Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 8 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 . F e b r ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Fréttablaðið í dag sKOðun Magnús Ragnarsson fjallar um samkeppnina við RÚV. 16 spOrt Jón Daði Böðvarsson nýtur lífsins hjá Reading. 18 Menning Korriró og dillidó opnuð á Safnanótt í Listasafni Íslands. 26 lÍFið Plogging er nýtt líkams- ræktaræði sem snýst um að hlaupa og tína upp rusl í leiðinni. 30 plús sérblað l  FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Siggu Kling Stjörnuspá sÍða 34 Sparaðu eins og meistari Meistaramánuður Íslandsbanka island sb anki.is/m eistari Ljósainnsetningin Örævi eftir Valdimar Jóhannsson, Ernu Ómarsdóttur, Pierre Alain Giraud og Íslenska dansflokkinn var opnunaratriðið á Vetrarhátíð sem var sett í gær. Verkinu var varpað á olíutanka úti á Granda. Tónlist við verkið er eftir hljómsveitina Sigur Rós. Hátíðin samanstendur af Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist. Fréttablaðið/anton brink VerKalýðsMál Stjórn VR skoðar hvort rétt sé að láta reyna á að félagið gangi úr Alþýðusambandi Íslands án þess að bera það undir félagsmenn VR í allsherjaratkvæða- greiðslu. Þetta segir Ragnar Þór Ing- ólfsson, formaður VR, í samtali við Fréttablaðið. Hann býst við því að látið yrði reyna á málið fyrir félags- dómi. Ragnar segir að VR sé aðili að ASÍ í gegnum aðild að Landssam- bandi verslunarmanna. „Það eina sem við þurfum að gera er að segja okkur úr Landssambandinu og þá segjum við okkur sjálfkrafa úr ASÍ. Stjórnin getur ákveðið þá úrsögn.“ Hann segir þó að lög ASÍ geri ráð fyrir að aðildarfélög þurfi að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu til að segja sig úr sambandinu. „Þarna er ágreiningsmál og við erum að hugsa um að láta reyna á það fyrir félags- dómi,“ segir Ragnar. Málið verði skoðað á trúnaðarráðsfundi sem verði líklega í mars eða apríl. Ragnar segir að VR greiði Lands- sambandi verslunarmanna og ASÍ um 150 milljónir á ári. „Ég sé enga ástæðu til að vera að borga nánast helminginn af rekstrarfé Alþýðu- sambandsins og halda því uppi þegar mér finnst það vera að vinna á móti hagsmunum launafólks. Þá spyrjum við okkur hvað getum við fengið fyrir þessar 150 milljónir. Getum við ráðið inn auka lögfræð- inga og farið í meiri neytendavernd og eflt okkar þjónustu og okkar sjóði?“ Ragnar segir þó þessa leið, að fara með málið fyrir félagsdóm, einungis vera til skoðunar. „Ég er sannfærður um það að ef við förum í atkvæða- greiðslu, þá vinnum við þá atkvæða- greiðslu,“ segir Ragnar. Ef málið færi í allsherjaratkvæðagreiðslu yrði hún haldin á þessu ári. Ítarlegar verður fjallað um mál- efni verkalýðsfélaganna í helgar- blaði Fréttablaðsins á morgun.– jhh Gætu sleppt kosningu Til skoðunar er hvort hægt sé að taka ákvörðun um úrsögn VR úr ASÍ án undan genginnar atkvæðagreiðslu. Ragnar Ingólfsson, formaður VR, segir að málið færi þá fyrir félagsdóm. Fari atkvæðagreiðsla fram verði það fyrir árslok. dóMsMál Réttargæslumaður kær- anda í kynferðisbrotamáli furðar sig á því að hún og skjólstæðingur hennar fái aðeins aðgang að eigin gögnum áður en ákært er í máli. „Við fáum sumsé aðeins aðgang að þeim gögnum sem við höfum nú þegar lagt fram sjálf. Mér þykir þetta undarlegt,“ segir Sigrún Jóhanns- dóttir, réttargæslumaður konunnar. Sigrún segist þó skilja synjunina þegar svo ber undir að rannsókn standi enn yfir og það geti spillt rannsóknarhagsmunum. – jóe / sjá síðu 6 Vill sjá fleiri gögn í málinu Sigrún Jóhannsdóttir 0 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 2 -1 F A 8 1 E E 2 -1 E 6 C 1 E E 2 -1 D 3 0 1 E E 2 -1 B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.