Dagsbrún - 01.02.1894, Blaðsíða 7
23
að nýja Testam. segir það, þaö getr hver sein vill ílett upp staðn-
um og séð það sjálfr. En—hver trúir þessu? Yér trúum því allir
að ritningin segi að Kristr trúi því, en ég lield að sá rétttrúaðr
maðr eé ekki til meðal Islendinga (hér vestra að minsta kosti), sem
trúi því að þetta sé satt, trúi því, að eldi og brennisteini rigni úr
lofti ofan, eða að kona geti orðið að salti, eða að syudaflóð hafi
komið og eyðilagt- menn og dýr öll á jörðu, eða að maðr, þótt spá-
maðr væri, hafi lifað 3 sólarhringa í hvalsmaga. Það má sanna það
fyrir hverjum manni, sem ekki-er skertr á viti sínu, að þetta er ó-
mögulegt. Þetta hlýtr og að sanna mönnum það, að Kristr hafi ver-
ið maðr. Ég fyrir mitt leyti trúi því, að Kristr hafi trúað þessu,
þyí hann var Gyðingr og liefir því veriö uppfræddr í hugmyndum
og trú Gyðinga. Hann er látinn segja, að haun sé kominn til að
fullkomna lögmálið, en ekki afnema það.
Er það nú virkilega meining manna, að senda börn sín á suunu-
dagaskóla til þess að læra annað eins bull og þetta. Hér er öllu hrært
saman, guðrækni, saurugum frásögum og botnlausri vitleysu. Eg get
ekki látið vera, að vera berorðr um þetta. Það hefir réttilega verið
glæpr talinn og margr maðrinn liefir verið hengdr fyrir það hér í A-
meríku, að nauðga stúlkubörnum ; en þetta er líka að nauðga börnum
og engu betra, að neýða þau til að taka annað eins og þetta fyrir guð-
dómlegan saunleika. Foreldrarnir elska börn sín, ég efast ekki um það-
en margr maðrinn er sú blessuð aumingja rola, að vilja nauðga barni
sínu til þess að þeir þóknist guðmanninum. Eu nauðgun þessi á börn,
unum er svívirðileg, niðrdrepandi fyrir sannleika, hreinskilni ogdygð,
svívirða við guð og svívirða á manniuum. Hér or sáð fræinu að ohrein-
skilni, hræsni og tvöfeldni, sem vér svo oft rekum oss á. Ég veit ekki
hvað verðr heilagt fyrir þeim mönnum, sem þaunig vaxa upp. Heldr
vildi ég vita börn mín í gröf sinni, eu á öðrum eins skólum.
Menn þeir, sem fyrirverða sig fyrir þetta, kunna nú að segja, ef
þeir vilja leggja út í að reyna að andæfa þessu, að ég taki hér Jæmi úr
annari kirkju, hinni presbyteriönsku, en sú mótbára er einskis virði, því
aðalatriðið, sem hiuni presbyteriönsku og lúþersku kirkju ber á milli,
er það, að hin presbyterianska kirkja kenuir: „að Guð hafi frá eilífð
fyrirhugað suma mcnn til vantrúar og fyrirdæmingar, en suma til ei-
lífrar sælu,“ og ,,að vér étum e k k i sjálfan líkama Krists og blóð í
kvöldmáltíðinni," lieldi „höldum hana í miuningu Krssts,“ en hin