Fréttatíminn - 24.03.2017, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017
Reykjavík Áfengisfrumvarpið styð-
ur við bíllausan lífsstíl og stuðlar
að því að þjónusta við íbúa sé bætt
í einstökum hverfum borgarinnar.
Skipulagsyfirvöld hjá borginni
taka því vel í áfengisfrumvarpið í
umsögn sinni til Alþingis.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Í umsögn umhverfis- og skipulags-
sviðs um áfengisfrumvarpið, sem
gerir ráð fyrir að afnema einkaleyfi
ÁTVR af áfengissölu, þannig að mat-
vöruverslunum sé frjáls að selja það,
kemur fram að óumdeilt sé að vín
og annað áfengi sé neysluvarningur
og innkaup á því sé hluti af neyslu-
mynstri stórs hluta borgarbúa. „Bætt
aðgengi að þessum neysluvarningi, í
formi fjölgunar staða sem hægt er að
gera innkaup á áfengi, samræmist því
vel þeim markmiðum.“
Þetta er skoðun umhverfis- og
skipulagssviðs Reykjavíkur sem hef-
ur sent frá sér umsögn um frum-
varpið til allsherjarnefndar Alþing-
is sem fjallar um frumvarpið. Rétt
er að geta þess að fulltrúar Vinstri
grænna og Framsóknarmanna sátu
hjá í nefndinni þegar tillagan var af-
greidd.”
Borgarstjórn felldi hinsvegar til-
lögu Hildar Sverrisdóttir borgar-
fulltrúa og alþingismanns Sjálf-
stæðisflokksins sem raunar er einn
flutningsmanna. Hún sagði þar að
smásöluverslun með áfengi í einhvers
konar mynd styddi við sjálfbærni
hverfa. Vilji borgarstjórnar hlyti því
að standa til þess að stuðla að fram-
gangi markmiða aðalskipulags síns
og hvetja Alþingi til að taka mið af því
í meðförum málsins á Alþingi
Formaður umhverfis og skipulags-
ráðs var einn þeirra sem greiddi at-
kvæði gegn tillögunni. „Ég er ekkert
að taka afstöðu til þess hvort ríkið
eigi að eiga einkarétt á áfengissölu.
Það er hinsvegar gott fyrir skipulags-
málin að fjölga áfengisútsölum,“ seg-
ir Hjálmar og bendir á að það séu
14.500 Reykvíkingar bak við hverja
áfengisútsölu en 2500 í Hveragerði.
Skipulagsyfirvöld: Áfengisfrumvarpið
styður við bíllausan lífsstíl Borgarstjórn felldi tillögu Hildar Sverr-isdóttur borgarfull-
trúa Sjálfstæðis-
flokksins sem vildi að
borgarstjórn ályktaði
um að áfengisfrum-
varpinu yrði tryggður
framgangur á Alþingi.
Hjálmar Sveinsson taldi frumvarpið já-
kvætt hvað varðar bíllausan lífsstíl og
nærþjónustu í hverfum borgarinnar.
Heilbrigðismál „Um miðjan
mánuðinn þegar ég hringdi til að
panta blóðtöku á Heilsugæslunni
á Sólvangi, tilkynnti ritarinn mér
að þeir væru hættir að taka blóð
á heilsugæslunni, það væri svo
dýrt fyrir samfélagið.“ Þetta segir
Árelíus Örn Þórðarson sem þarf
að láta tappa af sér blóði á þriggja
vikna fresti, þar sem hann er með
of hátt járn í blóði.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Árelíus Örn greiddi vanalega
1200 krónur fyrir skiptið en eftir
breytinguna þarf að hann að fara
til sérfræðings á Læknasetrinu
og greiða 9000 krónur. „Lækn-
irinn var steinhissa,“ segir Árelíus.
„Hann sagði samt að Heilsugæslan
á Sólvangi hefði verið síðasta rík-
isrekna stofnunin til að aðstoða
veikt fólk með blóðsjúkdóm. Ég á
ansi bágt með að trúa því að það
sé ódýrara fyrir samfélagið að láta
sérfræðinga á einkastofum annast
þetta. Í það minnsta er það níu sinn-
um dýrara fyrir mig. Ég er ágætlega
settur, en margt fólk þyrfti eflaust
að neita sér um þetta að óbreyttu,
vegna efnahags. Er ekki ódýrara
fyrir samfélagið hafa fólk við sæmi-
lega heilsu,“ segir Árelíus.
Heiða Davíðsdóttir svæðisstjóri
Heilsugæslustöðvarinnar á Sól-
vangi staðfesti að þessari þjónustu
hefði verið hætt í bili þar sem hún
hefði verið of kostnaðarsöm fyrir
heilsugæslustöðina sem væri í raun
að borga með þessu. „Við viljum
hinsvegar mjög gjarnan veita þessa
þjónustu og höfum barist fyrir því
að halda henni inni. Það standa
þó enn vonir til þess að stjórnvöld
sýni þessu skilning og taki meiri
þátt kostnaðinum. Stjórnvöld eru
að skoða það.“
Ódýrara fyrir samfélagið
Árelíus Örn þarf að láta tappa af sér blóði á þriggja vikna fresti. Það kostar nú
9000 skiptið.
