Dagsbrún - 01.11.1895, Qupperneq 9

Dagsbrún - 01.11.1895, Qupperneq 9
— 169 — FRAMTÍÐ TRÚBRAGÐANNA. Eftir Paul Caeus. (Lauslega þýtt úr “Open Court”). Á þcssum síðustu og vestu timurn er eins og trúarbi’ögðin skjálfi á beinunum. Margt af liinum gömlu hugmyndum manna er orðið fúið og rotið, og svo er því kastað, en nýjar hugmvndir koma í stað hinna gömlu, Nýjar hugmyndir um náttúruna, heiminn, jörðina, mannkynið, guðina. Yísindin verða ekki lengur þögguð niður, frelsið er einlægt heimtað af fieirum og fieirum, cr setið hafa öldum saman, hneptir undir oki kúgunarinnar, og frelsið vcrður einlægt meira og meira, veitist einlægt fleirum og fieirum, en livað verður þá um trúarbrögðin ? Margir hugsa sér, að i framtiðinni muni mannkynið verða trú- laust, trúin fari einlægt minkandi og minkandi, þangað tii hún loks- ins verði engin. En þá blanda þeir saman trú og lijátrú, þeir vill- ast á þvi, að kalla trú á liégiljur og hindurvitni, trú á kraftaverk og helga dóma, trúarbrögð. Þeir virðast gleyma því, að trúin er í heiminum, að hún hefir byi’jað sem trú á alt það, sem maðurinn skildi ekki í, orðið siðan skripatrú, en svo farið að kasta einni hé- giljunni á eftir annari, farið meira og meira að greina sannleika frá lygi, orðið meira og meira andlegri og andlegri. Þeir, sem ætla, að trúin sé ekki þess virði, að mannkynið haldi í liana, þeir dæma trúna eftir skrípamyndum hennar, eftir kyrkjudeildunum, eftir játn- ingunni, eftir hégiljunum og hindurvitnunum, sem menn nú eru að kasta jafnóðum og mennn þroskast svo andlega, að menn verði fær- ir um það. Þessir menn virðast gleyma því, að trúin er andlcgur kraftur, en ekki vofa ein, að hún nú cr á framrásarskeiði og snýst meira og meira að lögum skynseminnar og náttúrunnar, já gctur ekki gengið á móti þeim, því að þá verður hún meiningarlaust bull. Það, að hjátrúnni og hégiljunum hefir verið blandað saman við trúna, sýnir aðeins það, að þau trúarbrögð þurfa að hreinsast, það þarf að kasta soranum burtu og rýma burtu öllum villum sem mögulegt er. Vér gætum eins hugsað oss, að komandi kynslóðir vcrði sál- arlausar, eins og að þær verði trúlausar. Iivorugt er hugsanlegt, en eins og vér vonum, að sálir liinna komandi kynslóða verði göf- ugri, upplýstari, fegurri, eins vonum vér að trúin verði göfugri, fegurri, skynsamari. Því að því nær, sem trúin kemst skynsem- innni. því sannari er hún.

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.