Fréttatíminn - 24.03.2017, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 24.03.2017, Blaðsíða 27
| 27FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017 Það tók Dagnýju Rut Haralds- dóttur tíu ár að læra að takast á við ofsakvíða. Nú kann hún að grípa í taumana áður en kvíðinn blossar upp. Hún segir hugræna atferl- ismeðferð hafa hjálpað sér mest en mataræði og regluleg hreyfing skipti sköpum. „Þegar ég var greind með ofsa- kvíða, árið 2004, var kvíði ekkert í umræðunni. Ég þurfti í raun að ganga á milli sérfræðinga til að fá greiningu. Svo fékk ég loks þetta nafn, ofsakvíða, og þá gat ég farið að leita mér upplýsinga. Þær voru mjög takmarkaðar á þeim tíma og ég þurfti sjálf að biðja um tilvísun til sálfræðings til að gera eitthvað í málinu. Þar hófst vinnan fyrir alvöru,“ segir Dagný. Hjá sálfræðingnum fór Dagný í mikla sjálfskoðun og lærði um eðli ofsakvíða. „Sálfræðingurinn veitti mér hugræna atferlismeðferð og samhliða því las ég mig til um kvíða. Ég róaðist við að lesa fræði- greinar sem lýstu einkennunum og það sló á hræðslu mína við þau.“ Dagný segir að það sé ekkert eitt sem valdi henni kvíða. „Ég held bara að ég hafi alltaf verið kvíð- in, alveg frá því ég var barn. Það þekktist ekki þá. Ég áttaði mig á því í sálfræðimeðferðinni að kvíðinn hafði verið lengi að gerjast. Svo árið 2004 var ég í erfiðri fjarbúð og á fyrsta ári í mjög krefjandi námi og það ýtti mér fram af brúninni.“ Ofsakvíði Dagnýjar hefur komið í köstum sem eru misslæm. „Oftast byrja þau á því að ég fæ óraun- veruleikatilfinningu og upplifi að ég sé ekki á staðnum. Þegar kastið byrjar verður hjartslátturinn ör og Erfiðustu ráðin reyndust best „Ég hef lært að ef mataræðið fer úr skorðum og hreyfingarleysið verður mikið, þá er alltaf stutt í kvíðann,“ segir Dagný Rut Haraldsdóttir. Mynd | Hari Hvað þú ættir að gera ef einhver í fjölskyldunni þjáist af ofsakvíða ○ Ekki gera ráð fyrir því að þú vitir best hvers einstaklingurinn þarfnast, spurðu hann/hana. ○ Reyndu að forðast óvæntar uppákomur. ○ Ekki reyna að stjórna því hversu hraður batinn er, leyfðu viðkom- andi að ná bata á eigin hraða. ○ Reyndu að finna eitthvað já- kvætt í öllu. Ef viðkomandi fer hálfa leið að settu marki, snýr til dæmis við miðja vegu í kvikmyndahús eða samkvæmi, skaltu líta á það sem árangur. Ekki láta viðkomandi finnast hann hafa brugðist vonum þín- um. ○ Ekki auðvelda forðun. Hvettu einstaklinginn til að taka eitt skref í áttina að því sem hann vill forðast. ○ Ekki fórna eigin lífi og ala á gremju. ○ Reyndu að halda ró þinni þegar viðkomandi fær kvíðakast. ○ Mundu að það er eðlilegt að þú hafir áhyggjur fyrir hönd við- komandi og sért ef til vill kvíð- in/n. ○ Sýndu þolgæði og skilning en sættu þig ekki við að einstak- lingurinn verði ósjálfbjarga. ○ Segðu eitthvað uppörvandi, eins og „Þú getur gert þetta þótt þér líði illa. Ég er stolt/ur af þér. Get ég gert eitthvað fyrir þig? And- aðu hægt og rólega. Einbeittu þér að stað og stund. Það eru ekki aðstæðurnar sem eru að angra þig heldur hugsanir þínar. Ég veit að þér líður hræðilega, en þér er ekki hætta búin. Þú er hugrökk/hugrakkur.“ Heimild: persona.is þá verð ég alltaf alveg viss um að ég sé að fá hjartaáfall. Það tók mig ótal tíma hjá sérfræðingum og hjarta- læknum að komast að því að það er ekkert að hjartanu í mér. Ég var svo viss um að læknunum yfirsæist eitt- hvað. Ég er ábyggilega með mest skoðaða heilbrigða hjarta í heimi. Þessi ítrekuðu ofsakvíðaköst leiddu svo til mjög mikillar vöðvaspennu milli rifbeina og ollu því að ég var með sífelldan verk fyrir brjóstinu. Og ég hélt auðvitað að það væri eitthvað stórhættulegt líka.“ Dagný segir að hræðslan hafi byggt á ranghugmyndum og hún hafi með mikilli vinnu greint þær og yfirunnið. Eftir tíu ár hafi hún náð stjórninni af kvíðanum. Hvaða ráð getur þú gefið öðrum sem glíma við ofsakvíða? „Hugræna atferlismeðferðin hefur reynst mér gríðarlega sterkt vopn. Með sjálfskoðun hef ég lært hvað það er sem kemur kvíðanum af stað. Nú get ég gripið í taumana miklu fyrr. Svo reyndust ráðin vel sem mér þótti erfiðast að heyra. Að fara út og hreyfa mig þegar mér leið sem verst eða fá mér möndlur í staðinn fyrir Snickers. Ég hef lært að ef mataræðið fer úr skorðum og hreyfingarleysið verður mikið, þá er alltaf stutt í kvíðann.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.