Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 17
5 Geysilegur áhugi var áleik KR-inga og Kefl-víkinga á Laugardals- vellinum 15. júlí enda voru þeir með í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn. Keflvíkingar gripu til þess ráðs að sækja Rúnar Júlíusson, sem var þá 19 ára, til Raufarhafnar þar sem hann var með Hljómum við skemmtanahald. Ferð hans til Reykjavíkur varð mjög söguleg. Rúnar komst ekki með flugvél frá Akureyri - var rekinn til baka þar sem hann var á biðlista. Keflvíkingar settu þá allt á fullt og eftir mikla hringingar norður fékkst far fyrir Rúnar með lítilli flugvél til Ísafjarðar og þaðan til Reykjavíkur. „Það var ótrúlega erfitt að ná Rúnari hingað til Reykjavíkur. Sennilega verra heldur en þótt hann hefði verið í New York,” sagði Hafsteinn Guð- mundsson, formaður Íþrótta- bandalags Keflavíkur, þegar Rúnar kom til Reykjavíkur. Þegar Rúnar rifjar upp þessa tíma er ekki laust við að maður heyri votta fyrir svolítilli fotíðarþrá í röddinni. „Þetta tók svolítið á því að ég var að byggja líka þannig að þetta voru oft langir sólarhringar. Og smá stress sem fylgdi þessu.” Rúnar bætir því við að ástæðan fyrir þessari fyrirhöfn hafi senni- lega verið að hópurinn var ekki mjög breiður þótt ekki vantaði hæfileikana. „Þeir vildu hafa mig í liðinu. Svo voru allir leikmenn mikilvægir og það mátti ekki vera mikið um meiðsli og svoleiðis. Leikirnir voru yfirleitt eftir há- degi á sunnudögum og maður var kannski að spila á Siglufirði eða einhversstaðar. Þá þurfti maður að sendast þetta í flugvél- um og leigubílum á nóttunni.” Rúnar játar að oft haf i verið þreyta í honum eftir ferðalög og krefjandi tónleikahald langt fram á nætur. „Það gæti verið, en mað- ur var samt fenginn í leikina og ég held að ég hafi staðið mig al- veg þokkalega. Þetta var mjög skemmtilegur, en annasamur tími.” Þetta fyrirkomulag hélt áfram hjá Rúnari í tvö eða þrjú ár í við- bót svo var bara ekki hægt að koma því við lengur. „Ég varð bara að velja á milli. Það var erfitt að hafna fótboltanum, en ætli ég væri ekki bara þjálfari í dag ef ég hefði valið hina leiðina, en nú get ég verið enn að spila í músikinni!”, sagði Rúnar og sagðist ekki sjá eftir neinu í dag. „Ég hef aldrei iðrast neins. Það voru ekki þessir peningar í bolt- anum eins og í dag. Maður hefði nú sennilega lent í atvinnu- mennsku ef ég hefði verið 19 ára 2004! Þetta var erfitt en virkilega gaman. Ég hefði ekki viljað missa af neinu.” Þrátt fyrir að Rúnar hafi verið mikilvægur hlekkur í meistara- liðinu fékk hann þó ekki verð- launapeninginn fyrr en löngu seinna. „Ég fékk ekki peninginn fyrr en mörgum áratugum síðar. Ég gat ekki verið við afhending- una því ég fór strax eftir að við tryggðum okkur titilinn út til Liverpool að spila með Hljóm- um.” „Þetta voru skemmtilegir tímar og ég vona að bikarinn komi aft- ur hingað suður í ár“, sagði rokkarinn síungi að lokum. Rúnar sóttur til Raufarhafnar Varð að velja milli rokksins og boltans! ÞÚ ERT SVONA ÞRÆLFÓTBROTINN! Keflvíkingar léku í Evrópukeppninni við mörg stórlið á Gullaldarárum liðsins. Hér eru nokkrir liðsmanna Keflavíkur fyrir leikinn á NEP þjóðarleikvanginum í Ungverjalandi 1965. Þegar leikmenn voru kynntir fyrir leikinn héldu Ungverjar að allir Keflvíkingarnir væru bræður því nöfn þeirra enduðu öll eins, - á son. Á myndinni eru f.v.: Ólafur Marteinsson, Magnús Haraldsson, Guðni Kjartansson, Högni Gunnlaugsson, Kjartan Sigtryggsson, Jón Ólafur Jónsson. Aftari röð f.v.: Rúnar Júlíusson, Sigurður Albertsson, Sigurvin Ólafsson, Einar Magnússon, Geirmundur Kristinsson og Óli B. Jónsson, þjálfari. Bræðralið Keflvíkinga í Ungverjalandi Jón Jóhannsson má meðsanni kalla einn allrabesta framherja sem spil- að hefur með Keflavík og er með markahæstu mönnum fé- lagsins frá upphafi þrátt fyrir að hafa hætt í boltanum aðeins 24 ára. Enda fékk hann viðurnefnið „Marka-Jón“. Hann sagði að tíminn með Keflavíkurliðinu hafi verið góður tími. Jón skoraði mörg góð mörk fyrir lið sitt og þakkar því að hluta til hversu góða meðspilara hann hafði. „En samt er það nú þannig að ég veit ekki hvort það sé í genunum en ég varð markakóng- ur ‘66, Steinar bróðir 1970 og Guðmundur sonur hans árið 2000. Þetta er einhvernveginn í blóðinu... að vera á réttum stað á réttum tíma.” Jón var ekki þekktur fyrir að láta smámuni á sig fá, en sló öll met í þeim málum þegar hann skoraði mark fótbrotinn. „Við vorum á móti Val og ég lenti í samstuði. Ég hélt áfram, var alveg að drep- ast, en skoraði nú samt mark. Svo fór ég daginn eftir til Kjart- ans, heitins, Ólafssonar, sem var héraðslæknir og mikill áhuga- maður um fótbolta. Hann stillti mér upp á kassa fyrir aftan gegn- umlýsingarvél horfði svo á fótinn og sagði: Nei, nei! Þú ert svona þrælfótbrotinn!” Jón er ekki í vafa um hverjum sé að þakka þessi góði árangur liðs- ins. „Hafsteinn Guðmundsson var algjör frammúrstefnumaður. Það sem hann gerði á þessum tíma var langt á undan hans sam- tíð. Hann var að senda menn til útlanda í fótboltaskóla og æfa með stórliðum eins og Arsenal. Hann setti upp flóðljósin og gerði Keflavík að því sem það varð. Hafsteinn á allan heiður af þessu!” -sagði læknirinn við Marka-Jón sem skoraði mark fótbrotinn gegn Valsmönnum Jónarnir í Keflavík Jón Ólafur og Marka-Jón á gleði- stund eftir Íslandsmeistaratitilinn 1964. Jón Jóhannsson, Rúnar Júlíusson og Guðni Kjartansson ganga af leikvelli eftir einn leikinn sigurárið 1964. KEF LEIKSKRA tilbuin 18.5.2004 14:51 Page 5

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.