Ljósið - 01.01.1909, Page 16
12
LJÓSIÐ
nema fyrir lifandi trú á hann sem kom í heiminn til þess
að allar þjóðir skyldu blessun liljóia.
Sömuleiðis mun sá evangeliski faðir Einars hafa kent
syni sinum að kristnir menn ættu að meta Jesú Krist meir
en alt annað í heimi þessum; því að kristnum mönnum
bæri að elska guð sinn af öllu hjarta, sál og hugskoti, en
náungann eins mikið og sjálfan sig. Séra Hjörleifur mun
hafa bannað syni sínum að leita frétta af framliðnum, að
fara, með kukl, að ljúga og svíkja fé út af fáfróðum undir
því yfirskyni að nú ættu kraftaverk að gerast, dauðir að
upprísa, syngja, tala, yrkja erfdjóð, taka krabbamein úr
mönnum, taka tennur úr mönnum, taka limi af og láta
þá á aftur, færa liluti til, láta þá fara gegnum lieilt o. s.
frv. Sr. Hjörleifur mun hafa kent honum að syndin hefndi
sín sjálf, og að drottinn láti ekki eilíflega að sér hæða.
Einnig mun prófasturinn, hafa kent hinum gáfaða syni
sínum og slaðfest hann upp á það, að liann tryði á Ijósið
sem kom í heiminn til að eyðileggja myrkrið og myrkra-
verkrin.
Því gjörir skáldið og mentaði andatrúar-presturinn þá
alt öfugt við það, sem réttkristinn maður á að gjöra. Hann
er að fást við ofurefli, sem hann strandar á og allir herr-
arnir, sem myrkraverkin aðhyllast. Fláttskap og lýgi fer
þessi fíni herra með, þegar hann er að hafa dagprísa á
kukli; 10 kr. var sagt að aðgöngumiðar liefðu kostað hjá
náunganum á Akureyri í sumar. Kærleikan hefir hann á
vörum sér líkur Júdasi, er sveik kennara sinn með ílærðar-
kossi. —
Er það ekki svivirðing fyrir skírðan mann í kristnu
landi að kalla það stærstu kreddu guðfræði vorrar, að
Jesú Kristur er talinn að vera Drottinn og Guð kristinna
manna. Hr. Einar Hjörleifsson taldi hart á mig fyrir það,
að ég vildi ráðast á menn, er liéldu kreddum við, t. d.
dósent Jón Helgason, þar sem ég sjálfur kendi stærstu
kredduna, sem sé að Jesú Kristur væri almáttugur Drolt-
inn vor og Guð! — Nú er bezt að vita hvor okkar nafn-
anna er andlega sterkari, — hr. E. H., sem trúir á myrkur
og myrkravaldið, eða ég, sem trúi á »Ljósið« og hið himn-
pska vald,