Fréttablaðið - 15.01.2018, Qupperneq 4
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Hafnarfjörður Fulltrúar Samfylk-
ingar og Vinstri grænna í bæjarráði
Hafnarfjarðar segja meirihluta Sjálf-
stæðisflokks og Bjartrar framtíðar
hafa komið í veg fyrir að nýtt hjúkr-
unarheimili væri opnað snemma
árs 2016.
„Þrátt fyrir margra ára undirbún-
ingsvinnu og umtalsverða fjárfest-
ingu ákvað meirihlutinn strax í upp-
hafi þessa kjörtímabils að rjúfa þá
þverpólitísku samstöðu sem verið
hafði um byggingu hjúkrunarheim-
ilis, heilsugæslu og þjónustuíbúða
fyrir aldraða á Völlum allt frá árinu
2006,“ segir í bókun. Meirihlutinn
hafnar þessum ásökunum. – gar
Gagnrýna töf á
nýju elliheimili
Rósa
Guðbjartsdóttir,
formaður
bæjarráðs
Hafnarfjarðar.
Heilbrigðismál Sextán beiðnir
bárust barna- og unglingageðdeild
Landspítalans í fyrra vegna kynátt-
unarvanda unglinga. Þar er starfandi
transteymi sem vinnur með börnum
og unglingum að átján ára aldri sem
ekki eru sátt við það kyn sem þau
fengu úthlutað við fæðingu.
Eftirspurnin eftir þjónustu teym-
isins hefur vaxið undanfarin ár, en í
fyrra bárust einnig 16 beiðnir, tíu árið
2015, þrjár beiðnir árið 2014, fjórar
árið 2013 og sex 2012.
„Þetta er í sjálfu sér frekar nýleg
þjónusta hér. Svo þurfum við að
vinna í því að efla þetta teymi og
þurfum kannski til þess meira fjár-
magn,“ segir Guðrún Bryndís Guð-
mundsdóttir, barnageðlæknir á
BUGL. Hún segir teyminu yfirleitt
berast beiðnir vegna barna sem
komin eru á unglingsár en líka vegna
einstaka yngri barna.
Þegar leitað er eftir þjónustu frá
teyminu fer af stað ákveðið greining-
arferli sem hefst strax í fyrsta viðtali
við barnið og foreldra. Þar er útskýrt
hvað felst í greiningarferlinu. Á eftir
fylgja svo fleiri viðtöl við barnið og
viðtöl við foreldra.
Óttar Guðmundsson geðlæknir
segir fullorðnum einstaklingum sem
leita til transteymis á geðsviði líka
hafa fjölgað. Þegar byrjað var að veita
meðferð fyrir um 20 árum var gert
ráð fyrir um tveimur einstaklingum
á ári. Nú eru þeir að jafnaði tveir til
þrír í mánuði. Hann segir enga skýr-
ingu vera á þessari fjölgun. „Þetta
er alþjóðleg þróun og sést í öllum
okkar nágrannalöndum. „Þessir ein-
staklingar koma fyrr til greiningar og
það er það sem þau sjá á BUGL. Við
sjáum nákvæmlega það sama hér í
fullorðinsteyminu. Við sjáum fjölgun
þessara einstaklinga og þeir verða
yngri og yngri sem leita til okkar.“
Óttar segir ekki heldur vera neinar
nýjar kenningar um það hvað veldur
kynáttunarvandanum. „Það sem
skiptir mjög miklu máli er að upplýs-
ingaflæði nútímans sé virkt. Það sem
helst hefur breyst er að það er miklu
meira upplýsingaflæði fyrir hendi,“
segir hann.
Kynjahlutföll hafa gerbreyst á
þeim 20 árum sem liðin eru frá því
að byrjað var að veita meðferð hér.
„Þegar þetta byrjaði þá voru kynja-
hlutföllin allt önnur. Ein bíólógísk
kona á móti fimm karlmönnum.
