Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Efnahagsbati
síðustu ára
hefur að
stórum hluta
farið til
launþega,
minna til
atvinnu
rekenda.
Það er sama hvert er litið. Þróunin í íslensku efnahagslífi á allra síðustu árum hefur á flesta mælikvarða verið fordæmalaus. Það hefur ríkt verðstöðugleiki þrátt fyrir að á sama tíma hafi verið hagvöxtur sem aðeins þekkist í
nýmarkaðsríkjum. Verðbólga hefur þannig mælst undir
markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár. Engin dæmi
eru um slíkt í lýðveldissögunni. Þessi mynd segir engu að
síður ekki alla söguna. Væri ekki fyrir miklar húsnæðis-
verðhækkanir þá væri í reynd meiri verðhjöðnun hér á
landi en í mörgum nágrannaríkjum.
Takturinn í hagkerfinu er hins vegar að breytast og
skeiði verðhjöðnunar að ljúka. Fyrirtæki landsins standa
núna mörg hver frammi fyrir tveimur valkostum. Hag-
ræða eða ráðast í uppsagnir. Sú þróun er þegar hafin sem
endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að í fyrra
var fimm ára met slegið í hópuppsögnum. Þær miklu
launahækkanir sem um var samið í kjarasamningum á
almennum vinnumarkaði 2015 eru farnar að hafa veruleg
áhrif á rekstur og afkomu fyrirtækja. Efnahagsbati síðustu
ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til
atvinnurekenda.
Flestir reiknuðu með að verðbólgan myndi fara af
stað eftir að samið var um tugprósenta launahækkanir í
síðustu kjarasamningum. Sökum óvenjulegra aðstæðna
– mikillar gengisstyrkingar, hagstæðra viðskiptakjara og
lægra vöruverðs vegna afnáms tolla og vörugjalda – gekk
það sem betur fer ekki eftir. Nú horfir staðan öðruvísi við.
Nýjar hagtölur sem bárust í vikunni sýna að verðbólga
fer vaxandi. Hætt er við því að sú þróun haldi áfram á
næstunni. Gengi krónunnar er hætt að styrkjast og fyrir-
tæki hafa lítið sem ekkert svigrúm til að taka á sig meiri
kostnað. Þau munu að óbreyttu bregðast við launahækk-
unum með því að velta þeim út í verðlagið með tilheyr-
andi aukinni verðbólgu.
Fyrir þau fyrirtæki sem eru í samkeppni á erlendum
mörkuðum er sá möguleiki aftur á móti ekki fyrir
hendi heldur þurfa þau að leita leiða til að hagræða. Ein
birtingarmynd þessa er ákvörðun prentsmiðjunnar Odda
um að segja upp 86 manns. Sú frétt, ásamt vísbendingum
um vaxandi verðbólguþrýsting, ætti að undirstrika þau
sannindi að þjóðarbúið getur ekki staðið undir annarri
eins launahækkunarlotu. Veruleikinn er sá að kaup-
máttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á þremur árum
og laun á Íslandi eru þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja.
Markmið komandi kjarasamningaviðræðna hlýtur að
vera að festa í sessi þá kaupmáttaraukningu sem áunnist
hefur og kasta ekki efnahagsstöðugleikanum fyrir róða
með innistæðulausum nafnlaunahækkunum.
Íslendingar hafa jafnað tamið sér þann hugsunarhátt
að hádegisverðurinn sé ókeypis og að laun geti því verið
ákvörðuð án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina
landsins hverju sinni. Svo er auðvitað ekki. Hækki laun
umfram framleiðni leiðir það að lokum til lægra gengis,
meiri verðbólgu og hærri vaxta en þekkist í nágranna-
ríkjum. Og niðurstaða sumra af þessari arfavitlausu
hagstjórn er síðan sú að gera gjaldmiðilinn að blóraböggli.
Þessu rugli þarf að linna. Það er undir okkur sjálfum
komið, einkum stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðar-
ins, hvort við viljum enn á ný fara þessa leið. Ef svo er, þá
munu lögmál hagfræðinnar einfaldlega taka við.
Blikur á lofti
Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístunda-starf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur
okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir
að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjár-
veitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða
níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið
að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtals-
vert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst
byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili
og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði
í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um
menntaborgina Reykjavík.
Þúsundir vinna að menntastefnu
Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og
frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er
að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks.
Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu
Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær
þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í
borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametr-
unum og verður kynnt í febrúar.
Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í
samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi
skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undir-
býr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun,
miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum
stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin
sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum
mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni,
þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhuga-
svið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni.
Grunnur að jöfnuði
Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða
þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar
gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á
jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að
finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni
sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd.
Menntaborgin Reykjavík
Skúli Helgason
borgarfulltrúi
Samfylkingar-
innar og for-
maður skóla- og
frístundaráðs
Fjárveitingar
til mála
flokksins
hafa aukist
um fjórðung,
eða níu
milljarða
króna, á
kjörtíma
bilinu.
Heimur feigrar stéttar
Atvinnuöryggi blaðamanna er
takmarkað en engu að síður
hafa óvænt starfslok Helgu Arn-
ardóttur hjá tímaritaútgáfunni
Birtíngi vakið mikla athygli.
Ekki síst þar sem Helga, nýráðin
yfirritstjóri útgáfunnar, hafði
aðeins starfað þar í mánuð.
Helga náði þó ekki neinum
mettíma á þessari hlaupabraut
þar sem blaðamanninum Jakobi
Bjarnari Grétarssyni var sagt
upp hjá Birtíngi 2007, tæpum
tveimur vikum eftir að hann
var ráðinn á tímaritið Mannlíf.
Mikael Torfason, þá yfirritstjóri,
réð Jakob til starfa. Hann hætti
snögglega nokkrum dögum
síðar eftir ágreining við yfir-
stjórn útgáfunnar og fjórum
dögum seinna sendi stjórnin
Jakob sömu leið og Mikael.
Betur heima setið
Helga og Jakob hættu bæði í
öruggri vinnu fyrir Birtíng.
Helga hjá RÚV og Jakob hjá 365
miðlum þar sem hann var þá á
Fréttablaðinu. Birtíngur virðist
því vera reyndu fjölmiðlafólki
í öruggu starfi sérlega skeinu-
hættur og í þessum tveimur
tilfellum hefði betur verið heima
setið. Hringekju Jakobs lauk
á byrjunarreit og hann er nú
blaðamaður á Vísi. Hvert stutt
dvöl Helgu hjá Birtíngi mun leiða
hana á eftir að koma í ljós en
næsta víst er að hún hefur ekki
sagt sitt síðasta í fjölmiðlum.
thorarinn@frettabladid.is
2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f Ö S T U D a G U r12 S k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð
SKOÐUN
0
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
2
-1
F
A
8
1
E
E
2
-1
E
6
C
1
E
E
2
-1
D
3
0
1
E
E
2
-1
B
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K