Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 20
2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f Ö S T U D a G U r20 T í m a m ó T ∙ f r É T T a b L a ð i ð tímamót 1167 Orrustan á Ryðjökli í Noregi. Uppreisnarmenn undir stjórn Ólafs ógæfu ráðast að Erlingi skakka og mönnum hans. 1347 Borgarastríði í Býsans, milli Jóhanns 6. Kantakouz­ enos og forráðamanna Jóhanns 5. Palaíológos lýkur með innreið Kantakouzenos í Konstantínópel. Í maí er svo samið um sættir og að Jóhann 5. skuli kvænast Helenu, dóttur Kantakouzenos. 1461 Rósastríðin: Orrustan við Mortimer's Cross. Herlið York­ættar undir stjórn Játvarðar hertoga af York vinnur sigur á Lancaster­mönnum sem stýrt er af Owen Tudor og syni hans, Jasper jarli af Pembroke. 1602 Leikrit Shakespeares, Þrettándakvöld, er fyrst sýnt í sal lögmannafélagsins í Middle Temple í London. 1626 Karl 1. er krýndur Englandskonungur. 1653 Nýja Amsterdam (síðar New York­borg) fær borgar­ réttindi. 1709 Alexander Selkirk er bjargað af eyðieyju, björgun sem síðar varð grunnurinn að bókinni Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe. 1883 Sex manns farast í snjóflóði á bæinn Stekk í Njarðvík í Borgarfirði eystra. 1933 Adolf Hitler leysir þýska þingið upp. 1935 Lygamælirinn er prófaður í fyrsta skipti af Leonard Keeler. 1942 Roosevelt Bandaríkjaforseti undirritar fyrirskipun um að allir Bandaríkjamenn af japönskum uppruna skuli fluttir í fangabúðir og eigur þeirra kyrrsettar. 1943 Síðustu hersveitir nasista gefast upp fyrir Sovét­ mönnum í orustunni um Stalíngrad. 1972 Óeirðir brjótast út í Dublin vegna blóðbaðsins í Derry. 1978 Listahátíð í Reykjavík er sett. Kvikmyndahátíð í Reykjavík er í fyrsta sinn hluti af hátíðinni. 1978 Dyrhólaey er friðlýst. 1979 Fyrrverandi bassaleikari Sex Pistols, Sid Vicious, finnst látinn vegna of stórs skammts af heróíni í New York­borg. 1983 Samþykkt er á Alþingi að mótmæla ekki hvalveiði­ banni Alþjóðahvalveiðiráðsins. 1988 Halldór Halldórsson verður fyrstur Íslendinga til að fá ígrædd hjarta og lungu í átta klukkustunda aðgerð í London. 1989 Síðustu hersveitir Sovétmanna yfirgefa Afganistan og binda þannig enda á níu ára styrjöld milli landanna. 1989 Tölvuleikurinn SimCity kemur út í fyrsta skipti. 1990 Þjóðarsátt um kaup og kjör gengur í gildi með það að markmiði að ná niður verðbólgu og tryggja atvinnuöryggi. Merkisatburðir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Elísa Guðlaug Jónsdóttir lést miðvikudaginn 30. janúar sl. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju, fimmtudaginn 8. febrúar nk. kl. 13.00. Jón Hannesson Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir Ólafur Axelsson Guðrún Iðunn Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Ingibjörg Helgadóttir síðast til heimilis að Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Haukur Sigtryggsson Gréta Björg Hafsteinsdóttir Ómar Már Gunnarsson Ingibergur Helgi Hafsteinsson Albína Jóhannesdóttir Regína Kristín Hauksdóttir Harpa Hauksdóttir Heiðrún Hauksdóttir Helgi Einarsson ömmu- og langömmubörn. Móðir mín, tengdamóðir og amma, Sigurjóna Jónsdóttir Stigahlíð 26, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Haukur Eggertsson Hildur Sveinsdóttir Steinunn Jóna Hauksdóttir Okkar ástkæra Hulda Ingimundardóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 30. janúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Guðmundur Bjarnason Ásta Jóhanna Einarsdóttir Brynja Bjarnadóttir Steindór Rafn Theódórsson Vera Björk Einarsdóttir Hjalti Kristjánsson Íris Huld Einarsdóttir Kári Schram ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í fimmtánda sinn á Ísafirði um páskana og í