Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.07.2004, Síða 17

Víkurfréttir - 22.07.2004, Síða 17
VÍKURFRÉTTIR I 30. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 22. JÚLÍ 2004 I 17 Sportpóstur: sport@vf.is K örfuknattleiksmennirnirFannar Ólafsson og LogiGunnarsson munu stan- da fyrir námskeiði fyrir unga og upprennandi körfusnillinga í íþróttahúsinu við Sunnubraut næstkomandi laugardag. Kapparnir voru með annað nám- skeið fyrr í sumar og hugðust koma aftur í ágúst, en vegna anna með liðum sínum í Þýska- landi og Grikklandi þurftu þeir að flýta áætlunum sínum. Þeir Logi og Fannar hafa gert víðreist um landið í sumar og verið með námskeiðin, sem eru í samvinnu við KKÍ, í mörgum byggðarlögum. „Við vorum til að mynda í Vík í Mýrdal laugardaginn 10.júlí og var áhuginn gríðarlegur,“ sagði Logi í samtali við Víkurfréttir. „Það kom okkur mikið á óvart hversu margir úr svona litlu bæj- arfélagi mættu á námskeiðið og ég vona að við sjáum sama áhuga í Reykjanesbæ. Það er enda mjög mikilvægt að krakkar æfi sem mest yfir sumartímann því það er tíminn til að bæta ein- staklingshæfileika sína. Ég hef fundið það sjálfur í gegnum tíð- ina að það margborgar sig.“ Námskeiðið verður haldið laug- ardaginn 24. júlí milli kl. 13 og 16 og er fyrir krakka á öllum aldri. Þátttökugjald er 2500 kr. og er veittur 50% systkinaafsláttur. Áhugasamir geta skráð sig á staðnum áður en námskeiðið hefst. Fannar og Logi aftur með námskeið um helgina T orfærukempan GunnarGunnarsson á Trúðnumlenti í öðru sæti á Heims- bikarmótinu sem kláraðist um helgina. Hann var í öðru sæti í keppninni í Stapafelli á Reykjanesi en náði toppsætinu á Hellu. Gunnar hlaut einnig tilþrifaverðlaun fyrir frammi- stöðu sína þar. Keppnin var í uppnámi allt fram á síðustu stundu þar sem lengi vel var útlit fyrir að ekki næðist að losa bíla erlendu keppendanna út úr tolli í tæka tíð. Tollayfirvöld settu óheyrilegar kröfur um tryggingarfjárhæð, 25 milljónir króna, en með hjálp góðra manna á réttum stöðum var hægt að leysa málið. Keppn- irnar fóru fram eftir rest og var almenn ánægja með framkvæmd þeirra. Gunnar var þó ekki alveg sáttur við annað sætið í Heimsbikarn- um þar sem hann á góðu að venj- ast, enda margfaldur Íslands- meistari og Akstursíþróttamaður ársins í fyrra. „Ég hefði getað tekið þetta en það munaði bara einu stigi í lokin.“ Hann er sem stendur í efsta sæti Íslandsmótsins í götubílaflokki og í öðru sæti í heildarkeppninni þegar tvö mót eru eftir af tímabil- inu. Trúðnum gekk vel í torfærunni ➤ Torfærukeppnin í Stapafelli: K nattspyrnukonanNína Ósk Kristins-dóttir frá Sandgerði var valin í úrvalsliðið fyrir fyrstu 7 umferðir Lands- bankadeildar kvenna. Nína leikur með toppliði Vals og hefur skorað 10 mörk í sumar. „Þetta er auðvitað mikill heiður,“ sagði Nína í samtali við Víkurfréttir. „Ég þakka þjálfaranum mínum sérstaklega fyrir þessa framför hjá mér undanfarið. Hún hef- ur gert mig að mikið betri leikmanni en ég var áður en ég skipti yfir.“ Valsstúlkur hafa verið á mik- illi siglingu í sumar og trjóna á toppi deildarinnar. Nína sagði að þær ætluðu að sjálf- sögðu að halda út og taka titil- inn. „Við erum komnar það langt að við ætlum ekki að klúðra þessu núna og sláum ekkert af.“ Gunnar Gunnarsson á Trúðnum í einni þrautinni í Stapafelli um síðustu helgi. F yrir helgina kláruðustmeistaramót golfklúb-banna um allt land. Þar mátti sjá fjölmörg skemmtileg tilþrif og voru margir meis- tarar krýndir. Svo skemmtilega vildi til hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar að þrír ættliðir unnu til titla, í öldun- ga-, kvenna- og unglingaflokki. Golfklúbbur Suðurnesja Mfl. karla: 1. Örn Ævar Hjartarson 284 högg Mfl. kvenna: 1. Rut Þorsteinsdóttir 333 högg Öldungar: 1. Jóhann R. Benediktsson 260 högg Drengir: 1. Sigurður Jónsson 314 högg Golfklúbbur Grindavíkur Mfl. karla Gunnlaugur Sævarsson 300 Mfl. kvenna Arnfríður Grétarsdóttir 285 Öldungar Steinþór Þorvaldsson 271 Golfklúbbur Vatnsleysustrandar Mfl. karla Ragnar Davíð Riordan 249 Mfl. kvenna Ragnheiður Gunnarsdóttir 340 Öldungar: Gunnar Hallgrímsson 390 Unglingar: Gylfi Þór Rögnvaldsson 315 Golfklúbbur Sandgerðis Mfl. karla Bjarni Sigþór Sigurðsson 292 Mfl. kvenna Heiður Friðbjörnsdóttir 323 hög- gum. Öldungaflokkur Auðunn Gestson 327 Unglingaflokkur Viktor Gíslason 367 Fjölmargir meistarar á golfmótum á SuðurnesjumNína í úrvalsliðið Það er aldeilis hægt að segja að golf sé fjölskyldu- íþrótt en hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar voru þrír ættliðir á verðlauna- palli. Afinn Gunnar Hallgrímsson og mæðginin Ragnheiður Gunnarsdóttir og Gylfi Þór Rögnvaldsson. 30. tbl. 2004LOKA 21.7.2004 12:18 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.