Dagsbrún - 01.10.1896, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 01.10.1896, Blaðsíða 2
— 146 — úr flokki þeirra, sem ofsöttu hann í lífinu. Vér höfum heyrt, að prestinum hafi farist það fremur vel, en hér er ekki spursmál um það, heldur um grundvallarskoðun (princip). Og nú er hið síðasta dæmi, sem á hefir borið, því að mörgum smærri skal hér slept. Það er fráfall kaupmanns Finney hér í Winnipeg. Mönnum mun það fullljóst, að Finney kaupmaður var í tölu hinna atkvæðamestu íslendinga hér vestra. Iíann var strang- ur flokksmaður í pólitík og einn fremsti hinna konservativu íslend- inga. Hann var einheittur mótstöðumaður hinnar lúþersku kyrkju og hafði fyrir löngu sagt sig úr lúþersku kyrkjufélagi. Hann unni frjálsri skoðun og stefnu í trúmálum, og þó að hann skrifaði sigekki í söfnuð Unitara, þá studdi hann þá oft með ráðum og dáð og með töluverðum fjárframlögum. Hann var svo beiskur til kyrkju og klerka,. að sagt er, að hann hafa sjaldan eða aldrei í lúþerska kyrkju komið á seinni árum. Enda trúði hann ekki kenningum þeim, sem þar eru boðaðar. Trúði ekki á víti, ekki á djöful, ekki á endurlausn fyrir blóð Krists, ekki á guðdóm Krists, ekki á innblástur ritningar- innar. Þetta lét hann iðuglega í ljósi við kunningja sína. En nú vil ég spyrja: Hvað á lík þess manns í ‘rétttrúaða’ kyrkja að gera sem ekki trúir á Krist og ekki á endariausn hans og friðþægingu. Klerkar rétttrúuðu kyrkjunnar eru nauðbeygðir til að flytja þá kenningu, að enginn komist í sælu himnaríkis, sem ekki trúir águð- dóm Krists, sem ekki vilji endurleysast fyrir krossdauða hans, sem ekki iðrist og endurfæðist fyrir þessa trú, áður en þeir deyja. Ef að þeir kenna nokkuð annað,.þá svíkja þeir skyldu sína. Ef að hinn látni því hefir öðruvísi trúað, þá eiga þeir engan verustað handa honum, annan en víti, eilíft, logandi víti, í dýkinu sem vellur af eldi og brennisteini. Ef að þeir kenna öðruvísi, þá breyta þeir og kenna á móti trú sinni. Nú spyrjum vér enn: átti hinn látni það erindi til þeirra, að láta þá vísa sér til vítis ? Því að það er eina leiðin, sem þeir geta stefnt þess konar manni. En svo er annað: er það ekki viðurstyggilegt að neyða hinn látna til að koma í kyrkju þá, sem hann hafði óbeit á í lifanda lífi, neyða hann til að liggja undir lestri þeirra manna, sem hann barð- ist á móti meðan hann gat, neyða hann til að liggja undir kenning- um þeim, sem hann sumpart fyrirleit og sumpart hataði. Er ekki þetta eitthvert hið blóðugasta ranglæti, sem menn geta orðið fyrir ? Eða virðingin fyrir hinum látna! Hann er gjörður að auðvirðileg- asta ræfli. Öll hans lífsstefna er einskismetin og fyrirlitin og minn- ing hans vanvirt. Er það meiningin með að draga hann í kyrkj- una, að láta hann viðurkenna það dauðann, sem hann ekki vildi við-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.