Dagsbrún - 01.01.1894, Qupperneq 8
4
sé þ«J töluvert, sein þau eigi oftir ólært, en þau ætla, að það sé svo
sem sjálfsagt, að þau geti lært það alt á þessum æðri skólum, sem þau
eru að búa sig til að ganga á. En þegar þau eru Min að iæra alt á
þeim skólum, sem lært verðr, þá fara augu þeirra að opnast og þ ui
fara að sjá það, að með þessum afarmikla lærdómi, sem þau héldu að
væri, hafa þau ekki lært alt, sem lært verðr, það fara að ljúkast upp
á þeim augun fvrir því, að þótt þau séu nú búin að vera að nema í eiu
10—15 ár, þá eru þau þó ekki komin lengra en að því, að vita hvern-
ig þau eiga að fara að nema. Þá fyrst geta þau.fariðað nema, ogefur
því, sem árin safuast vfir þau, fylla þau huga sinn með einu og öðru
af hinum svo kölluðu yísindum manna. En eftir . því sem lengra
líðr á æfina og þau sökkva sér dýpra og dý.pra niðr í að nema og
rannsaka og skoða, þá sjá þau, að það, sem þau hafa numið, er í sam-
anburði við það, sem þau eiga ónumið, sem vatnsdropi einn á móti
úthafssænum. Þarna sjáum vér þroskun (evolution) einstaklingsins,
og eins og henni er varið, eins er varið þroskun mannkynsins.
Fyrst verða fyrir oss spuruingarnar „hvaðan“ og ,,livert.“ Fyrst
af öllu fara menn að hugsa um upprunann, hvaðan maðrinn og náttúr-
an og heimrinn sé kominn, og hvernig hann sé til orðinn. Fyrst af
öllu, þegar maðrinn var orðinn svo þroskaðr, að hann fór að beit-a
skynseminni, kendi reynslan honum það, að hver afleiðing hlýtr að.
hafa sína orsök. Hann sá það fljótt, að hann þurfti að framleiða með
höndum sínum alt, sem hann þurfti sér til varnar og skýlis og þæg-
inda. Svo fór hann að líta í kringum sig, og sá jörðina, með öllu
því sem er og lifir á henni; hann sá fljótin og vötnin og sjóinu og
skepnur þær sem í þeim lifa, og ljósin á himuum uppi, sólina, tungl-
ið og stjörnurnar. Þær gengu brautir sínar og ýmist hurfu sjónuni
hans, eða komu í ljós aftr. Hann sá fljótt, að það var langt umfram
það, sem hann gat gjört, að búa þetta til eða stjórna því og balda þyí
við, kom þá ósjálfrátt fram spurningin : „Hver hefir búið.þetta til í“
H .nn leitaði eftir svai'i, en það gekk eklci svo greitt að fá það .; hann
fór að svara séi sjálfr og sagði: „Þessir hlutir oru allir haudaverk veru
þeirrar, sem er langt um meiri og vitrari og máttugri, en ég er, og nnfn
heivnar skal ég kalla: Guð.“
Þannig talaði hann, en var þ.ó ekki ánægðr. Þessa hugmynd,
sem liann hafði fengið, þurfti hann að gjöra líkamlega, klæða. hana í
líkamlegan og sýnilegan búning. Búningarnir urðu margir, sém von-