Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 2

Dagsbrún - 01.11.1895, Síða 2
— H)2 En einmitt með þessum samanbuiði á Davíð og Kristi sýnir presturinn veikleika sannana sinna, — eyðileggur þær í sömu and- ránni og liann ber þær fram. Yér skulum nú setja oss í spor þeirra hinna rétttrúuðu og hugsa oss guðinn Krist, óendanlega, ósegjanlega kærleiksríkan, sem elskar svo mannkynið, að hann leggur liflð í sölurnar fyrir það, sem jafnvel ber allar þeirra syndir upp á kross- inn. Þó að þær væru rauðar sem blóð, þá var þó kærieikur hans svo mikili, að þeirra gætti ekki, hann þvoði þær, svo að þær urðu livítar sem snjór, hurfu sem reykur tyrir vindblæ eða mjöll fyrir sólarhita. En — nú fer þessi guð að taka í annan streng ; hann þrumar yfir Faríseum: “Þéi- höggormar, þér nöðrukyn, hvernig getið þér umflúið helvitis dóm ?” Um borgirnar Korazin og Betsa- ida segir hann: “Bærilegri munu verða kjör Týrusar og Sídonar á dcgi dómsins cn ykkar, — og þú Kapevnaum. sem rnænir við him- inn, þér mun til helvitis niðursökt verða.” “Þér eruð af föðurnum fjandanum og girndum yðar föður viljið þér hlýðnast,” 0g svo liið seinasta sem vér allir þckkjum: “Farið í'rá mér bölvaðir í þann eilífa eld, sem búinn er djöflunum og hans árum.” — Þetta á að sanna, að Davíð gamii hafi verið guðsmaður mesti, en þetta einmitt sannar það, sem kyrkjan heldur jafníast í og viti, því að hvort- tveggja hangir á óleysanlegri keðju. Það sannar það, sem þeirn er sárast að missa, það sannar það, að Kristur liafi elcJci verið yuð. Get- ur nokkur hugsað sér, að guð færi að tala svona eða hugsa svona ? Að guð, hinn alfullkomni kærleikur, færi að hafa þvílík orð, færi að ]já rúm öðrum eins liugsunum ? En það er annað, sem athugavert er við þetta. iMeð tilvitnun- um þessum bendir presturinn ekki einungis á tilfinningar og lundar- lag Krists, heldur einnig á trú hans. Þar sem hann lætur Krist segja, “að Kapernaum muni til lielvítis niðursökt verða,” þá vekur það mann til þess að hugsa á þessa leið : trúði þá Kristur virkilega á helvíti ? Vér getum best trúað því, að rnargur maðurinn hafi ekki lagt fyrir sig þá spurningu, fyr en séra Fr. vakti þá til þess, en um leið fara menn að liugsa þetta betur út í æsar: hverju trúði þá Kristur ? Það væri fróðlegt að vita það. Vér sjáum þarna að hann trúði á Víti, — já, á eilíft óendanlegt viti, ðg þeir sem vilja vera rétttrúaðir og fylgja. orðum lians eins og hin heilögu rit þeiri'a skrá þau, þeir geta ekki undan því komist að trúa eins, þeir verða annaðhvort að trúa á eilíft, óendanlegt víti, á eilífan, því nær almáttugan djöful, sem guð getur ekki sigrað, eða þá að afnoita Kristi. Þeir hljóta að trúa því, að meginhlutinn af

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.