Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2017, Page 8

Víkurfréttir - 30.03.2017, Page 8
8 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vilja láta loka kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík sem fyrst og hafa sent erindi þess efnis til Umhverfisstofnunar. Fulltrúar Umhverfisstofnunar funda með bæjarráði í dag, fimmtudag, og fara yfir stöðu mála varðandi mengun frá verksmiðjunni. Nýlega lágu fyrir niðurstöður mælinga sem sýndu að styrkur arsens í andrúmslofti er mun meiri en gert var ráð fyrir í mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Í matinu er gert ráð fyrir að hæst geti styrkur arsens náð 0,32 ng/m3 en mælingar sýna að styrkurinn sé á milli 6 til 7 ng/m3. „Ég tel best að verksmiðjunni verði lokað strax. Það er búin að vera lykt nánast hvern einasta dag undanfarið og það gengur ekki. Það er greinilega eitthvað mikið að við rekstur verk- smiðjunnar. Nú er kominn sá tíma- punktur að þetta er komið gott,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjar- ráðs Reykjanesbæjar. Bæjaryfirvöld hafa haft þungar áhyggjur af mengun frá verksmiðj- unni í marga mánuði, að sögn Frið- jóns. „Við höfum verið í miklu sam- bandi bæði við fulltrúa United Silicon og Umhverfisstofnunar. Í síðustu viku höfðum við svo samband við Um- hverfisstofnun þar sem við höfðum áhyggjur af þeirri mengun sem hefur mælst. Þá ítrekuðum við þá skoðun okkar að Umhverfisstofnun taki til sinna ráða. Við lítum svo á að þessi verksmiðja sé á síðasta séns,“ segir hann. Samstöðufundur gegn stóriðju Boðað hefur verið til samstöðufundar gegn stóriðju í Reykjanesbæ á morgun, föstudaginn 31. mars, klukkan 18:00 við Ráðhúsið við Tjarnargötu. Í fundarboði segir að kominn sé tími til að íbúar Reykjanesbæjar láti í sér heyra vegna mengunar frá United Silicon og vegna fyrirhugaðrar bygg- ingar kísilverksmiðju Thorsil, einnig í Helguvík. Rætt á Alþingi Mengun frá verksmiðju United Sili- con var rædd á Alþingi í vikunni. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og íbúi í Reykja- nesbæ, baðst afsökunar á því að hafa á sínum tíma stutt við uppbyggingu starfseminnar í Helguvík sem hefði fengið hundruði milljóna í styrki frá ríkinu en greiddi starfsmönnum lág laun og hefði ekki stjórn á mengun. Afsökunarbeiðninni kom Ásmundur á framfæri í aðsendri grein á vef Vík- urfrétta og í ræðu sinni á Alþingi á þriðjudag. Heilsuspillandi áhrif til langs tíma Taldar eru mjög litlar líkur á að arsen- mengun undanfarna mánuði á Suður- nesjum muni valda alvarlegum heilsu- spillandi áhrifum eins og krabbameini hjá íbúum í nágrenni kísilverksmiðju United Silicon. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Sóttvarnalækni. Þar segir jafnframt að haldi mengunin áfram til nokkurra ára í svipuðu eða meira magni en nú er, megi búast við auknum líkum á heilsuspillandi áhrifum þó að ekki sé hægt að segja með vissu hversu mikil sú aukna áhætta er. Tekjur Isavia á síðasta ári námu 33 milljörðum, sem er aukning um 27 prósent á milli ára. Þetta er mesta tekjuaukning frá stofnun félagsins og má að mestu leyti rekja hana til fjölg- unar farþega á Keflavíkurflugvelli, að því er kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Ársreikningur Isavia var samþykktur á aðalfundi á dögunum. Heildaraf- koma nam 6,9 milljörðum króna að meðtöldum gengishagnaði upp á 2,8 milljarða króna sem er til kominn vegna styrkingar íslensku krónunnar. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 40 prósent á síðasta ári, flugvélum sem fóru um íslenska flug- stjórnunarsvæðið fjölgaði um 13,5 prósent og innanlandsfarþegum um 8 prósent. Að sögn Óla Björns Hauks- sonar, forstjóra Isavia, var síðasta ár frábært rekstrarár og ánægjulegur vöxtur á öllum sviðum fyrirtækisins. „Rekstur Keflavíkurflugvallar er auð- vitað mest áberandi, en þaðan koma mestu tekjurnar og hafa þær verið nýttar í nauðsynlega uppbyggingu flugvallarins. Hins vegar var einnig gríðarleg aukning í flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið og höfum við brugðist við henni með bættum búnaði, stækkun húsnæðis og fjölgun starfsfólks.“ Björn segir liggja fyrir að ráðast þurfi í miklar fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á næstu árum til að mæta áframhaldandi fjölgun farþega. Eiginfjárstaða sé sterk og félagið því vel í stakk búið til að takast á við þær. Á móti komi að þessar fjárfestingar muni kalla á aukið aðhald í rekstri á meðan þær standa yfir. Verksmiðja á síðasta séns ●● Bæjaryfirvöld●í●Reykjanesbæ●vilja●láta●loka●United●Silicon ●● Íbúar●hittast●á●samstöðufundi●gegn●stóriðju●á●morgun,●föstudag Mesta tekjuaukning Isavia frá stofnun ●● Miklar●fjárfestingar●á●næstu●árum●vegna●fjölgunar●farþega Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 40 prósent á síðasta ári. Mynd/Isavia Styrkur arsens í útblæstri frá kísilverksmiðju United Silicon er mun meiri en gert var ráð fyrir í umhverfismati. Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18. Reisa 30 metra fjarskiptamastur við Hópsnesvita ■ Neyðarlínan hefur óskað eftir heimild til að reisa 30 metra stálmastur við hlið Hópsnesvita til að bæta neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi. Auk þess skapast möguleiki fyrir fjarskiptafyrirtæki að bæta farsíma- og net- þjónustu. Hópsnesviti er 16 metra hár og því verður nýja mastrið næstum tvöföld hæð vitans. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn Grindavíkur að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um að settir verði skilmálar um jarðrask og frágang til að tryggja að umgengni á framkvæmdartíma verði til fyrirmyndar. Einnig að fyrir liggi jákvæð umsögn Vegagerðarinnar og Samgöngustofu ásamt leyfi landeigenda. Umsóknin var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur þar sem sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið. Á fundinum sam- þykkti bæjarstjórn samhljóða tillögu skipulagsnefndar. VILTU VINNA MEÐ OKKUR Í SUMAR? Við erum að leita að starfsmönnum í eftirfarandi störf: Umsóknarfrestur til 5. apríl 2017. Nánari upplýsingar um störfin má finna á www.sandgerdi.is Starfsskólinn - Flokkstjórar, 18 ára+ Leikjanámskeið barna - Umsjónarmaður, 20 ára+ Sumarvinna - Slátturhópur, 17 ára+ - Verkstjóri, 20 ára+ Íþróttasvæði - Umsjónarmaður með grasvöllum. Þjónustumiðstöð (áhaldahús) - Sumarstarfsmaður

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.