Dagsbrún - 01.10.1896, Blaðsíða 9
— 153 —
“En Móises kom hingað trúandi á eínn og að eins einn guð,
‘hinn sanna guð’; og það er ekkert leyndarmál, að minsta kosti
fyrir hinum eldri íbúum Hiinnaríkis, að hann var m.jög alvarlega
mótfallinn og reyndi með öllu móti að koma í veg fyrir, að Jehóva
eftirléti öðrum nokkurn hluta tignar sinnar og veldis, og allra síst
syni sínum, fæddum af jarðneskri konu. I stuttu mál: Það er sagt,
að hann hafi fyrirlitið og fordæmt öll þessi afskifti guðs og Maríu -
Krists ' móður, sem algerlega heiðingleg. — En síðan að Jehóva
framkvæmdi það áform sitt, hefir Móises ekki sagt eitt einasta orð
um það, þar til nú í ‘Fregnberanum'
“En það hefir frá fyrstu vakið eftirtekt hér, að framkoma Móis-
esar gagnvart Kristi og móður hans, hefir ætíð verið hin blíðasta og
Ijúfmannlegasta, eins og væru þau hans eigin börn. 0g þess vegna
hafa margir haldið, að hann skoðaði það sem glæp, að Gvðingar
vildu ekki aðhyllast Krist sem guðs son. En hver hefði getað i-
myndað sér, það sem nú er á daginn komið, að þessi framkoma hans
var sprottin af meðaumkvun, af þvl að hann áleit, að Jehóva hefði
gert sig sekan í glæp, með því að hafa samræði við móður Krists.
Eins og eðlilegt var, hafa þessar áskoranir, framsettar í opin-
beru blaði og með slíkri alvöru, vakið hér mikla og alvarlega hreyf-
ingu; og það er mjög líklegt, að langflestir af kaupendum blaðsins,
að minnsta kosti, séu honum samdóma. Það heflr lengi verið hér
opinbert leyndarmál, að þessi óánægja hefir farið dagvaxandi öldum
saman. Og hefði ekki Móises verið fluttur burt í skyndi, áður en
vinir hans komust á snoðir um að ætti að taka hann fastan, þá er
enginn efi á, að hér hefði orðið almenn styrjöld í annað sinn; og eru
margir enda hræddir um, að það mundi orsaka vandræði hér, er al-
menningi verður icunn liegning sú, er hann hefir verið dæmdur til
að þola.”
“Og hver er þessi hegning?” spurði Garrison.
“7,777,777 ár á skíðgarði Helvítis, — heilagir sjö sinnum sjö,
eins og þú munt minnast”, var svar leiðsögu-engilsins, og tók ég
eftir að svipur lians varð einkennilegur og eins og hálf háðslegur um
leið og hann sagði þetta
“Þetta er skelfilegur dómur, ef sá staður er nokkuð svipaður
því sem ég liefi séð í dag,” mælti Garrison ; “og hvaða starf er hon-
um ætlað þar.”
“Eg get fullvissað þig um, að þessi staður er að engu betri en
sýnishorn það, er þú hefir séð,” svaraði leiðsögu-engillinn. “Og
starf hans, eins og allra þeirra, sem fyrir samskonar hegning verða,
— er að standa á skíðgarði þessum dag og nótt, og með vélum, sem