Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 8
Samfélag Tæplega þrjátíu og átta
þúsund erlendir ríkisborgarar
bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórð-
ungi í fyrra og hafði þeim fjölgað
um 16 þúsund á aðeins fjórum
árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík
eða um sex þúsund manns en einn-
ig er mikil fjölgun í Kópavogi og
Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft
á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi
erlendra ríkisborgara ellefufaldast
í Skaftárhreppi og svipaða sögu er
að segja af Skútustaðahreppi. Einnig
vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ
athygli.
Í upphafi árs 2013 bjuggu tutt-
ugu erlendir ríkisborgarar í Skaftár-
hreppi en á síðasta ársfjórðungi í
fyrra var sú tala komin upp í 130.
Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitar-
stjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa
jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta
krefst þess að við þurfum að byggja
við leikskólann sem er mjög gott og
kannski merki um að sveitarfélagið
sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst
og fremst er það ferðaþjónustan
sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl
kemur hingað til að vinna í ferða-
þjónustu og hér er fólk að setjast
að.“
Þorsteinn Gunnarsson er sveitar-
stjóri Skútustaðahrepps. Hann segir
vöxtinn hafa verið ævintýralegan
síðustu ár og að á síðustu þremur
árum hafi íbúum fjölgað um nærri
140 sem verður að teljast mjög
óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi
eins og hreppurinn er. „Við erum
nú að bíða eftir því að komast yfir
fimm hundruð og eigum ekki langt
í land með það. Hér eru erlendir ein-
staklingar að setjast að og vinna við
ferðaþjónustu en einnig eru heima-
menn að koma heim og sjá tækifæri
í að búa hér og starfa sem er gleði-
legt.
Af ferðaþjónustuaðilum sem ég
ræði við koma nærri daglega óskir
að utan um að vinna hér við Mývatn
sem segir okkur að orðspor svæðis-
ins og fyrirtækjanna er afar gott á
erlendri grund.“
Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á
tímabilinu um 2.350 erlenda ríkis-
borgara og eru nú 3.650 íbúar
Reykjanesbæjar erlendir ríkisborg-
arar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er
auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og
það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum
sem tengd eru vellinum. Þetta er
ákveðið verkefni fyrir okkur en við
tökum þessu vel og bæjarbúar hafa
tekið þessum breytingum mjög vel
að mínu mati,“ segir Kjartan Kjart-
ansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
„En þetta reynir auðvitað á inn-
viðina. Í leik- og grunnskólum
okkar eru töluð þrjátíu tungumál
og því þurfum við sérstaklega að
vanda okkur og gera okkur besta í
að mennta börnin okkar jafn vel,
óháð því hvar þau fæddust eða
hvert tungumálið er sem talað er á
heimilum fólks,“ segir Kjartan.
sveinn@frettabladid.is
Sums staðar eru tífalt fleiri útlendingar
Á aðeins fjórum árum hefur orðið stórbreyting í lýðfræði lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni. Dæmi um að erlendum ríkisborgurum
fjölgi meira en tífalt vegna ferðaþjónustu. Tæplega 38 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi.
Jökulsárlón í Skaftárhreppi er eitt þekktasta sköpunarverk íslenskrar náttúru og dregur að sér margan ferðamanninn á hverjum einasta
degi ársins. Það hefur skapað gríðarlega mikla atvinnu fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu. Fréttablaðið/Valli
Stærsti aðilinn hjá
okkur er auðvitað
alþjóðaflugvöllurinn og það
atvinnulíf sem er í fyrir-
tækjum sem tengd eru
vellinum.
Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar
✿ mest fjölgun erlendra rík-
isborgara í sveitarfélögum
Skútustaðahreppur
Skaftárhreppur
Mýrdalshreppur
Þingeyjarsveit
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Norðurþing
Svalbarðsstrandarhreppur
Sveitarfélagið Vogar
Ásahreppur
1.100,00%
766,67%
633,33%
420,00%
300,00%
266,67%
214,29%
200,00%
200,00%
mesta hlutfallslega fjölgunin
mest fjölgun einstaklinga
Reykjavík
Reykjanesbær
Kópavogur
Hafnarfjörður
Norðurþing
Akureyri
Mosfellsbær
Grindavíkurbær
Sveitarfélagið Hornafjörður
Borgarbyggð
6.090
2.380
1.260
970
480
310
300
270
240
230
Stjórnmál Flokkur heimilanna
hefur loks skilað inn full-
nægjandi ársreikningum
til Ríkisendurskoðunar
vegna áranna 2015 og 2016.
