Dagsbrún - 01.01.1894, Síða 19

Dagsbrún - 01.01.1894, Síða 19
15 B61av og tungls, þeir þektu mælingafræði, söngfræði, efnafræði, læknisfræði, byggingarlist, akuryrkju og námagröft. Hinar stærstu byggingar, sem smíðaðar bafa verið alt til þessa eru minni, en Pyra- midai þeirra. Steinmyndin af Rameses 2. konungi þeirra vegr 900 tons. Egyftsk myndaskrift er að minsta kosti rituð 3000 árum fyrir Kr., 5—600 árum fyrir flóðið, ætla sumir bana miklu eldri. Egyftskr fornfræðingr, Lepsius, sá blekbyttuna og revrpennann á myndum frá tímabili 4. konungsættarinnar, 8—900 árum fyrir flóðið, og pa- pyrus-stranginn bofir sést á myndum frá tímabili binnar 12. konungs- ættar, um 3000 f. Kr. (sjá Enc. Br.). Hin elstu veggjamálverk sýna listir og mentun svo langt á veg komnar, að sjálfa fornfræðingana furðar á því. Vér sjáum þar hús með dyrum, gluggum og ,,veranda,“ víugarða og aldintré; glergjörðarmenn voru Egyftar miklir, og er þetta alt milclu eldra en flóðið. A veggjunum gömlu sjáum vér myndir af hermannaflokkum á göngu, vopnuðum með spjótum og skjöldum, slöngum, kuífum, öxum, sverðum, brynjum og Öðrum her- tygjum. Húsin eru útbúin allskonar stólum, borðum, legubekkjum, í mjög skrautlegum stíl. Þar eru sýndar stúlkur dansandi á stutt- kyrtlum, meun glímandi, leikandi og teflandi. Þar eru sýndar barna- brúður og ýmislegt leikfang, ölvaðir gestir í samsætum. I allra handa glersmíði voru Egyftar snillingar, svo menn enn þann dag i dag bafa tæplega gotað komist til jafns við þá. Kínverskar flöskur hafa fundist í gröfum frá tímabili 18. konungsættarinnar (um 1600 f. Kr.), sem bendir á, að þá hafi verið samgöngur milli Egyftalands og Kína. Egyftar smíðuðu bæði gull og silfr. Allir rökuðu þeir höfuð sín, höfðu hárkollur og stundum falskt skegg. Kvennfólkið skrýddist eyrnahringum, armhringum, ökla- og háls-böndum, þær höfðu spegla, kamba og nálar. Musteiin við Thebuborg eru öll eldri en 1000 árum f. Kr. Eornfræðingar þeir, sem styttst telja aldr E- gyptalands konunga, segja, að Menes hinn fyrsti konungr þeirra hafi byrjað að rikja um 3500 árum fyrír Kr., einum 1200 árum fyrir Nóa- flóðið, en frá Menes tekr ein konungaættin við af annari. Hinir E- gyt’tsku prestar sögðu hinum gríska saguafræðiug Heródót, að frá kon- uugiuum Menes og til hins fyrsta konuugs Moeris væri 331 konu ngr (dálítið fleiri ættliðir eu hinir 8, sem áttu að vera milli Adams og Nóa gamla). Frá Osiris til Anasis töhlu þeir 15,000 ár. (Framh.)

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.