En núna eru kynjahlutföllin svo til
þau sömu. Það er kannski 1,5 bíó-
lógískur karl á móti einni konu. Þetta
er gjörbreytt,“ segir Óttar. Konum í
kynáttunarvanda hefur því fjölgað
mikið. – jhh
Kynáttunarvandi barna eykst
Stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi voru stofnuð fyrir ellefu árum. Félagið á aðild að Samtökunum
’78 og tekur jafnan virkan þátt í hinni árlegu Gleðigöngu ásamt mörgum fleiri. FRéttablaðið/Valli
Sextán leituðu til barna-
og unglingageðdeildar
Landspítala vegna kyn-
áttunarvanda í fyrra.
Yngstu börnin sem leita
þangað eru ekki orðin
kynþroska. Fullorðnum
einstaklingum fjölgar
líka. Skýringar á fjölgun
ekki fyrir hendi.
Svo þurfum við að
vinna í því að efla
þetta teymi og þurfum
kannski til þess meira
fjármagn.
Guðrún Bryndís
Guðmundsdóttir,
barnageðlæknir á
BUGL
sKiPulagsmál Fasteignafélög og
íbúasamtök miðborgarinnar eru
meðal þeirra sem gera athugasemdir
við breytingu á aðalskipulagi mið-
bæjar Reykjavíkur vegna veitinga-
húsa og gististaða. Ýmis sjónarmið
togast á.
Fasteignafélagið Reginn, sem á
Lokastíg 2 og Þórsgötu 1 þar sem
Hótel Óðinsvé er til húsa, mótmælir
breytingu á svæðinu sem felur í
sér að ekki megi breyta núverandi
atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar í
gistiþjónustu. Þetta sé hamlandi
fyrir vöxt og viðgang núverandi hót-
els sem eigi þá ekki lengur möguleika
á að taka fleiri byggingar við eða í
næsta nágrenni undir hótelið.
„Þetta ógnar rekstri Hótels Óðins-
véa til framtíðar í samkeppni við ný
hótel og bindur hendur rekstraraðila
Hótels Óðinsvéa til að efla rekstrar-
eininguna með fjölgun herbergja.
Fasteignafélagið Reginn telur að
með þessari viðbót sé óþarflega langt
gengið í þeirri viðleitni að vernda
íbúasamfélagið í jaðri miðborgar-
kjarnans,“ segir í bréfi Regins.
Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar-
innar vill þrengri skilgreiningu á
aðalgötum og meiri takmarkanir
á veitingahúsa- og gistihúsarekstri
í miðbænum en í öðrum hverfum.
Opnunartími nærri íbúabyggð verði
ekki lengdur.
„Miðað við venju á íslenskum veit-
ingastöðum eru drykkir framreiddir
að lokunartíma og því getur háreysti
og ónæði fylgt fram yfir miðnætti,"
segir í bréfi frá Benóný Ægissyni, for-
manni íbúasamtakanna. Breytingin
var samþykkt í umhverfis- og skipu-
lagsráði í þarsíðustu viku og vísað til
borgarráðs. – gar
Reginn telur of langt gengið í að vernda íbúa miðborgarinnar
Því getur háreysti
og ónæði fylgt fram
yfir miðnætti.
Benóný Ægisson,
formaður Íbúasam-
taka Miðborgar-
innar
leiðrétting
Meðlimum þjóðkirkjunnar fækkaði
ekki um 4.477 á þremur síðustu
mánuðum ársins 2017 eins og sagði
í fyrirsögn í blaðinu á laugardag
heldur um 2.477.
lögreglumál Tímamót urðu í sögu
glæparannsókna hér á landi í síð-
ustu viku þegar lögreglunni tókst að
leysa gamalt innbrotsmál með því
samkeyra DNA-sýni við erfðaefnis-
skrá Ríkislögreglustjóra. Þetta er í
fyrsta sinn sem þessi tækni er notuð
hér á landi til að leysa glæpamál.
Lögreglan hefur á síðustu þremur
árum verið að byggja upp erfða-
efnis skrá með lífsýnum frá dæmd-
um brotamönnum og fyrir ári var
byrjað samkeyra þennan gagna-
grunn við lífsýni sem hafa fundist á
glæpavettvangi. – hks
Erfðaefnið kom
upp um þjófinn
1 5 . j a n ú a r 2 0 1 8 m á n u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
5
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
B
C
-E
D
B
0
1
E
B
C
-E
C
7
4
1
E
B
C
-E
B
3
8
1
E
B
C
-E
9
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K