Flokkurinn bauð fram til
alþingiskosninganna 2013
og hlaut ríflega þrjú prósent
atkvæða og vann sér þar með
rétt til framlaga úr ríkissjóði.
Á tímabilinu 2013 til 2016
fékk flokkurinn rúmar 29 milljónir
króna úr ríkissjóði.
Fréttablaðið greindi frá því í
október að flokkurinn hefði skilað
inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar
í fyrra. Reikningurinn reyndist aftur
á móti óendurskoðaður og óskaði
Ríkisendurskoðun eftir frekari gögn-
um og skýringum á rekstri flokksins.
Áður hefur verið seinagangur á
ársreikningaskilum flokksins en í
desember 2015 munaði minnstu að
Ríkisendurskoðun kærði vanskil á
reikningi ársins 2014 til lögreglu, líkt
og Fréttablaðið hefur greint frá.
Samkvæmt ársreikningi fyrir árið
2015 skilaði flokkurinn 1,6 millj-
óna króna hagnaði en skuldir
námu rúmum tveimur millj-
ónum. Árið 2016 var 820
þúsund króna tap á flokkn-
um en námu skuldir rúmum
1,8 milljónum.
Flokkurinn hefur ekki
boðið fram til þings síðan
2013 en illdeilur hafa verið
meðal stofnenda, sem meðal
annars enduðu í meiðyrðamáli fyrir
héraðsdómi. Þar var Pétur Gunn-
laugsson, útvarpsmaður á Útvarpi
Sögu, sýknaður í máli sem Kristján
Snorri Ingólfsson, formaður flokks-
ins, höfðaði vegna ummæla Péturs
um að Kristjáni hefði láðst að greiða
skuldir flokksins og þess í stað farið
til Brasilíu á Heimsmeistaramótið í
knattspyrnu 2014. Í dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur í fyrra kom fram
að flokkurinn hefði borgað einkafyr-
irtæki formannsins og bróður hans
5,3 milljónir úr sjóðum flokksins
þegar Pétur lét ummælin falla í júlí
2014. – smj
Gamlir reikningar farnir
til Ríkisendurskoðunar
akureyri Siðfræðingur hjá Sið-
fræðistofnun Háskóla Íslands telur
boðsferð bæjarfulltrúa á Akureyri
til Cuxhaven í boði Samherja vera
á afar gráu svæði og ámælisvert að
rökstuðningur fyrir því að þekkjast
boðið komi eftir á. Oddviti Sjálf-
stæðisflokksins sem tók boði Sam-
herja segir það mjög eðlilegt að full-
trúar bæjarins hafi verið á staðnum.
Föstudaginn 12. janúar var
tveimur nýjum skipum dóttur-
félags Samherja í Þýskalandi gefið
nafn við hátíðlega athöfn. Tveir
oddvitar bæjarstjórnar á Akureyri
þekktust boð Samherja. Stóð ferðin
yfir í þrjá daga og var greidd að fullu
af Samherja. Gunnar Gíslason, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins og Matthías
Rögnvaldsson, oddviti L-listans,
tóku boði Samherja.
„Þetta er augljóslega á gráu
svæði,“ segir Henry Alexander
Henrys son siðfræðingur. „Það er
umtalsverður kostnaður af svona
ferðum og því gæti þetta verið
óþægilegt. Einnig eru eftiráskýr-
ingar aldrei góðar.“
„Það er kannski rétt að við hefð-
um átt að ræða hlutina opinskátt
áður en farið var í ferðina. Ég hins
vegar sé ekkert athugavert við að
fulltrúar bæjarins hafi farið í þessa
ferð,“ segir Gunnar Gíslason.
Í áttundu grein siðareglna kjör-
inna fulltrúa kemur fram að kjörnir
fulltrúar taki ekki við gjöfum frá
þeim er leita eftir verkefnum eða
þjónustu bæjarins. – sa
Telja gjöf til bæjarfulltrúanna eðlilega
Öllum oddvitum flokkanna í bæjarstjórn var boðið af Samherja til Cuxhaven.
Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og l-listans tóku boðinu. Fréttablaðið/auðunn
Kristján Snorri
ingólfsson
2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f Ö S t u D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
2
-4
7
2
8
1
E
E
2
-4
5
E
C
1
E
E
2
-4
4
B
0
1
E
E
2
-4
3
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K