Dagsbrún - 01.04.1893, Page 13

Dagsbrún - 01.04.1893, Page 13
.01-, Athuganir við sköpunarsöguna, [Framhald.] III. tlEIMSIHTINN. Um leið og heimsþokan dróst saman í hnetti og hnatt— kerfi þá kom feam liiti mikill, því þétting hlutar eins lilýtnr ætíð að framleiða hita. Urýstingín og snúningurinn hitar járnið svo, að möndullinn á vögnunum kveikir stundum í þeim. Loftí má þrýsta svo fast saman í pípum, að það geti kveikt í tundri, og þegar loftsteinninn þýtur um gufuhvolfið, þá kveikir þrýstingin í honum. Vísindamennirnir segja oss, að hiti komi fram, þegar guf- an þéttist í regndropa. Þagar því hin feykimikla heimsgufa á ákaf- lega löngum tíma dregst saman í hnetti, þá kemur fram hinn af- sltaplegi liiti, er einu sinni var á jörð þessari, og nú holdur sólinni glóandi. Þessi sköpun hitans heldur einnig áfram í sífellu. Enn þá skapast hiti undan hamarshögginu og enn þá framleiðist hitinn við samdráttinn og þyngdarlögmálið, er forðurn steyfti sólina og jarð- stjörnurnar. Til eru raunar þeir stjörnufræðingar, sem ætla, að hinn núverandi hiti sólar haldist við þannig, að loftsteinar falli úr rúm- inu inn á yfirborð sólar, með 300 mílna hraða á sekúndunni, og væri það óttaleg liögg liins skapandi hamars, er hituðu sólina, eins og liamarshöggin hita járnið. En fleiri eru þeir þó, er ætla, að hiti sólarinnar stafi af þéttingu og samdrætti efnanna, eins og er um alla aðra hnetti; og feikningsfróðir menn segja oss, að þver- mál sólar liafi ekki þurft að mínnka meira, við samdrátt þenna, en 4 mílur á iieilli öld, til þess, að skapa allan þann liita, er liún dreifir frá sér. Mundum vér ekki geta 'greint þann stærðarmun á þúsund árum. A sama liátt fií stjörnurnurnar hita sinn, og eru margar þeirra miklu heitari, en sól vor, ef vér getum dæmt af skærleik þeirra. Getum vér með nákvæmum verkfærum fundið liitann, er streymir frá þeiin, þótt þær séu margar milliónir mílna í burtu fní oss. Þessi sköpun hitans er allt of mikilsverð til þess, að fram hjá henni sé gengiö. Hin sanna sköpunarsaga bætir því við hina

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.