Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2017, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 30.03.2017, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 30. mars 2017VÍKURFRÉTTIR Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir að það séu skemmtileg tímamót hjá fyrirtækinu um þessar mundir þegar það hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Reykjanesbæ í Svartsengi í Grindavík en forveri þess, Hitaveita Suðurnesja, hóf orkuvinnslu þar fyrir rétt rúmum fjórum áratugum eða árið 1976. Tæp tíu ár eru síðan Hitaveitu Suðurnesja hf. sem margir sögðu gullegg Suðurnesjamanna, var skipt um í tvö fyrirtæki. Við spyrjum Ásgeir út í þær breytingar, mögnuð áhrif orkuvinnslunnar í Svartsengi og frekari starfsemi fyrirtækisins. -Þetta eru skemmtileg tímamót þegar þið flytjið starfsemina til Grindavíkur í Svartsengi, rétt um fjörutíu árum eftir að orkuvinnsla hófst þar? „Já, þetta er það svo sannarlega og það er kannski gaman að líta til baka í leiðinni og hugsa að núna í lok árs 2016 þá flytjum við höfuðstöðvarnar í Svartsengi þar sem starfsemi fyrirtækisins hófst. Fyrirtækið var stofnað árið 1974. Orkuframleiðsla í Svartsengi hófst árið 1976. Þannig að 40 árum síðar er skrifstofan komin í hjartað, ef svo má segja. Ekki bara hjarta orkuvinnslunnar heldur hjarta auðlindagarðsins og þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem hér fer fram. Við vorum jú lengi til húsa á Brekkustíg í Reykjanesbæ. Sagan á bak við það er að sjálfsögðu Hitaveita Suðurnesja sem var öflugt fyrirtæki sem gerði mjög góða hluti fyrir Suðurnes og landið. Virkjaði við Svartsengi, á Reykjanesi og lagði hér pípukerfi og dreifikerfi um byggðir.“ Það er við hæfi þegar rétt rúmir fjórir áratugir eru liðnir frá stofnun Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi að rifja upp af hverju fyrirtækinu var skipt upp í HS Veitur og HS Orku. „Því fyrirtæki var svo skipt upp út af breyttum orkulögum. Þannig að veitustarfsemi skyldi aðskilin frá raforkuframleiðslu og sölu sem er samkeppnisstarfsemi og starfar á samkeppnismarkaði, á meðan veitustarfsemin er háð sérleyfum. Þetta mátti ekki lengur vera í sömu fyrirtækjunum. Þannig að hitaveitunni var skipt upp í HS Orku og HS Veitur. Í framhaldi af uppskiptingunni sem átti sér stað í lok árs 2008, þá varð smám saman þróun á breytingu starfa innan beggja fyrirtækjanna. Og núna er stigið lokaskrefið í því, með flutningi okkar hingað. Áður höfðum við samnýtt ákveðna þjónustuþætti, í fjármálum, starfsmannahaldi, skjalavörslu, öryggismálum og í tölvumálum. Núna eru þessi fyrirtæki algjörlega aðskilin. Við fluttum út, HS Veitur keyptu húsnæðið á Brekkustíg og búa þar og við flytjum hingað í Eldborg í Svartsengi. Fyrirtækin eru algjörlega aðskilin hvað allt starfsmannahald varðar. Vissulega eru mikil viðskipti á milli fyrirtækjanna. Við seljum þeim rafmagn, heitt og kalt vatn í heildsölu sem þau svo flytja til byggðanna og selja viðskiptavinum. Þau selja okkur ákveðna þjónustu á sviði innheimtu og reikningagerðar. Þannig að við samnýtum ákveðna kosti þar. Ekki síst til þess að spara pappírsflæði og þess háttar. En að öðru leyti eru þetta alveg sjálfstæð fyrirtæki og búin að vera frá 2008 með sitt hvora kennitölu og stjórn. Eignarhaldið er alveg aðskilið.