Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 4
heilbrigðismál Lyfjastofnun hefur
ákveðið að setja hömlur á ávísanir
ávanabindandi lyfja frá og með
3. apríl næstkomandi. Ástæðan
er aukinn fíknivandi hér á landi
og verður því aðeins heimilt að
afgreiða ákveðin lyf, svokallaða
ópíóða, til þrjátíu daga í senn. Jafn
framt er fyrirhugað að binda ávísun
lyfja sem innihalda oxýkódon við
ákveðna sérfræðihópa.
Þá tekur ný reglugerð heilbrigðis
ráðherra gildi í apríl en henni er
einnig ætlað að sporna við mis
notkun ávanabindandi lyfja, eink
um örvandi lyfja á borð við amfeta
mín og metýlfenídat. Slíkum lyfjum
verður aðeins ávísað rafrænt, ekki
með pappírslyfseðlum. – sks
Bregðast
við fíknivanda
með hömlum
Umhverfismál „Almennt er þarna
allt of hátt hlutfall pappírs, pappa
og plasts. Sérstaklega pappírs og
pappa og stjórninni finnst of mikið
fara í urðun sem ekki á heima þar,“
segir Björn H. Halldórsson, fram
kvæmdastjóri Sorpu bs. Á fundi
sínum á föstudag var stjórn Sorpu
kynnt niðurstaða úr rannsókn Re
source International á innihaldi
sorpbagga sem urðaðir eru í Álfs
nesi. Niðurstöðurnar voru á þann
veg að stjórninni þótti tilefni til að
hvetja fyrirtæki og stofnanir sér
staklega til betri flokkunar á endur
vinnsluefni eins og pappír og plasti.
Baggaður úrgangur sem fer í
Álfsnes er að mestu uppruninn frá
fyrirtækjum og stofnunum. Björn
segir að rannsókn Resource Inter
national, sem hafi falist í að opna
og greina innihald þessara bagga,
hafi sýnt að þar var of hátt hlutfall
endurvinnsluefna. Pappír og pappi
sé verðmætt efni til endurvinnslu og
of mikið af því sé sóað í urðun.
Þegar magntölur síðasta árs hjá
Sorpu eru skoðaðar segir Björn
að mikil aukning hafi orðið á því
magni sem fyrirtækið hefur tekið
við undanfarin þrjú ár. Árið 2017
hafi raunar verið metár í þessum
efnum og aldrei meira sorp fallið til.
„Ef öll móttaka hjá okkur er
skoðuð er um að ræða 1315 pró
senta aukningu í fyrra, ofan á sömu
aukningu árið þar áður og tíu pró
senta aukningu þar á undan. Þetta
er veruleg aukning.“
Aðspurður segir Björn að þegar
allur úrgangur sem Sorpa tekur við
er talinn saman nemi hann um 230
þúsund tonnum í fyrra. Þar af er
heimilisúrgangur 32 þúsund tonn.
„Magnið hefur verið að aukast og
er mælikvarði á hvað er að gerast í
samfélaginu. Svo má færa rök fyrir
því að þetta sé eðlilegt. Eftir hrun
hélt fólk að sér höndum og bygg
ingariðnaðurinn nánast hvarf. Nú er
hann kominn aftur og nú er tíminn
kominn þar sem fólk skiptir um
innréttingar, parket og annað sem
það gerði ekki fyrst eftir hrun.“
En ráðum við við allt þetta sorp
magn?
„Við ráðum svo sem við þetta enn
þann dag í dag, en það mega ekki
vera mörg ár þar sem allt eykst um
15 prósent, þá springum við á limm
inu.“ mikael@frettabladid.is
Sorpflokkun ábótavant og
verðmæti urðuð í Álfsnesi
Rannsókn á sorpböggum sem urðaðir eru í Álfsnesi sýndi að þar var of mikið af pappír og plasti. FRéttablaðið/Valli
Rannsókn Resource
Inter national á sorp-
böggum til urðunar í
Álfsnesi sýndi að þar
var allt of mikið var af
pappír, pappa og plasti.
Stjórn Sorpu segir fyrir-
tæki og stofnanir þurfa
að gera betur í flokkun
endurvinnsluefnis.
Metár í sorpi í fyrra til
marks um góðæri.
