Víkurfréttir - 06.12.2007, Blaðsíða 38
38 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
Magnús Þormar
til Grindavíkur
Markvörður inn Magnús
Þormar hefur gengið í raðir
Grindavíkur fyrir átökin í
Landsbankadeild karla í knatt-
spyrnu. Magnús fór frá Kefla-
vík til Stjörnunnar í Garðabæ
þar sem hann lék á síðustu
leiktíð. Hann er nú kominn
til Grindavíkur og sagði m.a.
áður hafa leikið undir stjórn
Milans Stefáns Jankovic og
hefði verið ánægður á þeim
tíma.
Rúnar Óli til GKB
Njarðvíkingurinn Rúnar Óli
Einarsson kylfingur, sem
leikið hefur undir merkjum
GR undanfarin ár í golfinu,
hefur gengið í raðir Golf-
klúbbs Kiðjabergs. Rúnar er
23 ára og varð klúbbmeistari
GR 2006. Hann hefur spilað á
Kaupþingsmótaröðinni með
ágætum árangri undanfarin
ár. Hann kemur til með að
styrkja sveit GKB í sumar, en
GKB leikur í 3. deild.
SP-Ráðgjöf styrkir GVS
Á dögunum afhenti Kristján
Hjelm, sérfræðingur hjá SP-
Ráðgjöf, Golfklúbbi Vatns-
leysustrandar, GVS, 700.000
króna styrk í húsbyggingasjóð.
Styrkurinn er grunnur að hús-
byggingarsjóði sem stofnaður
var með endurnýjun á skála
félagsins á Kálfatjarnarvelli.
Styrkurinn kemur að góðum
notum enda núverandi skáli
að springa utan af blómlegri
starfsemi.
Stjórn GVS þakkar rausnar-
legt framlag SP-Ráðgjafar til
klúbbsins. Á meðfylgjandi
mynd afhendir Kristján Hjelm
frá SP-Ráðgjöf, formanni
GVS, Finnboga Kristinssyni
og gjaldkera GVS, Jóni Páli
Sigurjónssyni, styrkinn til um-
ráða.
Mete í Tyrklandi
K n a t t s p y r n u m a ð u r i n n
Guðmundur Viðar Mete,
l e i k m a ð u r K e f l a v í k u r,
er s taddur í Tyrk landi
þessa dagana á reynslu hjá
Kasimpasa. Guðmundur er
26 ára gamall varnarmaður
og gerði í sumar þriggja ára
samning við Keflvíkinga.
Kasimpasa er frá Istanbul
og eru nýliðar í tyrknesku
úrvalsdeildinni. Liðið reyndi
að fá Guðmund áður en
félagsskiptaglugginn lokaði
þann 1. september síðastliðinn
en ekkert varð af því.
Stækkar með hverju árinu
Jólasýning Fimleikadeildar
Keflavíkur
Hin árlega jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur fer fram á laugardag í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykja-
nesbæ. Í fyrra var fullt út úr dyrum og þurftu aðstandendur
sýningarinnar að hafa sig alla við til þess að koma áhorf-
endum fyrir í húsinu. Í ár hefur í fyrsta sinn verið brugðið á
það ráð að hafa forsölu á sýningardegi.
Hildur María Magnúsdóttir mun hafa yfirumsjón með jólasýningu
FK annað árið í röð en í fyrra var túlkuð jólasaga eftir systur Hildar,
Bryndísi Jónu Magnúsdóttur. Í ár verður þemað jólasveinarnir
þrettán. „Það verða öll áhöld úti með nýjum og ferskum dansat-
riðum og við tjöldum til öllu því besta sem deildin hefur að geyma,“
sagði Hildur María í samtali við Víkurfréttir. „Það er komin sterk
hefð á jólasýninguna hjá okkur og hún hefur stækkað með ári
hverju. Jólasýning fimleikadeilarinnar er jafnan mikið skipulags-
verk og við byrjuðum að pæla í henni fyrir alvöru í lok október en
æfingar fóru svo af stað um miðjan nóvember,“ sagði Hildur María
og í þetta sinn mun fólki gefast kostur á því að tryggja sér miða á
sýninguna fyrr á laugardeginum en áður hefur verið.