gær var hluti dagskrárinnar til-kynntur. Í tilkynningunni kemur fram að Dimma, JóiPé og Króli, Hatari og Á móti sól muni koma fram á hátíðinni svo einhver dæmi séu tekin. Rokkstjóri hátíðarinnar, tónlistar- maðurinn og Hnífsdælingurinn Krist- ján Freyr Halldórsson, er að vonum spenntur og trúir því varla að þetta sé í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin. Kristján hefur verið með puttana í skipulagi hátíðarinnar alveg frá upp- hafi, frá því að hátíðin var haldin fyrst árið 2004. „Það er eiginlega alveg ótrú- legt að þetta sé fimmtánda hátíðin. Og ég verð að segja fyrir hönd okkar allra sem stöndum að þessu að í hvert einasta sinn sem við förum að hringja í tónlistarfólk þá svarar það kallinu. Við höldum einhvern veginn alltaf að við séum að brenna út en við erum greini- lega að gera eitthvað rétt,“ segir Krist- ján og hlær. „Fólk er alltaf til í að koma. Við reynum líka að gera gott ævintýri úr þessu og ég held að það sé kannski galdurinn.“ Kristján segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðar hátíðin var fyrst sett á laggirnar. Í upphafi var þetta tilraun til að fá fólk í gott partí til Ísafjarðar að sögn Kristjáns. „En þessu var strax vel tekið. Og frá því að vera einhver svona brandari þá hefur þetta þróast yfir í að vera einn af stærstu menningarvið- burðum sem haldnir eru úti á landi.“ Kristján segir alltaf jafn ánægjulegt að sjá hvernig allt samfélagið á Ísafirði leggst á eitt við að setja hátíðina upp. „Það er varla einn íbúi sem ekki kemur að hátíðinni með einhverju hættim. Þetta er eiginlega lyginni líkast.“ Þegar Kristján er spurður út í eftir- minnilegt atvik frá Aldrei fór ég suður segir hann: „Það kemur endalaust upp í hugann. En eitt sinn kom atvik upp þegar hljómsveitin Hjálmar kom hingað til að spila. Þetta voru fyrstu tónleikarnir Hjálma með nýjum hljóðfæraleikurum frá Svíþjóð. Hópurinn hafði æft eins og ég veit ekki hvað og kom svo keyrandi vestur með fullt af stórum og þungum hljóðfærum. Það var snjóþungt og þetta var löng bílferð. En þeir náðu svo bara að spila eitt og hálft lag á tónleikunum sjálfum vegna þess að Dóri Hermanns, kynnirinn okkar þetta árið, sjómaður í kringum sjötugt, nennti ekki að hlusta á reggí-tónlist. Hann stoppaði Hjálma af með því að þakka þeim fyrir og tilkynna hljómsveitina Trabant á svið. Þetta var náttúrulega hræðilegt,“ segir Kristján og hlær. Hann bætir við að í dag geti skipu- leggjendur Aldrei fór ég suður og með- limir Hjálma hlegið að atvikinu. „Það náðu allir sáttum að lokum.“ Að lokum vill Kristján minna á að Aldrei fór ég suður er fjölskylduhátíð. „Þetta er meira en bara tónleikahátíð. Það eru allir velkomnir og það kostar ekkert inn.“ gudnyhronn@frettabladid.is Eru greinilega að gera eitthvað rétt Dagana 29. til 31. mars verður tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður haldin í fimmtánda sinn á Ísafirði. Rokkstjóri hátíðarinnar, Kristján Freyr Halldórsson, trúir varla að þetta verði fimmtánda hátíðin og að tónlistarfólk sé alltaf jafn spennt fyrir að taka þátt. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, tónlistamaðurinn Kristján Freyr Halldórsson (t.h.), og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Hall- dórsson, eru spenntir fyrir páskunum eins og alltaf. Hátíðin Aldrei fór ég suður hefst 29. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hann stoppaði Hjálma af með því að þakka þeim fyrir og tilkynna hljóm- sveitina trabant á svið. Þetta var náttúrulega hræðilegt. 0 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 2 -5 1 0 8 1 E E 2 -4 F C C 1 E E 2 -4 E 9 0 1 E E 2 -4 D 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.