Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Í bú afundur Á rna Sigfú sson-ar bæ jarstjó ra Reykjanes-bæ jar með íbú um Njarð- víkur var vel só ttur í Njarðvík- urskó la fyrir helgi. Há tt í eitt- hundrað manns só ttu fundinn. Eins og á tveimur fyrri fund- um Á rna kynnti hann allar  æ r helstu framkvæ mdir sem eiga sé r stað í sveitarfé laginu. Auk  ess var varpað framtíð- arsýn bæ jarins upp á sýning- artjaldið. Í kjö lfar  ess var far- ið ú t í hverfistengdari umræ ðu og ræ tt um  að sem gert hefur verið og/eða betur mæ tti fara í hverfinu. Ágætar umræður sköpuðust eftir erindi bæjarstjóra. Flestar voru þær á sviði umhverfis- og um- ferðaröryggismála. Gangbraut á Njarðarbraut við Borgarveg fékk talsverða umræðu, enda hættu- legt horn að allra mati. Fram kom á fundinum að hvorki verð- ur grafið undir götuna, né brúað. Hins vegar er verið að vinna að tillögu að breytingu á legu göt- unnar frá Borgarvegi að Hjalla- vegi með tilkomu svokallaðs kirkjutorgs, minni umferðarhraða og meiri gróðri. Má búast við að ráðist verði í þá framkvæmd á næsta ári, að höfðu samráði við söfnuðinn í Ytri Njarðvíkur- kirkju. Í sumar verður hins vegar haldið áfram við lagfæringar á útliti Njarðarbrautar frá horni Flugvallarvegar og að Sjávar- götu, að undanskildum kafla framan við kirkjuna, skrúðgarð- inn og Sparisjóðinn. Litaval í málningu opinberra bygginga í bæjarfélaginu kom til tals á fundinum. Spurt var um það hvaða litur yrði á íþróttahúsi Njarðvíkur og jafnframt hvort ekki ætti að mála Njarðvíkur- skóla í örðum lit. Var fundurinn sammála um að græni liturinn ætti að fara af Njaðvíkurskóla og einhver „ smekklegri“ kæmi í staðinn. Byggingaframkvæ mdirvið nýtt stjó rnsýsluhú s ímiðbæ Sandgerðisbæ jar ganga vel. Bú ið er að steypa grunn byggingarinnar og á fö studag var verið að ljú ka við steypuvinnu á gó lfplö tu hluta hú ssins. Gert er rá ð fyrir að innan tveggja vikna verði ö ll gó lfplatan steypt. Framkvæmdin er á vegum Sandgerðisbæjar, Miðnestorgs ehf og Búmanna hsf, en aðal- verktaki er Húsagerðin ehf. Um er að ræð 3ja hæða byggingu, alls um 3.200 m2. Í húsinu mun verða bókasafn, bæjarskrifstofur,  mis þjónustu- starfsemi, miðjukjarni með þjón- ustueldhúsi og íbúðir. Gengið verður frá lóð með mal- bikuðum bílastæðum, hellulögn og öðrum frágangi. Á lóðinni er gert ráð fyrir fjölskyldugarði og tjörn. Fyrirhugað er að taka stjórn- s sluhúsið í notkun í febrúar á næsta ári. S igurði Guðmundssyni 10á ra gö mlum voru fæ rðargó ðar gjafir á laugardag frá Flytjanda, Eimskip og Kiwanis á Suðurnesjum, en hann fé kk hjó lajakka og hjó la- hanska að gjö f. Í fyrra lenti Sigurður í alvarlegu slysi  egar keyrt var á hann  egar hann var á hjó linu. Sigurður var með hjá lm á hö fðinu og er full- yrt að  að hafi bjargað lífi hans. Jón Norðfjörð umboðsmaður Eimskips og Flytjanda á Suður- nesjum afhenti Sigurði gjöfina og við það tilefni sagði Jón að þeir aðilar sem stæðu að hjálma- átakinu vildu vekja athygli á því að hjálmanotkun borgar sig. „ Við viljum hvetja alla til að nota hjálma og fá börnin til að vakta hvert annað um að nota hjálma.“ Kiwanismenn, Flytjandi og Eim- skip gefa öllum sex ára börnum á landinu hjálma um þessar mund- ir. ➤ Íbúafundir í Reykjanesbæ: ➤ Hjálmur bjargaði lífi Sigurðar Guðmundssonar, tíu ára: Íbúafundur vill græna litinn af Njarðvíkurskóla Gólf steypt í stjórn- sýsluhúsi í Sandgerði Jón Norðfjörð afhendir Sigurði gjöf- ina, en með þeim á myndinni eru sex ára krakkar sem fengu hjálma frá Kiwanis, Flytjanda og Eimskip. Fékk hjólajakka og hanska að gjöf stuttar f r é t t i r Sprautunálar finnast við Heiðarholt ■ Fimm sprautunálar fundust við Heiðarholt í Reykjanesbæ í síðustu viku. Í búi við Heiðarholt tilkynnti málið til lögreglunnar í Keflavík. Var ein nálin notuð en fjórar ónotaðar. Voru nálarnar sóttar af lögreglu og þeim eytt. Að sögn lögreglunnar í Keflavík má teljast líklegt að nálarnar tengist fíkniefnaneyslu. 21. tbl. 2004 umbrot 18.5.2004 12:51 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.