„Þetta verður í fyrsta skipti sem við höfum forsölu á meðan gener-
alprufan okkar verður í gangi og forsalan er til þess að koma í veg
fyrir að biðraðir myndist við íþróttahúsið skömmu fyrir sýningu,“
sagði Hildur María. Forsalan mun hefjast kl. 10:00 laugardaginn 8.
desember, á sýningardag, og stendur hún fram til hádegis. Sýningin
sjálf hefst svo kl. 15:00 en húsið verður opnað fyrir gesti kl. 14.30.
„Í fyrra rétt náðum við að koma fólki fyrir í salnum og á stöðum í
salnum voru áhorfendur jafnvel fyrir iðkendum í sýningunni. Við
höfum verið að hugsa um það að halda tvær sýningar í stað einnar
en það er á framtíðarplaninu ef ásóknin í sýninguna verður áfram
jafn mikil,“ sagði Hildur María en hún var með lausn á vandanum.
„Við þyrftum bara að fá okkar eigið hús.“
Of mikið umstang væri að halda jólasýninguna á stað eins og
Reykjaneshöllinni þar sem mikill búnaður fylgir Fimleikadeildinni.
Hvernig svo sem þau mál fara þá er víst að jólasýningin í ár verður
vegleg að vanda og um að gera að tryggja sér miða í tæka tíð. Miða-
verð er kr. 1000 og forsala frá 10-12 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Hægt verður að greiða með debet- og kreditkortum.
Bikarhelgi í körfunni
Fjöldi leikja í Lýsingarbik-arkeppninni í körfuknatt-
leik fer fram um helgina.
Bæði í karla- og kvennaflokki.
Stærsti slagurinn í báðum
flokkum verður viðureign
KR og Grindavíkur í DHL-
Höllinni en þegar liðin mætt-
ust í annarri umferð Iceland
Express deildarinnar hafði
Grindavík góðan 109-100 sigur
gegn KR í mögnuðum leik.
Annað kvöld mætast grannarnir
Keflavík og Njarðvík í kvenna-
flokki í Sláturhúsinu kl. 19:15 og
verður á brattann að sækja fyrir
grænar sem ákváðu eftir hlé á
starfi liðsins að tefla fram liði
í vetur. Keflavík lék til úrslita
gegn Haukum í bikarnum í fyrra
sem var mögnuð skemmtun en
Haukar höfðu nauman sigur í
þeim leik. Þá mætast á föstudags-
kvöld Haukar B og Grindavík að
Ásvöllum kl. 21:00. Á laugardag
fær Keflavík B svo það erfiða
verkefni að mæta Íslandsmeist-
urum Hauka að Ásvöllum kl.
17:00.
Keppni í karlaf lokki hefst
annað kvöld en Suðurnesjaliðin
í bikarnum leika á laugardag
og sunnudag. Þróttur Vogum
mætir Fjölni í Grafarvogi kl.
16:00 á laugardag. Þá halda
Keflvíkingar að nýju Norður í
land er þeir mæta Tindastól á
sunnudag kl. 17:00 en Keflavík
rétt marði sigur gegn Stólunum
í síðustu umferð í deildinni. Þá
mætast Stjarnan og Njarðvík í
Ásgarði kl. 19:15 á sunnudag
en Njarðvíkingar eiga harma að
hefna gegn Stjörnunni þar sem
grænir lágu heima gegn nýlið-
unum fyrr á þessari leiktíð.
Þorleifur og félagar í Grindavík
mæta KR í Vesturbænum á
sunnudag kl. 19:15. Von er á
miklum spennuleik.
VF
-M
yn
di
r/
E
lle
rt
G
ré
ta
rs
so
n
Frá jólasýningu FK í fyrra.