Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2017, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 30.03.2017, Qupperneq 10
10 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR Hringbraut 99 - 577 1150 FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKUR- MÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarks- verði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi. VILT ÞÚ VINNA ÚTI Í SUMAR? Okkur vantar sumarstarfsmenn í Reykjanesbæ. Um er að ræða 2 stöður þar sem mikill  kostur er að vera með vinnuvélaréttindi, þó ekki skilyrði. Umsóknir á www.gardlist.is Enn er unnið að þróun þjónustu- kjarna undir nafninu Rósasel við Rósaselstorg, síðasta hringtorgið áður en komið er að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli. Rósasel er í landi Sveitarfélagsins Garðs en Kaupfélag Suðurnesja hefur unnið að verkefninu undanfarin misseri. Á aðalfundi Kaupfélags Suðurnesja, KSK, fyrir síðustu helgi var staðan við Rósasel kynnt fundarmönnum. Kom fram að Skipulagsstofnun hefur af- greitt breytingar á aðalskipulagi Kefla- víkurflugvallar til Umhverfisstofn- unar til afgreiðslu og Sveitarfélagið Garður er samhliða að undirbúa breytingar á aðal- og deildiskipulagi fyrir Rósaselssvæðið. Verkefninu við Rósasel hefur verið skipt upp í fjóra áfanga. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 500 fermetra bensín- stöð, 1000 fermetra Nettó-verslun og 1000 fermetra veitingahluta. Í öðrum áfanga er gert ráð fyrir 800 fermetra verslunarhluta og 1800 fermetra hót- eli. Í þriðja áfanga verkefnisins er gert ráð fyrir 2800 fermetra stórverslun og í fjórða og síðasta áfanganum er svo húsnæði fyrir 3000 fermetra bifreiða- þjónustu. Skúli Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja, segir í sam- tali við Víkurfréttir að búist sé við að skipulagsmál á svæðinu verði frá- gengin í haust. Umhverfisstofnun hefur þrjá mánuði til að afgreiða málið frá sér og þá getur Sveitarfélagið Garður auglýst skipulagið en það ferli getur tekið tvo til þrjá mánuði. Skúli segir að tímaáætlun fyrir verk- efnið hafi ekki verið ákveðin. Tíma- lengd áfanga ræðst af eftirspurn og áhuga markaðarins. Í öðrum áfanga verkefnisins er meðal annars gert ráð fyrir 1800 fermetra hóteli og/eða skrif- stofuhúsi. Ekki er kominn ákveðinn samstarfsaðili að þeim áfanga bygg- ingarinnar. Hins vegar hafa nokkur veitingafyrirtæki sýnt því áhuga að vera með á veitingatorgi þjónustu- kjarnans. Greint var frá því síðasta haust að gengið hafi verið frá samningum við fjóra aðila um rekstur í verslunar- og þjónustukjarnanum Rósaselstorgi sem áætlað er að rísi rétt við flug- stöðina á Keflavíkurflugvelli. Á meðal þeirra eru Nettó með matvöruverslun, Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 með veitingastaði og Olís með eldsneytissölu og þjónustu. Auk fjölbreyttrar þjónustu við erlent og innlent ferðafólk þá er þess vænst að staðsetning kjarnans geti verið gátt að ferðamannastöðum á Reykjanesi og fjölgað þeim erlendu ferðamönnum sem staldra við á svæðinu. Stefna að framkvæmdum við Rósasel í haust ●● Strandaði●á●aðalskipulagi●Keflavíkurflugvallar ●● Bensínstöð,●Nettóverslun●og●veitingastaðir●í●fyrsta●áfanga ●● Hótel,●skrifstofur,●stórverslun●og●bílaþjónusta●í●síðari●áföngum Svona mun Rósasel líta út þegar það hefur verið fullbyggt. Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja, KSK, fór fram síðasta fimmtudag 23. mars. Í máli Skúla Skúlasonar, for- manns KSK, kom fram að félögum hefur fjölgað um 404 á árinu og voru 5521 í árslok 2016. Afslættir sem verslanir Samkaupa veittu til félags- manna voru að upphæð 180 milljónir króna á síðasta ári. Í skattaspori samstæðunnar kemur fram að skattar og gjöld námu 4.8 milljörðum og dreifast skattgreiðslur um öll kjördæmi landsins. Skattar og gjöld sem horft er til í þessari saman- tekt eru: Tekjuskattur, aðflutnings- gjöld af eigin innflutningi, virðisauka- skattur af seldri vöru og þjónustu, tryggingagjald, fasteignagjöld og launaskattar starfsmanna samstæð- unnar. Virðisaukaskattur (útskattur) af seldri vöru og þjónustu vegur þyngst og nemur í heild um 3,9 millj- örðum króna. Launaskattar starfs- manna vega einnig þungt og nema um 481 milljón króna. Á árinu 2016 námu launagreiðslur til starfsmanna og framlag í lífeyris- sjóð 2,6 milljörðum króna. Í lok ársins 2016 voru 508 stöðugildi hjá sam- stæðunni. Um 70% af launagreiðslum eru utan höfuðborgarsvæðisins. KSK er samvinnufélag á neytenda- sviði, stofnað 13. ágúst 1945. Félags- svæði KSK er Suðurnes, Hafnar- fjörður, Kópavogur, Garðabær, Sel- tjarnarnes og Reykjavík. Vel var mætt á aðalfundinn en 60 fulltrúar úr 7 deildum eiga þar seturétt. KSK veitti félagsmönnum 180 milljónir króna í afslætti í fyrra ●● 5521●félagsmaður●í●KSK●og●508●● stöðugildi●hjá●félaginu Leita tilboða í skólamat ■ Ríkiskaup, fyrir hönd Reykjanes- bæjar, óska eftir tilboðum í fram- leiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar. Í verkinu felst að framleiða matinn og afhenda á tilteknum tíma og fram- reiða ásamt uppvaski og frágangi að máltíð lokinni ásamt því að farga úr- gangi sem til fellur. Einnig er óskað eftir tilboðum í síðdegishressingu fyrir nemendur í frístundaskóla. Á vef Reykjanesbæjar segir að mark- mið með rekstri mötuneyta í grunn- skólum Reykjanesbæjar sé að bjóða upp á heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil sem fylgi ráðleggingum um mataræði og næringargildi sem finna má í handbók Lýðheilsustöðvar um skólamötuneyti. Þar segir einnig að bjóðandi skuli gera ráð fyrir að þurfa að bjóða upp á sérfæði fyrir nemendur sem af heilsufarslegum ástæðum gætu þurft á slíku sérfæði að halda, svo sem vegna ofnæmis eða efnaskiptasjúk- dóma. Einnig fyrir nemendur sem af trúarlegum ástæðum þurfa á sérfæði að halda. Keilir býður nú upp á Háskólabrú í bæði fjarnámi og staðnámi haustið 2017 og verður hægt að taka námið bæði með og án vinnu. Námið er ætl- að einstaklingum sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og uppfylla nemendur að loknu náminu inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfarar- nám í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið meðal annars til inntöku í allar deildir HÍ. Skólinn fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og hafa um 1.500 nemendur út- skrifast af Háskólabrú Keilis frá upp- hafi. Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita ein- staklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verk- efni lögð fyrir. Umsóknarfrestur er til 12. júní næst- komandi. Nánari upplýsingar um námið má nálgast á www.haskolabru. is Háskólabrú Keilis bæði í fjarnámi og staðnámi

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.