Ljósið - 01.01.1909, Page 5

Ljósið - 01.01.1909, Page 5
títgefancli og ábyrgðarmaður Ljóssins kennir að Kristur sé Drottinn almáttugur, hans andi Guð, er stjórna á kristnum mönnum. HÖFUNDUR OG ÁBYRGÐARMAÐUR: EINAR JOCHUMSSON 1909 Reykjavik, janúar. 1. blaö. IVýja árið. Nýtt ár er gengið í garð, bræður og systur. Eg bið því Jesú Krist, konunginn á himnum, að senda oss íslendingum nýja andlega strauma inn i þjóðlíf vort. Eg bið þann góða hirðir að saman safna vorri sundruðu, viltu þjóð, undir sannleikans og frelsisins merki. Vorir góðu kraftar mega ekki vera cins sundraðir og þeir eru. Hér eru tveir pólitískir flokkar í fámennu landi — óöld er í landi. Þeir bræður, sem eiga að vera kristnir í góðri samvinnu, rífast um völd og þingsæti; um trú og réttvísi er ekkert talað. Sönn, iifandi Guðstrú er ekki til hjá ís- lendingum, þvi alheims frelsarinn er enn í reifum í asna- jötu. Prófastar og prestar hafa ekki troðið sér inn á þing til að reisa upp merki drottins vors Jesú krists og halda því hátt á tofti; nei, nei, þeir fylla flokk stjórnleysingjanna. Sú óaldar-klíka varð ofan á, sem kallast Landvörn. Þeirri hneykslis-klíku fylgja kirkjuþjónar, sem hafa gleymt sínum barnaeiði og vilja hreikja sér liátt og lilaða undir sig. Blindir á sálaraugum eða l'ullir af liræsnis-látæði þykjast þeir vera kristnir, en vilja þó ekki, eða þora ekki að minnast á nauðsynlega lagfæringu á trúarlífi þjóðar sinnar. Þá eru góð ráð dýr, svo þjóðin verði ekki siðspilt og trúlaus, algjör guðleysis þjóð, sem ekkert virðir meir enn likamlega nautn.

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.