Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 2
Veður Sunnan stormur eða rok á norðvest- anverðu landinu og hvasst austan til fram eftir degi. Minnkandi suðaust- anátt um landið vestanvert en líkur á samfelldri slyddu eða snjókomu og rigningu suðaustanlands fram undir kvöld. sjá síðu 22 Bið vegna bilana í greiðslukerfi Það skapaðist nokkur bið við afgreiðslukassa í verslunum í gær þegar bilun varð í greiðslukerfum Reiknistofu bankanna sem olli truflunum því að ekki var hægt að nota debetkort. Viðskiptavinir voru eðli málsins samkvæmt misjafnlega hressir yfir stöðu mála. Fréttablaðið/anton brink skipulagsmál „Það lítur út fyrir að bæjastjórnin ætli að fórna hags- munum okkar gamalmennanna til að þóknast efnafólkinu í þessu nýja prýðishverfi,“ segir Gunnar H. Jóns- son, íbúi í Naustahlein í Garðabæ. Í Hleinum eru tvær götur með raðhúsum fyrir sextíu ára og eldri. Hefðbundin leið þangað er um gamla Álftanesveginn fram hjá Prýðahverfi. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu ætla bæjaryfir- völd í Garðabæ að loka umferð um gamla Álftanesveginn inn á Herjólfs- braut þar sem hún liggur í suður inn í Hafnarfjörð og í átt að Vöngunum í Hafnarfirði þar ofan við og svo að Hleinum í Garðabæ þar vestan við. Suður af Hleinum er Hrafnista, sem er Hafnarfjarðarmegin. Fréttablaðið hefur sagt frá kæru hjóna í Heiðvangi til úrskurðar- nefndar auðlinda- og umhverfismála vegna ákvörðunarinnar um vega- lokunina. Í desember 2015 sendu íbúarnir í Hleinum í Garðabæ mót- mælaskjal 78 íbúa, sem er 98 prósent þeirra sem búa þar. Mótmælin höfðu ekki áhrif. Gunnar, ásamt Þórði M. Adólfs- syni sem býr í Boðahlein, hefur verið fremstur í flokki að mótmæla lokuninni inn á Herjólfsbraut. Í svari Guðjóns E. Friðrikssonar bæjarritara til þeirra er útskýrt að ákveðið hafi verið áður en Prýðahverfi var byggt að loka gamla Álftanesveginum þannig að ekki yrði gegnumakstur um hverfið. Brýnt væri að þar yrði ekki þung umferð. „Það hlýtur almennt að teljast mjög eðlilegt að beina ekki umferð um íbúðarhverfi sem á þangað ekki erindi,“ undirstrikar bæjarritarinn. „Þetta finnst mér skjóta skökku við þegar bæjarstjórinn sjálfur ráðleggur okkur að aka í gegn um Miðvanginn í Hafnarfirði og þaðan út á Reykja- víkurveg,“ segir Gunnar um þessi rök. Bærinn hefur bent íbúum Hleina á að hægt verði að aka gamla Álfta- nesveginn til vesturs út á Álftanes, þar inn á nýja Álftanesveginn og þá til austurs að miðbæ Garðabæjar. Gunnar og Þórður segja þetta ekki ásættanlega lausn. Fram og til baka þýði þetta meira en 5 kílómetra aukaakstur miðað við núverandi leið. Þess utan séu gatnamótin við nýja Álftanesveginn stórhættuleg. Þá tefji lokun við Herjólfsbraut neyðar- flutninga, meðal annars frá Hrafnistu, „Fyrir menn sem eru með meira en milljón í mánaðarlaun skiptir kannski engu máli að aka einhverja Krísuvíkurleið að óþörfu en fyrir okkar hóp sem höfum kannski tvö hundruð þúsund krónur á mánuði munar um viðbótarkostnað sem því fylgir,“ segir Gunnar H. Jónsson. Á opnum fundi Gunnars Einars- sonar bæjarstjóra á miðvikudag þrýstu íbúar úr Prýðahverfi á bæjar- stjórann að loka veginum strax en Gunnar minnti á