Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.07.2004, Side 6

Víkurfréttir - 22.07.2004, Side 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! • KJARNABORUN • MÚRBROT • TÆKJALEIGA Gerum föst verðtilboð í öll verk, stór sem smá! JÓN HELGASON SÍMI 824 6670STEYPUSÖGUN ➤ Varnarliðið reynir enn að trufla ljósmyndara Víkurfrétta: ➤ Fréttamyndataka við Patterson: V ið erum eiginlega bara búnar að komahingað einu sinni en við eigum örugg-lega eftir að koma aftur,“ sögðu vinkon- urnar Berglind 6 ára og Guðrún 5 ára þar sem þær voru í nestisferð í Skrúðgarðinum í Njarðvík. Þær voru með dúkkuvagnana með sér og léku sér með dúkkur og dúkkuföt. Þegar þær voru spurðar hvað þær ætli að gera í sumar voru þær ekki lengi að svara: „Við ætlum bara að skemmta okkur og leika okkur heilmikið í sumar.“ Í nesti voru stelpurnar með súkkulaði, eins og kannski sést á myndinni. Ætlum að leika okkur í sumar Berglind og Guðrún sátu í mestu mak- indum á teppinu sínu og með dúkkurnar í skrúðgarðinum í Njarðvík. L jósmyndari Víkurfréttavar á þriðjudag um-kringdur af hermönnum varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli þar sem hann var við störf sín fyrir utan hliðið að Patter- son flugvelli. Hermenn og her- lögreglumenn gerðu athuga- semdir við störf ljósmyndarans og bönnuðu honum að beina myndavélinni í átt að flugvell- inum. Hermennirnir kröfðust þess að fá stafrænt myndakort úr myndavélinni afhent. „Þeir stoppuðu mig og báðu mig að eyða myndunum. Ég tók það ekki í mál og þá fóru þeir að hringja í hina og þessa til að fá fyrirmæli,“ segir Atli Már Gylfa- son ljósmyndari Víkurfrétta en alls voru sjö lögreglubílar kallað- ir á staðinn. „Mér leið eins og ég væri einhver stórglæpamaður því þarna voru fjölmargir hermenn sem stóðu í kringum mig.“ Atli segir að hann hafi verið krafinn um kortið úr myndavél- inni en að hann hafi staðfastlega neitað að afhenda það. „Ég sagði þeim að ég myndi aldrei afhenda þeim kortið - fyrr þyrftu þeir að handtaka mig,“ segir Atli en hann var stöðvaður í tæpa klukkustund vegna málsins. Að lokum var honum leyft að fara eftir að hermennirnir höfðu ráð- fært sig við almannatengslaskrif- stofu varnarliðsins. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem hermenn/herlögreglu- menn af Keflavíkurflugvelli gera athugasemdir við störf ljósmynd- ara Víkurfrétta utan girðingar varnarliðsins. Í fyrsta skiptið var ljósmyndara blaðsins meinað að mynda við kirkjugarð Keflavíkur við Garðveg og fyrir um tveimur vikum var gerð athugasemd við ljósmyndara blaðsins þar sem hann var við fréttaljósmyndun við Grænás. Róbert Marshall formaður Blaðamannafélags Íslands hefur fordæmt vinnubrögð hermanna varnarliðsins vegna afskipta þeir- ra af ljósmyndurum Víkurfrétta. Róbert sagði þegar ljósmyndari blaðsins var stöðvaður við Grænás fyrir um tveimur vikum að viðbrögð hermannanna lýstu mikilli vankunnáttu á réttindum blaðamanna á Íslandi. „Auðvitað hefur ljósmyndari Víkurfrétta all- an rétt til að ljósmynda það sem honum sýnist og beina sinni myndavél að bandarískum her- mönnum jafnt sem herstöðinni. Ég hef ekki trú á öðru en að þarna hafi verið á ferðinni her- maður sem oftúlkar valdsvið sitt. Blaðamannafélagið mun gera formlega athugasemd við herinn og íslenska utanríkisráðuneytið komi í ljós að hermenn hagi sér með þessum hætti gagnvart ís- lenskum blaðamönnum að undir- lagi yfirmanna sinna.“ Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta segir að það sé ekki hægt að star- fa við það að ljósmyndarar blaðs- ins eigi það á hættu að vopnaðir hermenn mæti þegar þeir sinna störfum sínum fyrir utan girð- ingu varnarsvæðisins. „Við mun- um í framhaldi þessara síðustu atburða senda formlegt erindi til Blaðamannafélags Íslands þar sem óskað verður eftir að þessi mál verði tekin til skoðunar.“ Hermenn hindra ljósmyndara Víkurfrétta í störfum sínum VF LJ ÓS M YN D: Jó ha nn es K r. k ris tjá ns so n. Hermenn stöðvuðu för ljósmyndara Víkurfrétta í tæpa klukkustund þar sem hann var við fréttamyndatöku við hlið Patterson flugvallar. Sjö lögreglubílar voru á vettvangi þegar mest var og á myndinni má sjá fjóra herlögreglubíla og hermenn ræða við ljósmyndarann. Hermennirnir kröfðust þess að ljósmyndarinn léti stafrænt myndakort af hendi. Því var neitað. Um sexleytið á þriðjudag gerði lögreglan á Keflavíkur-flugvelli athugasemdir við störf fréttamanns og kvik-myndatökumanns Ríkissjónvarpsins þar sem þeir voru staddir við Patterson flugvöll.Voru þeir að vinna frétt vegna at- burða þegar hermenn gerðu athugasemdir vegna starfa ljós- myndara Víkurfrétta við flugvöllinn fyrr um daginn. Var þeim tjáð að ekki væri ekki heimilt að mynda Patterson flug- völlinn. Lögreglumenn af Keflavíkurflugvelli voru kallaðir til að beiðni herlögreglunnar. Eftir nokkur símtöl kom í ljós að ekki var hægt að meina fréttamanni og kvikmyndatökumanni sjónvarpsins að mynda við flugvöllinn. Er þetta í annað sinn í dag sem lögreglan og bandaríski herinn gera athugasemdir við störf fjölmiðlamanna utan víggirtra svæða sem herinn á. Reynt að stöðva fréttamann Sjónvarpsins Megi Guð vera með ykkur öllum. Halla Tómasdóttir Pálmi B. Einarsson Linda Björk Pálmadóttir Þórdís Halla Gunnarsdóttir Finna Pálmadóttir Guðjón Á. Antoníusson Tómas Pálmason Jón N. Hafsteinsson Halldís Bergþórsdóttir Tómas Tómasson Finna Pálmadóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð vegna fráfalls okkar ástkæru Jórunnar Pálmadóttur 30. tbl. 2004LOKA 21.7.2004 12:16 Page 6

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.