Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2017, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 30.03.2017, Qupperneq 6
6 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is Lísa Einarsdóttir lék eitt aðalhlut- verkanna í Litlu Hryllingsbúðinni sem Leikfélag Keflavíkur hefur sýnt undanfarnar vikur og vakti athygli fyrir góða frammistöðu á sviðinu. Blaðamaður Víkurfrétta náði tali af Lísu þar sem hún var að ljúka við kennslu, en hún er umsjónarkennari annars bekks í Njarðvíkurskóla ásamt því að sinna, vægast sagt, mörgu öðru. Auk kennslunnar og leiklistarinnar er hún söngkona og móðir, svo fátt eitt sé nefnt. Lísa hefur frá unga aldri tekið þátt í tónlist. Sem barn var hún mikið í kórum, lærði söng í Domus Vox, hjá Tónlistarskóla FÍH og kláraði miðstig í klassísku námi í Söngskóla Reykja- víkur en áttaði sig síðan seinna meir á því að klassískt nám væri ekki hennar tebolli. „Ég hef verið að syngja úti um allt. Við skírnarathafnir, í brúð- kaupum, afmælum og á alls konar böllum bæði með hljómsveitum og með undirspil. Þetta hefur gefið mér góða reynslu.“ Árið 2009 tók Lísa þátt í Idol Stjörnu- leit þar sem hún endaði í 3. sæti. Fljótlega eftir það fór hún að syngja með hljómsveitinni Íslenska Sveitin sem spilaði víða. Hún tók einnig þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árin 2007 og 2011. „Það hefur alltaf verið draumurinn að fara með tónlistina mína út fyrir Ísland, en dómararnir í höfðinu hafa stoppað mig af,“ segir Lísa en hún hefur verið að semja tón- list og ætlar hugsanlega að gefa út lög á næsta ári. Lísa er meðlimur í Kíton, sem er hópur kvenna í tónlist á Íslandi. „Það hefur mikið verið rætt að það séu nánast engar konur í tónlist og að þær hafi ekki áhuga á tónlist. En það er bara alveg hellingur af konum þarna. Tilgangur Kíton er skapa jákvæða um- ræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist.” Meðal ann- arra meðlima Kítón af Suðurnesjum eru Elísa Newman, Harpa Jóhanns- dóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir. Lísa er lærður kennari, með diplómu í lestrarfræði, viðbótar diplómu í hag- nýtri jafnréttisfræði og með master í faggreinakennslu í grunnskóla. „Ég er bara búin að vera í smá fríi í tónlist- inni. Ég er búin að vera í námi síðan árið 2009 og eignaðist barn árið 2015.“ Samhliða öllu þessu tók Lísa þátt í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur á Litlu Hryllingsbúðinni, sem sýnd var seinustu vikur, sem hún segir hafa verið ótrúlega skemmtilegt. Með því fetaði hún í fótspor móður sinnar sem lék með leikfélaginu sem unglingur. „Ég þurfti bara einhvern veginn að koma mér af stað. Mig hefur ótrúlega lengi langað að leika með Leikfélagi Keflavíkur en hingað til ekki þorað. Svo ákvað ég bara að kýla á það. Það fer mikill tími í þetta en þetta gefur manni bara svo ótrúlega mikið.