Fréttatíminn - 24.03.2017, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 24.03.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017 Mismunun innan kerfisins Þetta tvöfalda kerfi gerir það að verkum að fólk sem er tryggt í al- mannatryggingakerfinu og fólk sem er með tryggingu hjá einka- fyrirtækjum þarf kannski að sækja sér heilbrigðisþjónustu hjá sama aðilanum, einkareknum heilbrigð- isfyrirtækjum sem eru fjármögn- uð af opinberum aðilum í Svíþjóð. Þessi einkareknu fyrirtæki geti valið að taka þá sem eru með heil- brigðistryggingu hjá einkafyrir- tækjum fram yfir þá sem eru með heilbrigðistryggingu hjá opinber- um aðilum í biðröðinni eftir að- gerðum hjá fyrirtækjunum. Einn hvati fyrir einkareknu heilbrigðis- fyrirtækin til að velja viðskiptavini sem eru sjúkratryggðir hjá einka- fyrirtækjum fram yfir þá sem eru með opinbera tryggingu er að fyr- irtæki þeirra fá hærri greiðslur fyrir að þjónusta þá sem eru með tryggingu hjá einkafyrirtækjum. Ástæðan er sú að þeir sem eru með heilbrigðistryggingu frá einkafyrirtæki er mörgum hverj- um tryggð heilbrigðisþjónusta innan 20 daga frá því beðið er um hana á meðan engin slík tíma- mörk gilda fyrir þá sem eru sjúkra- tryggðir í gegnum opinbera kerf- ið í Svíþjóð. Einstaklingur sem er sjúkratryggður hjá einkafyrirtæki getur því fengið heilbrigðisþjón- ustu á innan við 20 dögum hjá einkareknu lækningafyrirtæki sem öðrum þræði, og kannski að mestu leyti, er fjármagnað með opinberu fé í gegnum sjúkratryggingar Sví- þjóðar á meðan einstaklingur sem er með sjúkratryggingu hjá hinu opinbera þarf að bíða áfram. Með lagabreytingu ríkisstjórn- ar Stefans Löfvens er tilgreint að veita eigi heilbrigðisþjónustu sem byggir á því að allir séu álitnir jafn mikils virði að lögum og að horfa eigi til þess hver þurfi mest á heil- brigðisþjónustu að halda þegar slík þjónusta er veitt. Þau einkafyrir- tæki í heilbrigðisgeiranum sem eru fjármögnuð með opinberu fé munu ekki geta tekið fólk sem er með sjúkratryggingu hjá einkafyr- irtæki fram yfir þá sem eru með opinbera sjúkratryggingu í biðröð- inni eftir heilbrigðisþjónustu. Háskólasjúkrahús ekki einkarekin Í sömu lögum, sem taka gildi 1. júlí 2017, verður ákvæði sem bannar að starfsemi háskólasjúkrahúsa verði boðin út til einkaaðila. Tals- verð umræða fer nú fram í Svíþjóð um hvernig hægt sé að minnka biðlista eftir aðgerðum á sænskum sjúkrahúsum og er ein hugmyndin sú að setja fleiri sjúkrahús í Svíþjóð í einkarekstur. Fyrir í landinu eru einkarekin sjúkrahús eins og St Göran ś í Stokkhólmi sem er í eigu fjárfestingarsjóða á lágskattasvæð- inu Jersey í gegnum einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Capio. Þetta er meðal þess sem formaður Frjáls- lynda flokksins (Liberalerna), Jan Björklund, hefur lagt til en hann vill að fimm sjúkrahús í landinu til viðbótar verði boðin út til einkað- ila. Ísland horfir til Svíþjóðar Umræða um grundvallaratriði í sænska heilbrigðiskerfinu fer því fram á sama tíma og slík umræða á sér stað á Íslandi. Ísland horfir tals- vert til Svíþjóðar sem fyrirmynd- ar í heilbrigðismálum, þar opnaði fyrsta einkarekna sjúkrahúsið fyrir tæpum 20 árum, árið 1999. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ræður nú ráðum sínum um hvort hann eigi að heimila opnun einkarekins sjúkrahúss á Íslandi sem kostað verður í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Fyrirtækið Klíníkin í Ár- múlanum vill fá að opna slíkt sjúkrahús og gera þar aðgerðir eins og mjaðmaskipti sem hingað til hafa aðeins verið gerðar á rík- isreknum sjúkrahúsum á Íslandi. Fjölmörg einkarekin lækninga- fyrirtæki eru auk þess í Svíþjóð þar sem kostnaðurinn við þjónustu þeirra er greiddur af sænska ríkinu fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Sú þróun að læknar séu í stofu- rekstri, jafnvel samhliða störfum á ríkisreknum sjúkrahúsum, hef- ur einnig átt sér stað á Íslandi og er sérstakur samningur íslenskra lækna við Sjúkratryggingar Íslands sem gildir um slíka starfsemi. Í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um starfsemi Landspít- alans í fyrra var bent á að að hlut- fall sérfræðilækna í hlutastörfum á Landspítalanum væri talsvert hærra en í löndum sem Ísland ber sig saman við - 30 prósent miðað við 3 prósent á Karolinska-sjúkra- húsinu í Stokkhólmi. Ástæðan er sú að laun sérfræðilækna geta verið hærri í einkarekstri og vinnutím- inn sveigjanlegri. Ein af niðurstöð- um skýrslunnar var að fjölga þyrfti sérfræðingum í fullu starfi á spítal- anum. „Landspítalinn þarf að hafa fleiri sérfræðilækna í fullu starfi.