Dagsbrún - 01.01.1894, Blaðsíða 18

Dagsbrún - 01.01.1894, Blaðsíða 18
14 nieir eða minna af hinum risavöxnu konungamyndum. Þær sitja oft á stóli með höndur lagðar á kné, tröllslegar að vexti, hver ein höggvin ut ur einum steini. I horgunum er alt á flugi og ferð, menn eru þar að kaupa og selja, rétt eins og enn þann dag í dag. Menn eru sum- staðar í hópum þiisundum saman, og manngrúiun veltist áfram, rétt eins og í stórborgum vorum einhvern hátíðisdaginn. Við hin skraut- legu musteri sjáum vér líkfylgdirnar gauga í „pi'ocessiu“ rétt ein.-, og á vorum tímum, með nokkuð frábrugðnum siðum. Prestarnir blessað- ir fremstir í flökki. Hinir fornu Egyftar hafa verið álitnir trúmenn miklir. Hærri liver dagr var helgaðr einum eðr öðrum guði. Vér sjú- um borgina Thebu, höfuðstaðinn í efra Egyftalaudi og musterisstaðinn Karnak, einhvern þann nafnfrægasta í heimi. Prestarnir bera fram fórnir, bænir, kynda myrrhu og reykelsi fyrir guðum sínum. Þeir dýrkuðu guð í þrenningu alloft, Osiris, skaparann, Horus, frelsara þeirra, og Tvphon, hinn vonda anda, sem þeir kolluðu. Hann átti snemma að vera baldinn, því hann braust út um kvið móður sinnar Hutpe er hann fæddist. Vér sjáum hina risavöxnu Pyramyda, fer- strenda, hlaðna uppmjóa úr höggnu grjóti, fleiri hundruð feta háa og svo ummálsmikla að neðan, að þeir ná út yfir fleiri dagsláttur (ekrur). Ef vér komum inn í grafreitina, þá sjáum vér minnisvarða hinna dánu skína með logagyltum útskurði og ljómandi fagrlituðum málverkum. Eina æðstu veru dýrka þeir umfram aðra, þó fáir aðrir en prestar þeirra: Amun, hinn hulda guð, hann á að vera skapari og viðhald- ari allra hluta. Með söngvum og serimonium fylgja þeir ástvinum sínum til grafar. Þeir trúa á sálnaflakkið, á hinn mikla dóm, er Osiris á að dæma alla menn, eftir því hvort þeir hafa lifað vel eða illa. Stundum myndi oss þó bregða í brún, er vér kæmum í eitt- hvert musterið og gætum séð bak við fortjaldið iun í hið allra helg- asta. Þar inni fyrir er þá kannske annaðhvort naut eða köttr, eða eitthvert annað dýr, sem tignað er, en egyftsku prestarnir mundu ekki verða ráðalausir fremr en nafnar þeirra nú á dögum, ef vér færum að spyrja þá hvernig á þessu stæði. Þeir myndu fljótlega segja: „ekki skaltu hugsa að þetta sé guð sá, er vér dýrkum, heldr er þetta sýnishorn hins skapandi kraftar, sem gefr öllu líf og vitund og hræring. En montaðir voru þoir, þessir Egyftar. Þar gongu hinir mestu spekingar í skóla: Móses, Pythagoras, Herodot og Plató. Egyftar þektu lengd ársins og lögun jarðar, þeir reiknuðu út myrkva

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.