“ Dómararnir í höfðinu hafa stoppað mig af ●● „Alltaf●verið●draumurinn●að●fara●með●tónlistina●mína●út●fyrir●Ísland,“●● segir●söngkonan●Lísa●Einarsdóttir. Lísa á sviðinu í Frumleikhúsinu. Lísa baksviðs í Litlu hryllingsbúðinni. Lísa með nemendum sínum. Það voru nokkuð blendnar tilfinningar hjá mörgum eftir opinn fund um tvöföldun Reykjanesbrautar í Stapa í síðustu viku. Jón Gunnarsson sam- gönguráðherra veifaði engu peningaveski og sagði stöðuna þrönga því mesta fjármagnið færi í velferðar- og heilbrigðismál. Lausnin væri gjaldtaka. Viðbrögð við gjaldtöku hafa verið hörð og lang flestir á móti hugmyndinni. Ráðherra sagðist hafa fengið nokkuð sterk viðbrögð frá fólki frá Norðurlandi og Austurlandi, það væri fylgjandi því að fara í gjaldtöku ef það myndi flýta fyrir vegabótum eða nýjum göngum. Forráðamenn áhugahópana Stopp - hingað og ekki lengra og Grindavíkurvegar-hópsins sögðu í viðtölum við Víkurfréttir að með réttri útfærslu á gjaldtöku ætti að vera hægt að sannfæra landsmenn um að hún væri málið. Það var hins vegar svolítið sérstakt að daginn eftir fundinn greindi sami ráðherra frá aukafjármagni upp á tólf- hundruð milljónir króna og engu af því var veitt til vegamála á suðvestur horninu. Það er eiginlega ekki hægt að lesa annað út úr því en að ráðherra ætli ekki að gefa sig í gjaldtökunni. Framkvæmdir við Reykjanesbraut, Grindavíkurveg eða aðra vegi sunnanlands verði ekki að veruleika í okkar lífi nema með gjaldtöku. Líklega er ekki annað í stöðunni en að sætta sig við það en þó ekki öðruvísi en að hún verði þannig að Íslendingar sem nota vegina okkar mest greiði hóf- legt gjald en þeir sem nota vegina minna, eins og t.d. ferðamenn, greiði hærra gjald. Það var að heyra á ráðherra að unnið væri að slíkum hugmyndum. Þær eiga að líta dagsins ljós á næstu vikum. Það er nauðsynlegt að það gerist fyrr en síðar. Það er alveg hægt að taka undir rök ráðherrans um að með því að flýta framkvæmdum þannig sé mikill ávinningur, ferðatími sparast, bílarnir eyða minna eldsneyti og rúsínan í pylsuendanum sé fækkun slysa. Karl Óskarsson, ökukennari og skipstjóri á Suðurnesjum, kom með áhuga- verða umræðu á fundinum. Hann sagði að meirihluta bílslysa mætti rekja til mannlegra mistaka frekar en ástands vega eða farartækja. Hann benti á að auka þyrfti fræðslu en það hefði gefið mjög góða raun í sjávarútvegi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vakti athygli á þessu á fésbókarsíðu sinni og sagði: „Ætli margvísleg notkun farsíma undir stýri eigi ekki stóran þátt í þeim mannlegu mistökum? Hvernig væri að við tækjum höndum saman um bætta umferðarmenningu með öllum mögulegum ráðum. Virða umferðarlög, hámarkshraða, vera tillitssöm í umferðinni og svo framvegis. Að minnsta kosti ætla ég að lýsa því yfir hér að ég er hættur að nota símann undir stýri, nema að tala í hann með handfrjálsum búnaði, og skora á alla FB vini mína að gera slíkt hið sama. Steinhætta því!“ Örugglega geta mjög margir tekið undir orð bæjarstjórans. SÍMI UNDIR STÝRI RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. ATVINNA STARFSKRAFTUR ÓSKAST Í HREINGERNINGAR / RÆSTINGAR STAFF NEEDED. FULL TIME - TEMP WORK AND AND HOUR BY HOUR Okkur hjá Allt hreint vantar fólk til starfa. Í boði er fullt starf, hálft starf, afleysingar eða útkallsvinna ( tímavinna eftir samkomulagi ). Kröfur: Viðkomandi verður að vera amk 18 ára og vera með gild ökuréttindi Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@allthreint.is Requirements: Individuals must be at least 18 years old and have a valid driver’s licens Languages: Icelandic or good English We look for people for full time work (08:00 - 16:00 100%) Half day work (08:00 - 12:00 or 12:30 - 16:00) And also wokformat hour by hour If interested send e-mail to halldor@allthreint.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.