Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r Fjarnám haustið 2004 ■ Háskólinn á Akureyri b ður upp á fjarnám á leikskólabraut, í rekstrar- og viðskiptadeild, í auð- lindadeild og diplomanám við kennaradeild háskólans. Námið mun hefjast haustið 2004 í sam- vinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.  eir sem hafa hug á námi sækja um hjá Háskólan- um á Akureyri og er hægt að nálgast umsóknareyðublaðið á www.unak.is. Athygli er er vak- in á að umsóknarfrestur er til 5. júní. Námskeið fyrir frumkvöðla ■ Námskeið verður haldið fyrir frumkvöðla í Reykjanesbæ 26. maí kl. 16:00 á vegum Atvinnu- ráðgjafa Suðurnesja. Á nám- skeiðinu verður farið yfir ferlið frá því hugmynd verður til þar til viðskiptaáætlun liggur fyrir. Leit- ast verður við að veita þátttak- endum heildstæða og greinagóða mynd af grunnvinnu sem og framkvæmdum sem tengist at- vinnurekstri.  á verður farið yfir nauðsynleg og jafnframt mikil- væg samskipti fyrirtækja m.a. við opinbera aðila og fjárfesta. Skráning á námskeiðið er hjá MSS í síma 421 7500 eða mss@mss.is V iðbygging við Holtaskólaverður tekin í notkunhaustið 2005 og 50 metra sundlaug í sundmiðstöðinni ásamt útigarði verður tekin í notkun haustið 2006. Þetta kom fram á íbúafundi með bæjarstjóra sem haldinn var í Holtaskóla í fyrrakvöld fyrir íbúa í Reykjanesbæ sunnan Aðalgötu, en um eitthundrað manns sóttu fundinn. Á fundinum sk rði bæjarstjóri helstu framkvæmdir sunnan Aðalgötu og var viðgerð gang- stétta og lagning n rra áberandi í framkvæmdum í hverfinu, auk fjölda annarra smáverkefna. Árni var spurður hvað gera ætti við vatnstankinn við Vatnsholt og sagði hann að sótt hefði verið um hjá bæjarráði að byggt yrði ein- b lishús í tanknum. Sagði bæjarstjóri að þeirri umsókn hefði verið hafnað. Tankurinn er ekki notaður og kallaði bæjar- stjóri eftir hugmyndum um hvað gera ætti við tankinn. Atvinnurekendur sem geyma drasl og dót utan við fyrirtæki sín voru gagnr ndir á fundinum og var bæjarstjóri spurður hvort ekki væri hægt að skikka atvinnurek- endur til að fjarlægja drasl af lóð- um sínum. Sagði Árni að reynt væri að vinna að slíkum málum í sátt og að skipulega hafi verið unnið að því að ræða við slíka aðila. Mikið var rætt um hraðahindran- ir á fundinum og uppl sti bæjar- stjóri að 102 hraðahindranir væru í Reykjanesbæ. Voru skipt- ar skoðanir meðal fundarmanna um hvort fjölga ætti hraðahindr- unum eða fækka þeim. Var þetta fjórði íbúafundur bæj- arstjóra en síðasti fundurinn verður haldinn í Heiðarskóla í kvöld fyrir íbúa norðan Aðal- götu. Á stjórnarfundi Sambandssveitarfélaga á Suður-nesjum 13. maí sl. voru sameiningarmálin til umræðu. Nefnd félagsmálaráðuneytisins um sameiningu sveitarfélaga hefur óskað eftir því við lands- hlutasamtök sveitarfélaga að þau komi með tillögur um það hvernig sveitarfélagaskipan á svæðinu þau telji vera heppi- legasta. Stjórn SSS vísaði þessu til sveitarstjórna hér á svæðinu og óskaði eftir að fá hugmynd- ir. Ö ll sveitarfélögin 5 hafa nú svar- að.  rjú sveitarfélaganna þ.e. Garður, Sandgerði og Grindavík telja að sú skipan sem nú er sé heppileg og telja ekki nauðsyn á frekari sameiningu. Vogamenn ætla að skoða málið nánar áður en þeir taka afstöðu. Reykanes- bær telur sameiningu jákvæða einkum fyrir minni sveitarfélög- in. Stjórn SSS komst að sameigin- legri niðurstöðu. Eftirfarandi var samþykkt samhljóða: „ Í ljósi þeirra svara sem fyrir liggja mun stjórn SSS ekki gera tillögu um sameiningu sveitarfélaga að svo komnu máli“ . Hér er um athyglisverða sam- þykkt að ræða, segir á vef Sveit- arfélagsins Garðs og þar er bætt við: „ Vandséð verður hvernig nefnd um sameiningu sveitarfé- laga ætlar að koma með tillögu um frekari sameiningu sveitarfé- laga hér á svæðinu eftir að hafa fengið svona afdráttarlausa sam- þykkt“ . Byggt við Holtaskóla og 50 metra sundlaug við Sundmiðstöðina ➤ Íbúafundir í Reykjanesbæ: ➤ Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Enga sameiningu! Íbúar Miðtúns funduðu með bæjarstjóra Þriggja stjörnu tjaldsvæði rís í Reykjanesbæ ■ Í sumar verður opnað þriggja stjörnu tjaldsvæði ofan Reykjanesbæjar.Tjaldsvæðið er útbúið samkvæmt nýjustu stöðlum, en Alex ferðaþjónust- an verður rekstraraðili tjald- svæðisins. Framkvæmdir við tjaldsvæðið eru hafnar við mótelið og á að opna það al- menningi þann 1. júní. Á tjald- svæðinu verður mjög góð að- staða fyrir gesti og sem dæmi má nefna að á tjald- svæðinu verður glæsileg sal- ernis og sturtuað- staða, setu- stofa með sjónvarpi, gott úrval af bókum um Ísland og mjög góð aðstaða fyrir húsbíla þar sem hægt verður að hafa aðgang að raf- magni án aukagreiðslu.Tjald- svæðið Stekkur sem nú er við hlið Samkaupa í Njarðvík mun verða lagt af og Reykjanesbær draga sig úr þeim rekstri. Samt sem áður munu ýmiskonar hópar fá aðgang að Stekk eins og verið hefur. Frá ritstjórn Víkurfrétta Þar sem Víkurfréttir eru í dag sólarhring fyrr á ferðinni vegna frídags á morgun, vannst ekki tími til að hafa blaðið stærra en 32 síður. Vegna þess er talsvert af efni sem bíður birtingar. Meðal annars bíða nokkrar aðsendar greinar um skólamál og fl. Þær munu birtast í Víkurfréttum í næstu viku. Bendum á vef Víkurfrétta sem er uppfærður alla daga vikunnar. Íbúar við Miðtún í Keflavík héldu útifund með bæjarstjóra á mánudagskvöld til að ræða það hvort gatan ætti að vera opin eða lokuð við Hringbraut. Gatan verður opnuð. 21. tbl. 2004 umbrot 18.5.2004 15:43 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.