Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2017, Page 20

Víkurfréttir - 30.03.2017, Page 20
20 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is Dagný Halla Ágústsdóttir er 16 ára Keflavíkingur sem hefur lengi haft áhuga á pólitík. Í nóvember síðast- liðnum stofnaði hún ungliðahreyf- ingu Pírata á Suðurnesjum fyrir fólk á aldrinum 16 til 35 ára. „Fyrir mér er pólitík dyr að breytingum. Pólitík snertir öll mál; hvort þú megir ganga í skóla, hvað þú megir gera við líkama þinn og hvernig samfélagið almennt er. Ég er ekki sátt með það hvernig heimurinn er í dag,” segir hún. Aðspurð af hverju Dagný taki þátt í pólitík segist hún gera það til að fram- kvæma þær breytingar sem hún vilji sjá gerast í samfélaginu. „Ég vil vera sú persóna sem ég hefði geta litið upp til áður. Svo er þetta líka bara svo ótrú- lega gaman þegar þú lærir inn á allt.” Þátttaka ungs fólks í pólitík hefur ekki verið mikil og kjörsókn aldrei verið minni og telur Dagný ungt fólk ekki skilja sitt eigið vald. „Ég vissi ekki að ég gæti tekið þátt í að móta stefnur stjórnmálaflokks sem gætu í raun seinna orðið efni í alþingisfrumvörp, bara með því að mæta á fund. Ég vissi ekki að ég gæti stofnað ungliða- hreyfingu stjórnmálaflokks á innan við viku. Ég hafði ekki hugmynd. Eins finnst mér margir vanmeta at- kvæðarétt sinn. Um það bil helmingur Bandaríkjamanna mæta ekki á kjör- stað vegna þess að þeir trúa því að þeirra atkvæði skipti ekki máli. Ég vona innilega að þróunin verði ekki svona á Íslandi og að stjórnmál verði ennþá aðgengileg.” Að mati Dagnýjar vantar klárlega fleira ungt fólk í pólitík og finnst henni það hafa verið bælt niður. „Ég myndi ráðleggja ungu fólki að láta bara vaða. Mæta á fundi, bæta stjórn- málafólki við á vinalistann á Facebook og fylgjast með viðburðum á síðum flokkanna. Það er ótrúlega mikið og fjölbreytt stjórnmálastarf í boði og flestir stærstu flokkarnir eru með ung- mennahreyfingu, en ef ekki er ekkert mál að taka sig bara til og stofna hana sjálfur. Þetta er skrýtið og flókið fyrst. Þá ert þú til dæmis í herbergi með ókunnugu, fullorðnu fólki sem notar fullt af hugtökum sem þú kannast ekki við en svo kemur þetta smátt og smátt. Þú kynnist frábæru fólki. Kláru og menntuðu fólki, uppreisnarseggjum, þingmönnum og aktívistum. Þú tekur þátt í að gera Ísland að betri stað fyrir þig og þína og það er það sem mér finnst best við stjórnmál.” GERIR ÍSLAND AÐ BETRI STAÐ FYRIR SIG OG SÍNA ●● Hin●16●ára●Dagný●Halla●stofnaði●ungliðahreyfingu●Pírata●á●Suðurnesjum Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is Sandgerðingurinn Arnar Helgason starfar á leik- skólanum Sólborg í Sandgerði. Þegar hann þurfti að minnka við sig vinnu vegna heilsubrests ákvað hann að byrja að vinna á leikskóla og segist elska vinnuna sína. „Ég var til í að prófa allt svo ég þyrfti ekki að hanga heima. Þetta er svo fjölbreytt og gefandi, það kom mér á óvart,“ segir Arnar, sem hefur nú starfað á leikskólanum í eitt ár. Ásamt því að starfa sem leiðbeinandi á leikskóla er Arnar meðlimur í Leikfélagi Keflavíkur, hefur áhuga á smíðum og viðgerðum, náttúrunni og að skapa minningar með börnunum sínum. „Ég hef ekki upplifað fordóma í þessu starfi en fyrrum samstarfsfélagar hafa orðið pínulítið hissa. Ég tel að konur séu í meirihluta í þessu starfi vegna sögu okkar, það er að konur eigi að hugsa um börnin og svoleiðis kjaftæði, en það er sem betur fer að breytast.“ Talsvert fleiri konur starfa sem leikskólakennarar en Arnar mælir hiklaust með þessu starfi fyrir karla. „Það fólk sem telur karlmenn ekki hæfa í þetta starf veit bara ekki betur. En hugarfar fólks hefur breyst mikið undanfarin ár varðandi þetta. Ég finn bara fyrir jákvæðni frá starfsfólki og foreldrum. Börn þurfa fyrirmyndir af báðum kynjum og því fleiri, því betra.“ Leikskólakennari er líka karlastarf ●● „Börn●þurfa●fyrirmyndir●af●báðum●kynjum“ LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykja- nesbær - laus störf. AKURSKÓLI HÆFINGARSTÖÐIN HÁALEITISSKÓLI LYNGMÓI HEIÐARSKÓLI HEIMILI FATLAÐS FÓLKS NESVELLIR NJARÐVÍKURSKÓLI AKURSKÓLI HÁALEITISSKÓLI AKURSKÓLI FJÁRMÁLASVIÐ Deildarstjóri yfir starfsstöð Sumarstörf Textílmennt- hlutastarf Sumarstarf Kennarar Umönnunarstörf Sumarstörf Kennarar Umsjónarmaður Frístundaskóla Kennarar Skólaliðar Sérfræðingur í launadeild VIÐBURÐIR FRÆÐSLUFUNDUR UM VERBÚÐARLÍF Í dag kl. 17:30 heldur Byggðasafn Reykjanesbæjar og Sögufélag Suðurnesja fræðslufund í Duus Safnahúsum þar sem farandsýn- ingin Verbúðarlíf, menning og minning verður kynnt. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Í kvöld kl. 20:00 verður Erlingskvöld þar sem rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Gerður Kristný og Jónína Leósdóttir lesa úr verkum sínum. Söngvaskáld á Suðurnesjum hefja kvöldið með ljúfum tónum. Föstudaginn 31. mars kl. 16:00 opnar sýningin Í fullorðinna manna tölu? í Átthagastofu safnsins. Hún fjallar um fermingar fyrr og nú. Laugardaginn 1. apríl kl. 13:00 verður námskeið í silkiþrykk með Gillian Pokolo. Skráning er nauðsynleg. Allir hjartanlega velkomnir. AÐALFUNDUR Björgunarsveitin Þorbjörn, Björgunarbátasjóður Grindavíkur og unglingadeildin Hafbjörg  halda aðalfund sinn þann 11. apríl nk.  kl. 18:00   í húsi sveitarinnar að Seljabót 10. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, breytingar á lögum félagsins, stjórnarkjör og önnur mál. Stjórnin Arnar Helgason ásamt vinkonum sínumHeiðdísi og Arndísi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.