Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.07.2004, Page 12

Víkurfréttir - 22.07.2004, Page 12
G eitungar hafa svo sann-arlega gert sig heima-komna í garðinum hjá Guðmundi Sigurðssyni og Kristínu Jónasdóttur í Sand- gerði en á rúmri viku hefur tveimur geitungabúum verið eytt í garðinum. Í fyrra skiptið var búi eytt af meindýraeyði en í seinna skiptið greip Guð- mundur til sinna ráða og eyddi búinu. Hann sagði það lítið mál. Eitur á bensínstöðvum „Það er hægt að fá gott skordýra- eitur í Esso en ræsissprey eða bremsudiskahreinsir er mjög góður sem eitur fyrir geitung- ana,“ segir Guðmundur en hann notaði skordýraeitur til að drepa geitungana. Mikið líf um kvöldið „Ég sprautaði yfir búið þegar það var farið að rökkva og beið með að hreinsa það burt þar til daginn eftir. Kvöldið sem ég úðaði eitr- inu yfir var mikið líf í kringum búið en um morguninn var engin hreyfing. Það var því lítið mál að hreinsa búið og koma því í poka.“ Verða vitlausir í ágúst Guðmundur varð ekki fyrir neinu ónæði þegar hann tók búið og hann segir að geitungarnir hafi látið lítið fyrir sér fara. „Það er ekki fyrr en í ágúst sem að þeir verða kolvitlausir. Ég vildi bara eyða þessu strax svo þeir færu ekki að ónáða fjölskylduna,“ seg- ir Guðmundur en honum er meinilla við geitunga. „Ég var stunginn í lærið þegar ég var er- lendis og lærið bólgnaði upp. Það er ekki þægilegt að vera stung- inn.“ Að sögn Guðmundar er gott fyrir fólk að fylgjast með umferð geit- unganna í garðinum og finna þannig búið. „Þær eru uppteknar af því að fljúga alltaf sömu leið- ina og maður finnur búið þan- nig.“ 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r S amtökin Betri Bær kyn-ntu í dag umhverfisátaksem mun felast í því að fegra húsin við Hafnargötu, sjávarmegin að þessu sinni. Skýtur skökku við að á meðan Hafnargatan tekur á sig sífellt fallegri blæ er ástand húsanna á bakhliðinni enn frekar ósjá- leg í flestum tilfellum. Betri Bær, í samstarfi við Hörpu Sjöfn, Reykjanesbæ og nokkur fyrirtæki í málningargeiranum, hefur nú gefið húseigendum við Hafnargötuna tækifæri til að gera bragarbót. Allir við Hafnargöt- una, sem og aðrir íbúar Reykja- nesbæjar, eiga þess kost að fá málningu á góðum kjörum hjá Hörpu Sjöfn auk þess sem þar mun liggja fyrir listi yfir málara- meistara sem eru þátttakendur í átakinu. Markmiðið með þessu framtaki er að hvetja alla hlutaðeigandi til að mála allar fasteignir á Hafnar- götunni, báðum megin, á næstu tveimur árum. Myndir: 1)Húsin við Hafnargötu eru ekki eins glæsileg séð frá þessari hlið. 2) Fundarmenn hitt- ust úti í góða veðrinu og virða fyrir sér verkefnið. Hafnargatan fær upplyftingu hinum megin ➤ Umhverfisátak í Reykjanesbæ heldur áfram: ➤ Íbúi í Sandgerði sker upp herör gegn geitungum í garðinum hjá sér: Sá hluti Hafnargötunnar sem snýr að sjónum verður tekinn í gegn á næstunni. L augardaginn 24. júlí kl.14.00 verða haldnirsannkallaðir stórtónleik- ar í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Þetta eru tónleikar tékkneska tónlistar- hópsins Musica ad Gaudium sem hefur lagt lykkju á leið sína milli anna við tónleika- hald á meginlandi Evrópu. Í heimsókn sinni hingað til lands mun hópurinn einnig halda tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 25. júlí kl 17.00 og í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar þriðjudaginn 27. júlí kl 20.30. Tékkneski tónlistarhópurinn Musica ad Gaudium hefur sér- hæft sig í flutningi tónlistar frá endurreisnar- og barokktímabil- inu, er mikilsvirtur á því sviði og hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga. Hann hefur margoft gert upptökur fyrir tékkneska útvarp- ið auk tónleikahalds í Tékklandi og nágrannalöndum. Musica ad Gaudium skipa: Andrea Brocáková sópran, Alena Tichá semballeikari, Jaromír Tichý flautuleikari og Václav Kapusta fagottleikari. Auk þess að leika með Musica ad Gaudium taka þau öll virkan þátt í hinu fjöl- breytilega tónlistarlífi Tékklands sem einleikarar, í hljómsveitar- og kammertónlist auk kennslu. Gestur þeirra á tónleikunum er Eydís Franzdóttir óbóleikari. Á efnisskrá tónleikanna er tékk- nesk barroktónlist auk verka eftir Bach, Telemann, Marcello ofl. Stórtónleikar í Kálfatjarnarkirkju Hreinsaði geitungabúið sjálfur Sprautað í búið. Daginn eftir var búið skorið burt... ...og sett í gulan Bónuspoka.Þeir voru heldur óhressir með vökvann. Guðmundur ásamt sonum sínum. Fyrir nokkrum árum var Guðmundur stunginn af geitungum erlendis og í kjölfarið bólgnaði á honum lærið. Honum er meinilla við geitunga og vildi losna við þá úr garðinum. 92% lestur á Suðurnesjum - samkvæmt könnun Gallup fyrir Víkurfréttir Auglýsingasíminn er 421 0000 Slapp með skrekkinn ■ Ungir drengir komu í veg fyrir eldsvoða í íbúð að Ása- braut 11 í Reykjanesbæ að- faranótt sunnudags. Þeir sögðust hafa heyrt í reyk- skynjara og runnið á hljóðið. Þegar þeir litu inn um glugg- ann í húsinu sáu þeir reyk og höfðu samband við neyðarlín- una þegar í stað. Lögreglan spennti upp glugga þar sem komið var að húsráðanda sof- andi í íbúðinni. Honum var ekki meint af. Plast sem lá á eldavél í húsinu hafði bráðnað og myndað reyk í húsinu en slökkviliðið reykræsti íbúðina. 30. tbl. 2004LOKA 21.7.2004 12:17 Page 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.