Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ Sauðburður í Grindavík að taka enda: Kallinn á kassanum JÓNSI ER FRÁBÆR! Kallinn er gíf- urlega ánægður með frammistöðu hans í Evróvision Söngvakeppninni. Á hverju ári fylgist Kallinn spenntur með keppninni og það er alltaf jafn gaman hjá honum. Síðustu 12 árin hefur Kallinn alltaf grillað rétt áður en keppnin hefst og fengið íshrist- ing í eftirmat. Gott kaffi á eftir hefur ekki spillt kvöldinu. Jónsi - til ham- ingju! KNATTSPYRNUDEILD Keflavíkur gerði góða ferð til Akureyrar þar sem þeir unnu KA 2-1. Kallinn er einn helsti stuðningsmaður Kefla- víkur, bæði í körfunni og boltanum og er Kallinn á þeirri skoðun að fót- boltadrengirnir hafi sjaldan verið í eins góðu formi. Það verður veru- lega spennandi að fylgjast með þeim og Kallinn spáir þeim 5 efstu sætunum. NJARÐVÍKINGAR gerðu líka góða hluti þegar þeir gjörsamlega rass- skelltu Breiðablik. Kannski kemur að því að Njarðvíkingar og Keflvík- ingar spili saman í úrvalsdeildinni - þó Kallinn efist kannski um það. HEFUR EINHVER heyrt um frekari uppsagnir á Keflavíkurflugvelli? Kall- inn hefur verið að heyra sögur og fengið eitthvað af pósti um fyrirhug- aðar uppsagnir. Hafið samband! Netfang Kallsins er kallinn@vf.is „  ú kemur tíu mínútum of seint væni minn,“ sagði Guðjón þegar Víkurfréttir litu við í fjárhúsun- um í Vík. „ Hún var tvílembd blessunin,“ sagði Guðjón um leið og hann tók lömbin upp og færði þau nær mömmu sinni.  au voru hálf völt á fótunum og þeim var kalt, enda ekki nema nokkrar mínútur síðan þau voru í hl ju legi móðurinnar. En lömbin eru ótrúlega fljót að koma sér á lapp- irnar og sömuleiðis eru þau ekki lengi að finna spena mömmunn- ar sem reynir að leiðbeina krílun- um. „ Já, svona komdu nú,“ sagði Guðjón og hélt á lömbunum inn í hlöðuna þar sem átti að setja þau og mömmuna í stíu. „  að er ör- uggara að hafa þau hér.“ Hinn kunni Grindvíkingur Dag- bjartur Einarsson á fimm ær og einn gemling í húsinu. „ Maður er ekki í þessu út af hagnaðinum, það er alveg á hreinu,“ sagði Dagbjartur og hló um leið og hann steig inn í stíuna hjá Gránu sem varð þrílembd í morgun - í þriðja sinn. „ Já hún er algjör eð- alkind - það er hún,“ sagði hann um leið og hann tók lömbin upp. „ Tvær stelpur og einn strákur.  að verður örugglega alið undan þér Grána mín,“ sagði Dagbjart- ur stoltur á svip. Dagbjartur segist hafa óskaplega gaman af því að standa í þessum smábúskap. „ Maður náttúrulega ólst upp með þessu og þessir kallar sem eru með fé hér eru í þessu vegna ánægjunnar.  að er nú ekki svo d rt lambakjötið maður.“  að fer vel um féð í Vík og greinilega er vel hugsað um það. Fyrir utan fjárhúsin er lítið gerði þar sem kindurnar sem óbornar eru geta sólað sig. Vinsælasta ærin í fjárhúsunum er Fríða. „ Hún er langvinsælust og krakk- arnir hreinlega d rka hana.  egar þeir koma og heimsækja hana getur hún verið klukkustundun- um saman í fanginu á þeim þar sem krakkarnir klappa henni og strjúka,“ sagði Guðjón um leið og hann strauk Fríðu sem leit annars gæfulegum augum á blaðamann. Tvær ær þrílembdar M esta fjö lgunin í Grindavík á sé r stað í fjá rhú sunum í Vík,vestast í bæ num en  ar hó fst sauðburður á dö gunum. Ífjá rhú sunum eru 39 æ r og 8 gemlingar. Guðjó n Þorlá ks- son á mest af fé nu en alls eru  að níu aðilar sem eiga fé í fjá rhú s- unum. Guðjón Þorláksson hefur haldið fé í fjárhúsunum í Vík frá árinu 1980, en faðir hans Þorlákur Gíslason var bóndi í Vík með um 170 ær á tímabili. Hér er Guðjón með lömbin sem komu í heiminn 10 mínút- um áður en myndirnar voru teknar. Dagbjartur heldur á þremur lömbum sem Grána bar. Þetta er í þriðja sinn sem hún er þrílembd. Ráðist á mann um hábjartan dag í Sandgerði ■ Ráðist var á mann um fimmleytið í Sandgerði á föstudag.  egar lögreglumenn komu á staðinn voru árásarmennirnir á brott en þeir voru síðar stöðvaðir á Reykjanesbraut þar sem rætt var við þá. Var síma og gleraugum meðal annars stolið af manninum en munirnir fundust í Sandgerði. Maðurinn hlaut minniháttar áverka. Hundruð lítra af olíu láku í Grindavíkurhöfn ■ Nokkur hundruð lítrar af olíu láku í Grindavíkurhöfn á fimmtu- dagskvöld. Verið var að dæla gasolíu á Tjaldanes GK-525 þegar óhappið varð. Talið er að olían hafi lekið gegnum yfirfallsrör þegar verið var að dæla á dagtanka skipsins. Olíufnykur fannst við höfnina en talið er að olían hafi lekið í sjóinn í um klukkustund. Hafnarvörður hjá Grindavíkurhöfn tilkynnti um mál- ið til lögreglunnar í Keflavík sem síðan tilkynnti það heilbrigðiseftir- liti. Kona féll af hestbaki í Vogum ■ Kona datt af hestbaki er hestur sem hún sat fældist vegna mótor- hjóls sem ók í námunda konunnar. Atburðurinn varð við hesthúsa- byggð í nágrenni Voga á Vatnsleysuströnd á föstudagskvöld. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á staðinn og var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Varnarliðið stelur staurum á merktri bifreið ■ Í fyrradag var tilkynnt um að varnarliðsmenn væru að taka tré- staura við Háabjalla. Voru mennirnir á varnarliðsbifreið. Hafði lög- reglan á Keflavíkurflugvelli upp á bifreiðinni skömmu síðar og þeim aðilum sem þarna voru að verki. Viðurkenndu varnarliðsmennirnir verknaðinn en kváðust halda að þeim hafi verið þetta heimilt. Ekki er vitað hvað varnarliðsmennirnir hafi ætlað sér að gera við tréstaurana. N Ý J U ST U F R É T T I R Á V F. I S 21. tbl. 2004 umbrot 18.5.2004 13:17 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.