Fréttatíminn - 24.03.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 24.03.2017, Blaðsíða 46
Í dag vakna ég og fer beint út í garð og tek þrjú sett af Wim Hof djúpöndun og enda síðasta settið á armbeygjum. Tek svo oft höfuðstöðu eða handstöð- ur eftir það, því það er svo gott að fá blóðflæðið þarna upp. Svo köld sturta,“ segir Sölvi Avó Pétursson þegar hann er fyrst spurður um það hvernig hann byrjar hvern dag. Hvað færðu þér oftast í morgunmat? „Þessa dagana er ég að fá mér Bulletproof kaffi með smjöri og MCT kókosfitu. Þetta hentar fullkomlega sem morgunmatur. Ég hef svo farið allan skalann í gegnum tíðina með að prófa mig áfram með hvað gefur besta orku. Allt frá hafragraut með rjóma og kindakæfu í ofurfæðis hrá- fæði sjeika.“ Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Ég á dálítið erfitt með að stunda „rútínu“ líkamsrækt, fæ alveg nóg af rútínum í vinnunni. Stuttar sprett- og lyftingaæfingar er eitt- hvað sem ég gæti tileinkað mér og hlakka til að gera meira af því. Ég hreyfi mig fyrst og fremst til að fá orku, slökun og skemmtun. Það sem er í uppáhaldi er jóga, fjallgöngur, dans og heitt og kalt þjálfun.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég er svo heppinn að vera með kort í Laugar Spa, það er alltaf gott að lenda þar. Annars að fara í heita laug úti á landi, eða jafnvel kalda, vera úti í náttúrunni eða fara upp í bústað. Ég leita mikið í jóga og hug- leiðslu einmitt af því að það er svo góð slökun, gott að stilla sig af með að samhæfa andardrátt og hreyf- ingu.“ Lumar þú á góðu heilsuráði sem hefur reynst þér vel í gegnum tíðina? „Borða einfalt og einbeita sér að orkunni, er það ekki aðal ástæð- an fyrir því að við erum að borða? Forðast kemíska kokteilinn, minna af númerum og orðum sem þú veist ekki hvað þýðir. Ef það er eitthvað í matvælunum eða snyrtivörunni sem þú veist ekki hvað er, leggðu það þá aftur á hilluna og farðu heim og rannsakaðu málið betur. Af hverju að kaupa eitthvað sem gæti verið meinlaust, en þú þarft ekkert á því að halda.“ Hvert er skrýtnasta heilsuráð sem þú hefur heyrt? „Rakakrem hefur mér alltaf fund- ist dálítið skrýtið, kemískur kok- teill til að gefa raka. Ég hef náttúr- lega aldrei notað svoleiðis, skil ekki tvistið. Sólarvörn vekur líka hjá mér kjánahroll, kemískur kokteill til að verjast sólinni. Ég hef ekki ennþá fundið betri sólarvörn/aftersun en kaldpressaða kókosolíu á mína húð. Jú, ef ég væri að fljúga beint frá Ís- landi til Afríku myndi ég nota sólar- vörn fyrstu dagana, og velja náttúru- legasta kostinn, með kókosolíunni.“ Hvað gerirðu þegar þú vilt gera vel við þig? „Fer í spa-ið. Þegar kemur að mat, þá eru í sérstöku uppáhaldi hráfæði- -ísarnir úr eftirréttabókinni hennar Sollu.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Í dag fæ ég mér zinc, magnesium og glutathione (þegar ég á það til) sem mér finnst allt hafa góð áhrif á svefninn. Ég slekk á wifi-bylgjum og skil tölvuna og símann eftir í stof- unni. Ég á reyndar stundum erfitt með það. Ég hef tileinkað mér góð ráð fyrir góðan svefn upp á síðkastið sem ég hef lesið um meðal annars í bullet- proof lífstílnum. Það eru áhuga- verð fræði sem koma inn á svokall- að „biohacking“ þar sem fylgja góð ráð fyrir betri svefn, líkamsrækt og mataræði.“ Sölvi Avó og Sölvi Tryggvason fjöl- miðlamaður verða með Bulletproof- námskeið á laugardaginn, 25. mars, á Gló í Fákafeni. Námskeiðið hefst klukk- an ellefu og þar verða kennt handtökin við að búa til Bulletproof kaffi og farið í gegnum mataræðið og lífsstílinn í kringum það. Þetta er í annað sinn sem þeir félagar halda svona námskeið en það fyrsta þótti heppnast gríðarlega vel. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið má finna á Enter.is. Byrjar daginn á djúp- öndun, armbeygjum og kaldri sturtu Sölvi Avó Pétursson og félagi hans og nafni Sölvi Tryggvason halda Bulletproof-námskeið á Gló í Fákafeni á laugardaginn. Sölvi Avó er næringarþerapisti og hláturjógaleiðbeinandi og hefur verið lýst sem heilsuhippa. Við yfirheyrðum Sölva Avó um heilsuvenjur hans. Félagarnir Sölvi Avó og Sölvi Tryggva halda Bulletproof-námskeið á Gló í Fákafeni á laugardaginn. FÖSTUDAGUR 24. MARS 20172 HEILSA Ég hreyfi mig fyrst og fremst til að fá orku, slökun og skemmtun. MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu ALLT UM HLAUP Þann 31. mars Elsa Kristinsdóttir elsa@frettatiminn.is Íslensk menning Þann 7. apríl Gauti Skúlason | gauti@frettatiminn.is Guðbjarni Traustason | gt@frettatiminn.is VIÐHALD HÚSA ÞANN 8. APRÍL Gauti Skúlason gauti@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.