Dagsbrún - 01.10.1896, Blaðsíða 4
— 148 —
Garrison í himnaríki.
Eftir
William Denton.
Jí. P. þýddi.
Niðurlag.
“Yegna þess, að fyr varð eigi fenginn traustur grundvöllur,”
svaraði leiðsögu-engillinn.
Þeir settust nú niður við eitt af hinum 1000 sm&borðum, er
stóðu íi víð og dreif um herbergið; voru þau öll skreytt fögrum
blömum og vínviðargreinum. Eftir noklcra stund mælti Garrison :
PJóhannes opinberari lcallaði hið botnlausa dýki fangahús. Að lík-
indum heflr það komið til af einhverjum misskilningi hans ?”
“Nei, alls ekki,” svaraði leiðsögu-engillinn. “Helvíti er nefnt
ýmsum nöfnum, af þeirri ástæðu, að það eru margskonar vistarver-
ur. Fangahúsið t. d. er sá partur Yítis, þar sem Djöfullinn var
geymdur, bundinn á höndum og fótum um þúsund ár. Sannarlegt
fangahús fyrir hann, veslinginn! En þú mátt heldur ekki gleyma
þvi, að þegar á tímum opinberarans, liafði Apollyon víðfrægt efri
parta þess með dæmafárri tímgun engispretta þar. Þig mundi undra
að sjá hinar fjölmörgu tegundir, sem honum hefir telcist að græða
þar út. 0g það var fyrir hina einstöku hepni hans í þessu tilliti, að
hann var gerður að konungi yfir skorkvikindum þessum. Hinn
heilagi skáldsagna höfundur heflr skýrt mjög ijóslega frá surnum af
hinum fyrstu tegundum, er tinguðust undir umsjón hans, En það
var að eins byrjun. Síðan heflr þessari þroskun fleygt frarn í stór-
skrefum; og einkum þó síðan hann fór að hagnýta sér uppfunding
Darwins í kynbótastefnuna, hafa framfarirnar sýnt sig Ijósast. Eg
veit ekki til að hann hafl sýnt neitt af þessum skorkvikinda tegund-
um á jörðunni síðan hann skrifaði opinbernnina. Honum fanst það
ekki gera sér mikinn hagnað er hann gerði það um það leyti. Það
voru sárfáir; sem virtust að meta að nokkru starf hans. Mörgum
stóð nokkurskonar hjátrúar-stuggur at þessurn kvikindum, og vildu
alls ckki lmfa neitt með þá sýning hans að sýsla. Og þess utan tap-
aði hann mörgum af liinum dýrmætustu tegundum, og gat aldrei
fundið þær aftur. En nú í seinni tíð höfum við þó frétt, eftir helg-
um mönnum, sem komið hafa frá jarðríki, að almenningur manna
þar mundi nú kunna betur að meta þess konar sýning heldur en á
dögum opinberárans. Og skyl.di Apollyon fá áreiðanlegar fregnir í
þá átt, þá er mjög líklegt að hann reyna að koma þar á skorkvik-
inda-sýning í annað sinn.”