, fimmtudag.
Ennþá eru að berast vísbend-
ingar til lögreglunnar á Suður-
nesjum og eru þær allar kann-
aðar. Talsmaður lögreglunnar
segir engar nýjar fréttir af rann-
sókninni aðrar en þær að málið
sé flókið úrlausnar. Yfirheyrslur
fari allar í gegnum túlka og taki
því lengri tíma en ella. Hinn
grunaði í málinu sé pólskur og
fjögur vitni í málinu, sem hand-
tekin voru á sunnudag og sleppt
sólarhring síðar, voru einnig
pólsk. Fram hefur komið að
vitnin hafi reynt að búa til falska
fjarvistarsönnun fyrir hinn grun-
Lögreglan fylgir eftir öllum vísbendingum
Vinir og velunnarar fjöl-skyldu Kristins Veigars,
litla drengsins sem lést í um-
ferðarslysinu við Vesturgötu,
hafa stofnað styrktarreikning
til aðstoðar fjölskyldunni á
þessum erfiðu tímum.
Reikningsnúmerið er 0542-14-
605021, kennitala 110282-3389.
Bæjarbúar sem standa að söfn-
uninni vildu hvetja alla til að
láta sitt ekki eftir liggja.
Frá vettvangi banaslyssins á Vesturgötu á föstudagskvöld. Mynd: hilmar@vf.is Hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara. Mynd: pket@vf.is
aða í málinu.
Sl. þriðjudag voru settar niður
þrjár hraðahindranir á Vestur-
götu á kaflanum á milli Hring-
brautar og Hafnargötu. Varan-
legar aðgerðir til að draga úr
umferðarhraða í götunni verða
framkvæmdar í vor.
Styrktarreikn-
ingur stofnaður
fyrir fjölskyldu
Kristins Veigars
Minningarstund um litla drenginn var haldin í Keflavíkurkirkju
á mánudagskvöld. Mynd: hilmar@vf.is