Við ráðum svo sem
við þetta enn þann
dag í dag, en það mega ekki
vera mörg ár þar sem allt
eykst um 15
prósent.
Björn H. Halldórs-
son, fram-
kvæmdastjóri
Sorpu
Alþingi Þingmenn Viðreisnar eru
afar ósáttir við að dómsmálaráðherra
hafi leynt upplýsingum fyrir þinginu
í aðdraganda samþykktar þingsins á
ráðningu 15 dómara við Landsrétt.
Telja þingmennirnir að ráðherra hafi
þar brugðist skyldu sinni.
Þrír þingmenn Viðreisnar ræddu
embættisfærslur Sigríðar Andersen
undir liðnum fundarstjórn forseta við
upphaf þingfundar í gær. Jón Steindór
Valdimarsson sagði það „forkastanleg
vinnubrögð að upplýsa þingið á engu
stigi máls um að verulegar efasemdir
væru um vinnubrögð hennar og
aðferðafræði innan Stjórnarráðsins í
þessu stóra máli er varðaði skipan 15
dómara í nýjan dómstól“.
Hanna Katrín Friðriksson, þing
flokksformaður Viðreisnar, tók í sama
streng. Gagnrýndi hún ráðherrann
fyrir að upplýsa ekki þingið. „Ef þetta
eru vinnubrögð sem við ætlum að láta
viðgangast, hvert förum við héðan?“
spurði þingflokksformaðurinn.
Hanna Katrín segir það ámælisvert
að ráðherrann skuli hafa viðhaft þessi
vinnubrögð. „Ráðherra ber skylda til
að upplýsa okkur þingheim svo við
getum staðið undir okkar ábyrgð.
Það er ekki hægt að vinna málið með
þessum hætti og segja svo þingið bera
ábyrgð á ráðningunni. Upplýsinga
skylda ráðherrans er ótvíræð,“ segir
Hanna Katrín. – sa
Gagnrýna
fyrrverandi
samráðherra
Hanna Katrín
Friðriksson
veðUr Tilefni er til þess að hreinsa
frá niðurföllum vegna spár um
mikla rigningu og hlýnandi veður
á höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Þetta sagði veðurfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands við blaðamann
í gærkvöldi.
Stormi var spáð um allt vestan
vert landið í nótt. „Þetta verður sér
staklega slæmt norðvestanlands,
frá Tröllaskaga og vestur, fram eftir
morgni. Svo koma skilin þangað inn
upp úr hádegi og þá dregur hratt úr
vindi,“ sagði veðurfræðingurinn enn
fremur.
Rigningu er spáð á höfuðborgar
svæðinu í dag en um klukkan tíu
fyrir hádegi á að draga úr vindi og
kólna. „Þannig að þessi rigning
breytist í slydduél og svo él seinni
partinn. Það verður ekki logn og
léttskýjað á morgun. Það verður
áfram vindur svo maður finni fyrir
en svo sem ekki neitt til að vara við.“
Svipaða sögu er að segja af laugar
deginum og sagði veðurfræðingur
að um vetrarveður væri að ræða. Á
sunnudaginn væri svo næsta lægð,
næsti stormur, á leiðinni. – þea
Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum
Vetrarveðri er spáð um helgina, þó
lítilli snjókomu. FRéttablaðið/ERniR
Veðrið er sérstaklega
slæmt norðvestanlands.
Mikil aukning hefur
orðið á magni þess efnis sem
Sorpa hefur tekið við undan-
farin þrjú ár.
2 . f e b r ú A r 2 0 1 8 f Ö s T U D A g U r4 f r é T T i r ∙ f r é T T A b l A ð i ð
Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6
270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
-800.000 kr.
ALVÖRU
FJÓRHJÓL
ADRIF
AFSLÁTTUR
saðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.jeep.is
www.isband.is - i band@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
Dísel 2.2 185 hö. 8 þrepa sjálfskipting, eyðslugrannur og frábærir aksturseiginleikar.
LONGTITUDE
VERÐ MEÐ AFSLÆTTI FRÁ:
6.990.000 kr.
Listaverð frá 6.790.000 kr.
®
0
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
2
-3
8
5
8
1
E
E
2
-3
7
1
C
1
E
E
2
-3
5
E
0
1
E
E
2
-3
4
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K