að fyrrnefnd kæra er enn óútkljáð. Veginum yrði hins vegar lokað þegar niðurstaða þar er fengin. gar@frettabladid.is Telja efnafólki hyglað á kostnað gamalmenna Gunnar H. Jónsson og Þórður M. Adólfsson, sem búa í húsum eldri borgara í Hleinahverfi, saka Garðabæ um að fórna hagsmunum íbúa hverfsins með því að loka leið inn á gamla Álftanesveginn til að þóknast efnafólki í Prýðahverfi. Þórður M. adólfsson og Gunnar H. Jónsson við gatnamót Herjólfsbrautar og gamla Álftanesvegar sem bæjaryfirvöld ætla að loka. Fréttablaðið/anton brink Fyrir menn sem eru með meira en milljón í mánaðarlaun skiptir kannski engu máli að aka einhverja Krísuvíkurleið að óþörfu. Gunnar H. Jónsson, Garðbæingur skólamál Nemendur í Mennta- skóla Borgarfjarðar hafa aldrei verið færri en í vetur. Þeir eru nú 112. „Næsta skólaár gæti nemenda- fjöldi farið undir 100 þar sem næsti útskriftarárgangur er fámennur,“ segir í fundargerð fræðsluráðs Borgarbyggðar þar sem ræddar voru aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda í framhaldsskólum. Á hverju skólaári reynir námsráð- gjafi í MB að finna þá nemendur sem eru í hættu á brotthvarfi. Það eru sögð vera um 6 prósent í MB sem sé töluvert minna en á landsvísu. „Allir kennarar eru vel meðvitaðir um stöðu og líðan nemenda og er gripið til aðgerða ef með þarf. And- leg líðan nemenda virðist fremur orsök brotthvarfs en námserfið- leikar.“ – gar Nemum fækkar í Borgarfirði Fækkun menntaskólanema var rædd í ráðhúsinu. Fréttablaðið/PJetur Dómsmál Aurláki, félag í eigu Karls Wernerssonar, ber að greiða þrotabúi Milestone tæpan milljarða króna. Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm þess efnis. Milestone var á sínum tíma í eigu Karls og bróður hans, Steingríms. Lyf og heilsa var selt út úr Mile- stone árið 2008 til Aurláka. Mile- stone varð gjaldþrota ári síðar en þrotabúið taldi að ekki hefði feng- ist full greiðsla fyrir Lyf og heilsu og stefndi því Aurláka. Upphæðin nam 970 milljónum króna. – jhh Þarf að greiða tæpan milljarð sTjóRNsÝsla Konu hefur verið gert að endurgreiða Vinnumálastofnun rúmar 800 þúsund krónur vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta þrátt fyrir að þjónustufulltrúar stofnun- arinnar hafi sagt hana innan marka. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefnd- ar velferðarmála. Konan þáði atvinnuleysisbætur á árstímabili á árunum 2015-16. Hún hafði einnig tekjur fyrir til- fallandi vinnu og var í sambandi við stofnunina vegna þessa. Meðal gagna málsins var tölvupóstur frá stofnuninni um að hún skuldaði stofnuninni ekki. Þrátt fyrir það hafi hún fengið innheimtubréf þar sem þær upplýsingar reyndust rangar. Kærunefndin taldi að sú máls- meðferð Vinnumálastofnunar hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Það breytti því hins vegar ekki að konan hefði fengið ofgreiddar bætur sem henni bæri að endurgreiða. – jóe Greiðir til baka 800 þúsund 2 . f e b R ú a R 2 0 1 8 f Ö s T u D a g u R2 f R é T T i R ∙ f R é T T a b l a ð i ð 0 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 2 -2 4 9 8 1 E E 2 -2 3 5 C 1 E E 2 -2 2 2 0 1 E E 2 -2 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.