Stjórnmál/Viðskipti Benedikt
Gíslason fór frá því að vera
aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar
um losun gjaldeyrishafta og
samninga við kröfuhafa bank-
anna og yfir í að vera ráðgjafi
kröfuhafanna. Hagsmunir hans
og 30 annarra starfsmanna
Kaupþings ehf. eru að selja Arion
banka á eins háu verði og hugsast
getur. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
stjórnsýslufræðingur segir mikil-
vægt fyrir almannahagsmuni að
setja reglur um hvenær opinberir
starfsmenn megi hefja störf fyrir
einkaðila.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Benedikt Gíslason, ráðgjafi og
stjórnarformaður í eignarhaldsfé-
laginu Kaupþingi ehf., getur hagn-
ast persónulega á sölu félagsins á
Arion banka eins og um 30 aðrir
starfsmenn félagsins, ef vel geng-
ur. Starfsmennirnir munu geta
skipt með sér allt að 9,3 milljónum
punda, tæplega 1300 milljónum
króna, ef vel gengur að koma eign-
um fyrirtækisins á Íslandi, meðal
annars Arion banka, í verð. Eigend-
ur Kaupþings ehf. eru kröfuhafar
Kaupþings banka.
Benedikt Gíslason svaraði ekki
spurningunum sem Fréttatíminn
sendi honum í tölvupósti. Upplýs-
ingafulltrúi Kaupþings ehf., Davíð
Stefánsson, gerði það ekki held-
ur. Fréttatíminn spurði þá meðal
annars hversu mikið af 1300 millj-
óna króna bónusunum Benedikt
gæti átt von á að fá í eigin vasa.
Greint var frá sölunni á rúm-
lega 29 prósenta hlut Kaupþings
ehf. í Arion í vikunni fyrir tæplega
49 milljarða króna og renna fjár-
munirnir til þess að greiða niður
hluta stöðugleikaframlags í rík-
issjóð Íslands upp á 84 milljarða
króna. Kaupþing heldur eftir tæp-
lega 58 prósenta hlut í Arion.
Staða Benedikts er önnur en
annarra starfsmanna Kaupþings
ehf. þar sem hann starfaði sem að-
stoðarmaður Bjarna Benediktsson-
ar, þáverandi fjármálaráðherra, um
hríð á síðasta kjörtímabili og var
sérstakur ráðgjafi hans við losun
gjaldeyrishaftanna. Í þeirri vinnu
skiptu eignir kröfuhafa bankanna á
Íslandi og meðferð þeirra verulegu
máli og var samið um þau sérstak-
lega með greiðslu stöðugleikafram-
laga í ríkissjóð.
Í lok maí á síðasta ári sendi
efnahags- og viðskiptanefnd
frá sér nefndarálit um meðferð
af landskróna vegna gjaldeyris-
haftanna og var Benedikt kynntur í
því skjali sem einn af sérfræðingun-
um sem nefndin ræddi við og starfs-
maður fjármálaráðuneytisins. Rúm-
um þremur mánuðum síðar var
sagt frá því í fjölmiðlum að Benedikt
yrði sérstakur ráðgjafi eignarhalds-
félagsins Kaupþings ehf., sem með-
al annars er í eigu þeirra fjögurra
aðila sem keyptu hlutabréfin í Arion
banka í vikunni.
Benedikt fór því beint frá því að
gegna trúnaðarstörfum fyrir fjár-
málaráðherra í ríkisstjórn Íslands
yfir í að vinna fyrir kröfuhafa Kaup-
þings. Á ensku er það kallað „revol-
ving door“ þegar stjórnmálamenn
hefja störf fyrir einkaðila strax eða
skömmu eftir að hafa lokið störfum
sínum sem fulltrúar almennings.
Þeir geta haft þekkingu, sambönd,
reynslu og/eða búið yfir upplýs-
ingum um samfélagið vegna starfa
sinn sem stjórnmálamenn sem geta
komið sér vel fyrir einkafyrirtækin.
Engin lög eða reglur hafa verið sett
um þetta á Íslandi fyrir stjórnmála-
menn, aðstoðarmenn þeirra, ráð-
gjafa eða opinbera embættismenn
á Íslandi en umræða um mikilvægi
slíkrar laga- og reglusetningar hefur
farið fram í Svíþjóð til dæmis.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
stjórnsýslufræðingur segir að hún
telji að þetta mál, og ýmis önnur
sem komið hafa upp á Íslandi, sýni
fram á mikilvægi þess að settar
verði reglur um hversu langur tími
þurfi að líða frá því að einstaklingur
sem starfað hefur fyrir hið opinbera
og sem kann að búa yfir trúnaðar-
upplýsingum sem varða almanna-
hag ráði sig í vinnu hjá einkaðila.
Hún segir að slíkar reglur séu í gildi
bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi.
„Mér finnst að það eigi að setja slík-
ar reglur, þær eru til erlendis. Þetta
eru bara spillingarvarnir: Að menn
séu ekki í þeirri stöðu að geta skað-
að almannahagsmuni þegar fara
úr vinnu frá hinu opinbera og til
einkaaðila. Þetta er bara spurning
um trúverðugleika.“
Getur hagnast á sölu
Arion en sat beggja
vegna borðsins
Benedikt Gíslason var einn helsti sérfræðingur ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyris-
hafta og átti þátt í búa til stöðugleikaskilyrðin sem kröfuhafar bankanna þurfa að gangast
undir. Nú er hann ráðgjafi kröfuhafanna Kaupþings í sölunni á Arion banka.