Ljósið - 13.03.1908, Blaðsíða 6

Ljósið - 13.03.1908, Blaðsíða 6
54 LJÓSIÐ Um vort landið frelsið fer, frelsið má ei banna. Kær guð-faðir Kristur er, kongur alheimanna. Klerka vorra er kenning ilí, kreddu-trú frá sprottin. Börnum ekki blóta vill blessaður þeirra drottinn. Það öll skiiji þjóðin slyng, þjóð á landi fanna, að heim gefur upplýsing alheims faðir manna. Hrinur gamall heiðinn múr, hiýðið orðum mínum: Kastar ekki Kristur trúr kærleiks-börnum sínum. Valdi tapa þjóðir þær, þræla trú sem ala. Kristinn heimur frelsið fær, frjálslega skal tala. Sýslum vel um sannleikann, sízt má frelsið banna. Almáttuga alvizkan eykur vitið manna. Herrann góður blessar bú, bræðra þroskast andi. Gott er að hljóta góða trú, gamall svíkur fjandi. Gömlu neti’ í festi fót, frelsis margur vinur. Bókstafs-trúin blind og ljót þráðum fellur niður,

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.