Fréttablaðið - 15.01.2018, Side 11

Fréttablaðið - 15.01.2018, Side 11
Skil á upplýsingum vegna skattframtals Skila skal eftirtöldum upplýsingum vegna ársins 2017 á rafrænu formi á þjónustusíðunni skattur.is Skilafrestur er til 20. janúar Launa- og verktaka upplýsingar Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi launagreiðslur, hlunnindi (þ.m.t. kaup- og söluréttarsamningar), lífeyri, bætur, styrki, greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og vinnu) eða aðrar greiðslur (þ.m.t. umsýslu- eða umboðsgreiðslur, s.s. í ferðaþjónustu o.fl.). Einnig allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri starfsemi hafa látið launamönnum eða öðrum vélknúin ökutæki í té til afnota. Hlutafjárupplýsingar Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög og sparisjóðir. Stofnsjóðsupplýsingar Skilaskyld eru öll samlagsfélög, sameignarfélög og samvinnufélög, þ.m.t. kaupfélög. Viðskipti með hlutabréf/afleiður og önnur verðbréf Skilaskyldir eru bankar, verðbréfafyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu, umboðsviðskipti og aðra umsýslu með hlutabréf/afleiður og öll önnur verðbréf. Innstæður Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir og aðrir aðilar sem taka við fjármunum til ávöxtunar, eða hafa milligöngu um ávöxtun eða aðra ráðstöfun fjármuna. Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi Skilaskyld eru öll hlutafélög sem gert hafa kaupréttarsamninga við starfsmenn sína samkvæmt staðfestri kaupréttaráætlun. Sama á við um söluréttar samninga. Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem bera takmarkaða skattskyldu hér á landi. Lánaupp lýsingar Bankalán, fasteignaveðlán, bílalán og önnur lán. Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir (bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög, fjármögnunarleigur o.s.frv.) sem hafa lánað fé til einstakl inga og lögaðila. Greiðslur fyrir leigu eða afnot Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum eða öðrum réttindum. Einnig þeir sem hafa í atvinnuskyni milligöngu um útleigu. Fjármagnstekjur Þeir aðilar sem innheimt hafa vexti skulu skila upplýsingum um slíkar fjármagnstekjur og tilgreina sundurliðun á móttakendur og þá staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts sem haldið hefur verið eftir. Hér er einkum um að ræða innheimtu aðila, t.d. lögmannsstofur. Staðfesting á tilteknum hlutabréfakaupum (listi yfir þátttakendur) Skilaskyld eru öll hlutafélög og einkahlutafélög sem fengið hafa staðfestingu ríkisskattstjóra á að þau uppfylli skilyrði fyrir því að kaup einstaklinga á hlutum í hlutafjáraukningu félagsins geti veitt rétt til skattfrádráttar sbr. B-lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003. 2018 Nánari upplýsingar á rsk.is 442 1000 Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 rsk@rsk.is S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ð 11M Á N U D A G U r 1 5 . j A N ú A r 2 0 1 8 FótBoLti Albert Guðmundsson varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir íslenska landsliðið í fimm ár þegar það vann 1-4 sigur á U-23 ára liði Indónesíu í vináttu- landsleik í Djakarta í gær. Albert byrjaði leikinn á vara- mannabekknum en kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 27. mínútu. Tveimur mínútum síðar kom Ilham Udin Armayn Indónesíu yfir eftir skelfileg mistök Rúnars Alex Rúnars- sonar í marki Íslands. Þegar tvær mín- útur voru komnar fram yfir venju- legan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Albert metin þegar hann fylgdi eftir skoti sem markvörður Indónesa varði frá honum. Arnór Smárason kom Íslandi yfir á 58. mínútu með sínu þriðja landsliðsmarki. Sex mínútum síðar fiskaði Albert vítaspyrnu. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Á 71. mínútu skoraði Albert svo sitt þriðja mark og fjórða mark Íslands. Fleiri urðu mörkin ekki og Ísland vann því öruggan sigur, 1-4. Ísland vann úrvalslið Indónesíu á fimmtu- daginn, 0-6, og þá lagði Albert upp fjögur mörk. Ekki amalegir leikir hjá stráknum sem gerir sterkt tilkall til að vera í íslenska hópnum sem fer á HM í Rússlandi í sumar. Albert er tíundi leikmaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska A-lands- liðið og sá fyrsti sem afrekar það síðan Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrjú mörk í frægu 4-4 jafn- tefli Íslands og Sviss í Bern 2013. Það er jafnframt eina þrenna Íslendings í mótsleik. – iþs Fyrsta þrenna landsliðsmanns frá því í Bern 2013 Mané fagnar eftir að hafa komið Liverpool í 3-1. Nordicphotos/getty 7 Albert Guðmundsson kom með beinum hætti að sjö mörkum í leikjunum tveimur gegn Indónesíu. FótBoLti Liverpool varð í gær fyrsta liðið til að bera sigurorð af Man- chester City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Leikar fóru 4-3, Liver- pool í vil. Rauði herinn er á blúss- andi siglingu og kominn upp í 3. sæti deildarinnar. Alex Oxlade-Chamberlain kom Liverpool yfir á 9. mínútu en Leroy Sané jafnaði rétt fyrir hálfleik. Liver- pool setti í fluggírinn í seinni hálfleik og skoraði þrjú mörk á níu mínútum. Roberto Firmino, Sadio Mané og Mohamed Salah gerðu mörkin. Bernardo Silva og Ilkay Gündogan hleyptu spennu í leikinn með tveim- ur mörkum undir lokin en Liverpool hélt út og fagnaði sigri. – iþs Liverpool fyrst til að vinna City SUND Hrafnhildur Lúthersdóttir er hætt keppni á stórmótum erlendis. Hún er 26 ára. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sem keppir einnig fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar, hefur tekið sömu ákvörðun. Hrafnhildur og Ingibjörg greindu frá þessu  á þakkargjörðarhátíð í Ásvallalaug í gær. Þær leggja báðar stund á háskólanám. Hrafnhildur hefur náð frábærum árangri  á síðustu árum, sérstak- lega árið 2016. Þá vann hún þrenn verðlaun á EM í London og lenti í 6. sæti í úrslitum í 100 metra bringu- sundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Hrafnhildur endaði í 5. sæti í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í desember. Það reyndist henn- ar síðasta stórmót á ferlinum. – iþs Hætt að keppa á stórmótum hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona Ricardo rekinn körFUBoLti Skallagrímur rak um helgina Ricardo González Dávila úr starfi þjálfara kvennaliðs og yngri flokka félagsins. Spánverjinn tók við Skallagrími af landa sínum Manuel Rodríguez fyrir tímabilið. Hann skilur við Skalla- grím í 6. sæti Domino’s-deildar kvenna. Borgnesingar hafa unnið sjö deildarleiki og tapað átta í vetur. Ricardo stýrði Skallagrími í síð- asta sinn þegar liðið tapaði fyrir Njarðvík í undanúrslitum Malt- bikarsins á fimmtudaginn. Leikhlé Ricardos í þeim leik þóttu ansi sér- stök en svo virtist sem strengurinn milli þjálfara og leikmanna væri brostinn. Í tilkynningu frá Skallagrími kom fram að unnið væri að ráðningu nýs þjálfara kvennaliðsins. – iþs 1 5 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B C -D E E 0 1 E B C -D D A 4 1 E B C -D C 6 8 1 E B C -D B 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.