“ Mikill og aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á Íslandi grefur hins vegar undan þessu markmiði sem McKinsey nefnir. Þar af leið- andi gefur einkareksturinn einnig undan Landspítalanum. Í Svíþjóð er auk þess svokallað heilsugæsluval (vårdval) þar sem sjúkratryggðir einstaklingar geta ráðið til hvaða heilsugæslustöðva þeir leita og flyst fjármagnið frá sænskum sjúkratryggingunum með þeim á milli heilsugæslu- stöðva ef svo ber undir. Á síðasta kjörtímabili ákvað Kristján Þór Júl- íusson, þáverandi heilbrigðisráð- herra, að innleiða hugmyndina um heilsugæsluval í heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu samhliða því að samið var um opnun þriggja nýrra heilsugæslustöðva. Innan heilsugæslunnar á Íslandi er þró- unin því einnig í einkarekstrarátt. Kynnt á næstu dögum Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðar- maður Óttarrs Proppé heilbrigðis- ráðherra, segir að ákvörðun Óttarrs verði kynnt á næstu dögum. Hann segir að ákvörðunin verði tilkynnt fjölmiðlum með fréttatilkynningu á föstudaginn 24. mars eða eftir helgi, dagana 27. til 29. mars. Hver ákvörðunin verður fæst eðlilega ekki uppgefið að sinni. Eitt af því sem er alveg ljóst út frá reynslu Svía er að skref í átt til aukinnar einkavæðingar leiða yf- irleitt svo til frekari skrefa í átt til aukinnar einkavæðingar. Dæmi um þetta eru sjúkratryggingarn- ar frá einkafyrirtækjum þar sem dýrari þjónusta leiðir til þess að fólk sem er tryggt af einkafyr- irtækjum þarf ekki að bíða eins lengi eftir heilbrigðisþjónustu og aðrir í vissum tilfellum. Þetta á vitanlega ekki við um þjónustu á ríkisreknum spítölum heldur að- eins hjá einkafyrirtækjum á heil- brigðissviði. En vegna þess hversu langt Svíar eru komnir í einka- rekstrarátt í heilbrigðismálum þá framkvæma einkafyrirtæki mjög margar aðgerðir, til dæmis þyngri bæklunarskurðaðgerðir eins og mjaðmaskiptaaðgerðir. Þannig getur fólk með sjúkratryggingar hjá einkafyrirtækjum, kerfi sem er afleiðing aukinnar einkavæð- ingar í heilbrigðiskerfinu, komist fyrr í aðgerðir hjá fleiri og fleiri einkareknum heilbrigðisfyrirtækj- um sem hafa tekið til starfa vegna þeirrar þróunar sem verið hefur í sænsku samfélagi að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé af hinu góða. Þannig komast alltaf fleiri og fleiri framhjá opinberu biðröðinni eftir ólíkum aðgerðum. Af hverju ætti rekstur Klíník- urinnar í framtíðinni til dæmis að einkskorðast við þær aðgerðir sem Óttarr Proppé mun samþykkja - ef hann gerir það - að heimila fyrir- tækinu að gera með fjármunum frá Sjúkratryggingum Íslands? Árin 2014 og 2015 reyndi Klíník- in til dæmis að fá leyfi þáverandi heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, til að gera brjóstak- urðaðgerðir á krabbameinssjúk- um konum, aðgerðir sem hingað til hafa aðeins verið gerðar á rík- isreknum sjúkrahúsum á Íslandi. Kristján Þór sagði nei þá. En ef Óttarr segir já nú verður komið fordæmi fyrir því að sjúkrahús- þjónusta sé veitt í einkarekstri á Íslandi. Af hverju þá ekki hjarta- aðgerðir, brjóstaskurðaðgerðir, heilaskurðaðgerðir eða ígræðslur á nýra eða lifur? Þess vegna er for- dæmið sem ákvörðun Óttars hefur svo mikið: Ákvörðunin er fordæm- isgefandi. Ísland horfir talsvert til Svíþjóðar sem fyrirmyndar í heilbrigðismálum, þar opnaði fyrsta einkarekna sjúkrahúsið fyrir tæpum 20 árum, árið 1999. Fordæmisgildi ákvörðunar Óttarrs Proppé er mikið og hafa þess konar aðgerðir og Klíníkin vill nú fá að gera með kostun Sjúkratrygginga Íslands ekki áður verið gerðar utan ríkisrekinna sjúkrahúsa. Mynd | Hari Stefan Löfven, for- sætisráðherra Sví- þjóðar, vill nú reyna að vinna gegn einka- rekstrarvæðingunni í landinu með því að banna einkareknum heilbrigðisfyrirtækj- um sem fá opinbert fé að taka fólk með sjúkratryggingu frá einkafyrirtækjum fram fyrir í röðinni. EINKAVÆÐING HEILBRIGÐISKERFISINS

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.