Víkurfréttir - 01.03.2007, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 1. MARS 2007 11STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
FRÉTTASÍMINN
SÓLARHRINGSVAKT
898 2222
Sá flöskuháls sem verið hefur í
Heilbrigðisráðuneytinu vegna
uppbyggingar hjúkrunarrýmis
við Nesvelli mun líklega verða
til þess að framkvæmdir tefjist
í tvö til þrjú ár. Vegna nýrra
viðmiða sem ráðuneytið hefur
sett þarf að teikna og hanna
hjúkrunarrýmið á Nesvöllum
upp á nýtt. Á meðan bíða 30
manns í brýnni þörf eftir hjúkr-
unarrými.
Þetta kom fram á bæjarstjórnar-
fundi í Reykjanesbæ í síðustu
viku. Talsverðar umræður urðu
um öldrunarmálin almennt
eftir fyrirspurn Sveindísar Valdi-
marsdóttur (A) um stöðu mála.
Sveindís velti upp þeirri spurn-
ingu hvort þessi málaflokkur
væri betur kominn undir forsjá
sveitarfélagsins fremur en ríkis
með þar til gerðum þjónustu-
samningum.
Í svörum Árna Sigfússonar, bæj-
arstjóra (D), kom fram að vonir
hefðu staðið til að samkomulag
stæðist, sem gert var í ráðherra-
tíð Jóns Kristjánssonar. Í því var
gert ráð fyrir uppbyggingu hjúkr-
unarheimilis með 30 hjúkrunar-
rýmum sem tekið yrði í notkun
sumarið 2007. Núverandi heil-
brigðisráðherra hafi lýst því yfir
að samþykki væri fyrir þessum
30 rýmum og staðfest þar með
fyrra samkomulag án þess þó að
gefa upp nákvæmlega hvenær
bygging gæti hafist. Árni gat
þess að viðræður við ráðuneytið
stæðu yfir en upplýsti að þar
væru embættismenn búnir að
setja ný viðmið um uppbygg-
ingu hjúkrunarrýma. Þær teikn-
ingar sem gerðar voru á sínum
tíma fyrir Nesvellli samræmd-
ust ekki þessum nýju kröfum og
það tefði framvinduna ef gera
þyrfti nýjar teikningar.
Hönnun hjúkrunarrýmis á Nes-
völlum gerir ráð fyrir 15 her-
bergja göngum sem tengjast í
mið lægum þjónustukjarna.
Heilbrigðisráðuneytið er hins
vegar í dag að horfa í fyrirkomu-
lag að danskri fyrirmynd. Í því
er reiknað er með 10 íbúa ein-
ingum þar sem meira er lagt
í stærri einstaklingsrými og
minni sameignarrými.
Ljóst er að þetta mun tefja fram-
vindu málsins verulega. Vegna
breyttra viðmiða þarf að gera
nýja þarfagreiningu að kröfu
ráðuneytisins og endurhanna
rýmið til samræmis við það. Þá
er spurning hvort hægt er að
breyta fyrirliggjandi teikningum
eða hvort teikna þarf rýmið upp
á nýtt. Ljóst er að þetta tekur
talsverðan tíma og því er ekki
víst að nýtt hjúkrunarými verði
opnað fyrr en síðla árs 2009 eða
jafnvel 2010, samkvæmt því sem
fram kom í máli Böðvars Jóns-
sonar (D).
Bygging hjúkrunar-
rýmis Nesvalla tefst
um tvö til þrjú ár