Dagsbrún - 01.02.1894, Blaðsíða 11

Dagsbrún - 01.02.1894, Blaðsíða 11
27 ar hafa í herleiðiugunni kyrinst tvígyðistrúbrögðunum, sem aftr voru miklu eldri en gamli Nói. Þar var það að Gyðingar fengu hugmynd- ina um djöfulinn, þenna myrkranna fursta, Ahriman, sem einlægt lú í ófriði við guð, og var því sem næst jafn voldugr og guð sjálfr. Eg ætla nú að koraa með dálítið sýnishorn af Zend-Avesta : „Góðar eru hugsanir, gott er tal og góð eru verk hins hreina Zarathustrn. Með upplyftum höndum bið ég og þrái þann fögnuð : hin hreinu verk hins hreina anda Mazda — tilhneigingu til að fremjá góðverk. Ég hoii falið guði sálu mína, og ég ætla að kenna það sem hreint er, svo lengi sem ég get. Kenn þú mér Ahura-Mazda af sjálf- um þér. Þig hefi ég hugsað að vegsáiua, ó, Mazda ! sem hinn fyrsta, íkaparann, drottinn lieimanna, drottinn hins góða, hínn fyrsta mynda- smið I Yér heiðrum liinn góða anda, hið góða ríki, hið góða lögmál og alt sem er gött.“ Þannig talar Zóróaster gamli fyrir fleiri þúsundum ára, og sést hér, að hann hefir trúað á góðan guð skapara himins og jarðar. En nú fer að opnast stærra sjónarsvið. Zend-Avesta, biflía þeirra Parsanna, minnir oss á hina voldugu Aryana þjóð. I fyrsta kapítulan- um á Yendidad, einni af Zend-Avesta bókunum, er talað um ljómandi iand, „Aryana—Vaejo,“ sem Ahura—Mazda átti að hafa skapað til unun- ar börnum sínum. Menn vita ekki vel hvar það hafi verið fremr en líden Hebrea, en ætla að það liafi verið norðr eða norðaustr af Persa- landi. • Þaðan rann þjóðastraumrinn lengst uppi í fornöld, 3—4000 ár- um fyrir Krist eða fyrri. Hefir straumr sá runnið bæði suðr á Indland og Persaland og svo um alla norðrálfu, og alls staðar brutu þeir undir sig eða ýttu frá sér hinum fornu íbúum, erum vér Islendingar óeíiið komnir af þessum austrænu víkingum, en alls ekki af Nóa gamla, sem heyrir til alt öðru kynferði. I fyrstu, þegar Aryana þjóðin tók sig uþp úr hinum fornn átthögum sínum, stefndi einn straumrinn suðr á Ind- iand, hið sólfagra blómlega land. Þar lögðu þeir undir sig hina fornu íbúa löngti fyrir daga Nóa gamla, mynduðu þar ríki og stofnuðu þar trúbfögð, Brahmatrúna, sem nú telr meðal áhangenda sinna nær 150 miljónum manna, og oru biflíur þeirra, Vedabækurnar, álitnar að minsta kosti einum 1000 árum eldri en biflía vor, líklega þó nær 1900—2000 árum eldri. Annar flokkrinn hefir hlaupið suðr á Persaland, ýtTfrá sér hinum fornu þjóðum, tekið lönd þeirra, myndað þar ríki og stofnað trúbrögð. Það er Zóróasters trúin, sem einnig hefir haldist við um

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.