Dagsbrún - 01.10.1896, Blaðsíða 15

Dagsbrún - 01.10.1896, Blaðsíða 15
— 159 — ferðislegur þráður, og fyrir þetta alt saman ber oss að færa þeim þakklæti vört. Surnum kann nú að finnast það óhæfa ein, að viðurkenna nokk- uð gott hjá Unitörum. Það er of oft starað á þá og bent á þá, sem menn þá, er með vanhelgum höndum svifta kórónunni af höfði end- urlausnarans. En því svara ég á þá leið, að enginn sannur konung- ur æskir eftir meiningarlausum titlum, og hin besta hollusta er eklti hollusta manns þess, sem fillir munn sinn með stórum titlum og nafnbótum, heldur miklu fremur hollusta þess manns, sem fús er á að starfa og líða og þjást á vígvellinum. Ef að velja skal um holl- ustu manns þess, sem gengur inn í kyrkjuna til að þylja þar upp játningu Athanasíusar og fer svo þaðan og lifir sem heiminum best líkar og iætur eftir sfnum lystisemdum, og hinsvegar er hollusta manns þess, sem samvizku sinnar vegna hvorki vill né getur sam- þykt játninguna, en sem gengur djarflega ú't í bardagann við synd- ina og eymd heimsins. Sé um þetta tvent að veija, þá getur eng- inn sá, sem kunnugur er nýjatestamentinu verið í vafa um, hvort kjósa skuli. Því að miklu betur gjörði sonurinn, sem sagði: “Eg fer ekki,” en fór þó, heldur en hinn sem sagði: “Ég fer”, en sat heima í leti og iðjuleysi. Skulum vér allir minnast orðanna Krists: “Ekki munu allir þeir, sem segja. herra, herra ! koma í liimnaríki, heldur þeir einir, sem gjöra vilja míns himneska föðurs”. YMISLEGrT. Guðspjöllin segja eins og allir vita, að Kristur hafi gengið á vatninu, og að Pétur postuli hafi reynt hið sama, en ekki lukkast það eins vel, því að trúin var ekki nógu sterk hjá honum. Nýlega var maður í Bandaríkjunum, Gasler að nafni, svo ðruggur í trú sinni, að hann þóttist viss um það, að trú sín mundi geta fleytt sér á hvaða vatni sem vær. Býr hann sig því til þess að ganga yfir Tiffan-ána í Ohio, og styrkir sig undir förina með sálmasöng og bænum og leggur svo af stað. En einhvernveginn hefir náttúrulögmálið orðið trúnni og bænunum sterkara, því að manngarmurinn sökk til botns og var dauður þegar hann náðist. Skildi hann eftir unga konu sem hann þannig svifti forstöðu sinni. En þó mætti ætla að þetta hafi allra mesti guðsmaður verið. Hann breytti eftir trú sinni eins og hinir lieilögu meðal heilagra. Það-var ekkert annað að, en að trú-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.