Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 10
Superb skarar fram úr á mörgum sviðum. Hann er gríðarlega rúmgóður enda með
stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki. Byltingarkennd hönnun, hámarksþægindi
og tæknimöguleikar auka enn á styrkleika hans. Komdu og prófaðu nýjan Superb.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
SUPERB KEMUR STERKUR
INN Í EFSTU DEILD
SUPERB. FLAGGSKIPIÐ Í ŠKODA FJÖLSKYLDUNNI.
www.skoda.is
ŠKODA SUPERB frá:
4.690.000 kr.
Ísrael Ákvörðun pólska þingsins
um að refsivert verði að segja pólsku
þjóðina geranda í Helförinni er til-
raun til að endurskrifa söguna og í
raun afneita Helförinni. Þetta sagði
Benjamin Netanjahú, forsætisráð-
herra Ísraels, í gær.
Hið nýsamþykkta frumvarp er afar
umdeilt og er óhætt að segja að Ísrael-
ar séu ósáttir. Ef Andrzej Duda, forseti
Póllands, skrifar undir frumvarpið
mun hver sá sem segir Pólverja með-
seka í Helförinni sæta sektum eða allt
að þriggja ára fangelsi. Allt bendir til
þess að Duda muni skrifa undir. Í gær
sagði hann Pólverja eiga rétt á því að
„vernda sagnfræðilegan sannleika“.
Alls greiddu 57 öldungadeildar-
þingmenn atkvæði með frumvarp-
inu og 23 á móti. Ríkið hefur lengi
mótmælt notkun frasa á borð við
„pólskar útrýmingarbúðir“ og telur
ríkisstjórnin ósanngjarnt að segja að
Pólland hafi borið ábyrgð á útrýming-
arbúðum á borð við þær í Auschwitz.
Búðirnar hafi verið byggðar og reknar
af nasistum eftir hernám Póllands.
Hins vegar þykir öllu umdeildara
að frumvarpið leiði til þess að ásak-
anir á hendur pólskum einstaklingum
um meðsekt verði bannaðar. Fyrir
slíkum ásökunum er þó sagnfræði-
legur og raunverulegur grundvöllur.
Ísraelskir þingmenn eru nú með
frumvarp í smíðum sem myndi
útvíkka Helfararafneitunarlöggjöf
ríkisins með þeim hætti að fimm ára
fangelsisvist yrði við afneitun þess að
samstarfsmenn nasista, meðal annars
Pólverjar, hafi átt þátt í Helförinni.
Helfararstofnun Ísraels hafði
áður varað við að frumvarp Pólverja
hundsaði þá sagnfræðilegu staðreynd
að Pólverjar hafi aðstoðað Þjóðverja
í Helförinni. Þó væri ósanngjarnt að
tala um „pólskar útrýmingarbúðir“.
Samkvæmt BBC eru pólskir
stjórnmálamenn, einkum úr röðum
ríkisstjórnarinnar, undrandi á við-
brögðum Ísraela. „Það hryggir okkur
og kemur okkur á óvart að viðleitni
okkar til að viðhalda virðingu pólsku
þjóðarinnar og að berjast fyrir sann-
leikanum sé tekið á þennan hátt,“
sagði Stanislaw Karczweski, forseti
öldungadeildar þingsins, í gær.
Um hundrað pólskir listamenn,
stjórnmálamenn og blaðamenn skrif-
uðu undir opið bréf sem birtist í gær
til að knýja á um að frumvarpið verði
dregið til baka. Það gengi of langt í þá
átt að gera Pólverja að „einu saklausu
þjóð Evrópu“. thorgnyr@frettabladid.is
Segja Pólverja afneita Helförinni
KenÍa Hæstiréttur Keníu aflétti í
gær útsendingarbanni sem ríkis-
stjórn Uhuru Kenyatta forseta
lagði á fréttastöðvarnar KTN, NTV
og Citizen TV vegna fyrirhugaðra
útsendinga frá táknrænni en óopin-
berri innsetningarathöfn forseta-
frambjóðandans og stjórnarand-
stæðingsins Raila Odinga.
Úrskurður hæstaréttar nær þó
einungis til tveggja vikna á meðan
málið fer fyrir rétt.
Samkvæmt blaðamanni BBC
í höfuðborginni Naíróbí bendir
ekkert til þess að ríkisstjórnin ætli
að framfylgja þessari ákvörðun
hæstaréttar og voru miðlarnir ekki
í loftinu þegar þessi frétt var skrifuð.
Innanríkisráðuneytið sagði í til-
kynningu fyrr í vikunni að athöfnin
hefði verið tilraun til að grafa undan
ríkisstjórninni og að með henni
hefðu stjórnarandstæðingar lagt lín-
urnar að byltingu sem gæti dregið
þúsundir Keníumanna til dauða.
Odinga vildi með athöfninni mót-
mæla Kenyatta forseta en sá fyrr-
nefndi sniðgekk forsetakosningar
októbermánaðar eftir að hafa tapað
fyrir forsetanum í ógildum forseta-
kosningum ágústmánaðar. – þea
Fjölmiðlabanni
Kenyatta aflétt
Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru starfræktar í Póllandi. NordicPhotos/AFP
Ólöglegt verður að segja
Pólverja meðseka í hel
förinni. Ísraelar segja að
um sé að ræða Helfarar
afneitun og afbökun
sannleikans. Pólska
ríkisstjórnin er gáttuð á
viðbrögðunum.
Ekkert bendir til þess að
ríkisstjórnin ætli að fram-
fylgja ákvörðun hæstaréttar
um að aflétta útsendingar-
banni á fréttastöðvarnar.
2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f Ö s T U D a G U r10 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
0
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
2
-3
3
6
8
1
E
E
2
-3
2
2
C
1
E
E
2
-3
0
F
0
1
E
E
2
-2
F
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K