“ Það varð mikil umræða um eignarhaldið í framhaldinu. „Þegar ríkið, á sínum tíma, ákvað að selja sinn hlut í Hitaveitu Suður- nesja og það varð mikil umræða um að það hafi verið selt til einkaaðila, ekki bara það sem ríkið seldi, sem voru jú bara 15% í Hitaveitunni á sínum tíma, heldur vildu margir aðr- ir eigendur, s.s. sveitarfélög, losa fé og selja sinn hlut. Á endanum, hvað varðar HS Orku, þá fór það svo að fyrirtækið var allt selt, ekki bara til einkaaðila heldur til erlends aðila líka og það var mikið í umræðunni um það þegar Magma Energy á sínum tíma keypti stóran hlut í HS Orku. Magma sameinaðist síðan öðru félagi og úr því varð fyrirtæki sem heitir ALTHERA Power. Altera á í dag tæp- lega 2/3 í HS Orku. Samstarfið við þá og eignarhald þeirra hefur verið afar farsælt og gott og farnast fyrir- tækinu vel. Rúmur þriðjungur er hins vegar í eigu íslenskra lífeyrissjóða, í byggð, en það er mikill uppgangur í samfélaginu, öll hótelin sem verið er að byggja, öll ferðaþjónustan og allt annað, öll starfsemi, allt þarf rafmagn. Það vantar einfaldlega bara meiri raforku í landinu í dag. Við erum að leita aðeins fyrir okkur í vatnsafli líka og erum núna væntanlega í sumar að hefja framkvæmdir við fyrstu vatnsaflsvirkjunina okkar og erum að vinna að slíkum verkefnum á nokkrum stöðum á landinu. Við horfum til jarðhitanýtingar í Krísuvík í framtíðinni líka. Við sjáum fyrir okkur nýtt afsprengi auðlindagarðsins þar, með fjölþættri nýtingu.“ Það er óhætt að segja að Auðlindagarðurinn hafi undið upp á sig svo vægt sé til orða tekið? „ Auðl ind agarður inn er a lveg stórmerkilegt fyrirbæri. Hann er ekki eitthvað svona vel skilgreint sem einhver á, við erum að tala um samfélag sjö, átta fyrirtækja, sem samtals hafa í vinnu hjá sér hátt í þúsund manns. Samkvæmt skráningu í fyrra voru það um 900 manns og þeim fer fjölgandi yfir þúsund á þessu ári, en í HS Orku, sem er upphafið að þessu öllu saman, starfa 60 manns. Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif af þessu eru gríðarleg. Þetta eru mælanleg áhrif á útflutningstekjur þjóðarinnar. Þetta eru mælanleg jákvæð áhrif á atvinnustig, ekki síst hér á Suðurnesjum, til dæmis eftir að herinn fór og eftir hrun. Atvinnuleysi hefði einfaldlega verið meira ef Auðlindagarðurinn hefði ekki verið kominn til. Stærsta einingin í honum er að sjálfsögðu Bláa Lónið. En hér við hliðina á okkur er eldsneytisframleiðsla hjá Carbon Recycling, hótelið Northern Light Inn og hátækni gróðurhús hjá Orf líftækni. Það er verið að byggja fiskeldi hérna fyrir vestan Grindavík, hjá Matorku. Það er fiskeldi á Reykjanesi hjá Stolt Seafarm og síðan eru fiskþurrkunar- fyrirtækin Háteigur og Haustak einnig á Reykjanesi. Allt eru þetta fyrirtæki sem geta ekki verið annars staðar en við hliðina á orkuverinu út af því sem þau fá frá okkur. Við erum að ljúka byggingu verksmiðju hér í Svartsengi sem hreinsar koltvísýring úr gasinu sem kemur upp með gufunni til þess að geta gert kolsýrða söluvöru, frekar en að sleppa henni út í andrúmsloftið, á tappa og kúta og selja. Það eru verðmæti í þessu. Þetta er boðskapurinn hans Alberts okkar (Albertssonar), að henda engu og ef það er eitthvað sem við höldum að sé úrgangur, þá eigum við eftir að átta okkur á því hvernig það getur nýst og gagnast í víðum skilningi.“ félagi sem heitir Jarðvarmi, samlags- hlutafélag í eigu þrettán lífeyrissjóða. Það eru allir stærstu lífeyrissjóðir landsins eigendur, sem í raun og veru þýðir að flest allir landsmenn hafa hag af velgengi HS Orku. Við erum að hluta til í eigu fólksins, þó það sé ekki í eigu ríkisins eða sveitarfélaga, að drjúgum hluta. Samstarf hluthaf- anna hefur verið alveg frábært. Okkur hefur gengið vel. Við horfum björtum augum fram á veginn. Það að flytja hingað í Eldborg gefur okkur ný tæki- færi til að vinna við hliðina á okkar starfsmönnum sem reka orkuverin. Við nýtum sama matsalinn, hittumst oftar, tölum meira saman með óform- legum hætti. Okkur líður betur. Þetta er náttúrulega stórkostlegur staður, með hraunið og Þorbjörn, náttúruna allt í kring.“ Og þið leitið nýrra tækifæra í orkumálum? Já, nýjasta, stóra dæmið í því er djúpborunarverkefnið á Reykjanesi, þar sem við viljum, má svolítið segja af forvitni, athuga hvað er fyrir neðan jarðhitakerfið. Vísbendingar um djúpboranir eru afar áhugaverðar, gefa fyrirheit um að hugsanlega náum við stóru markmiðunum í verkefninu, sem eru að framleiða orku með minni umhverfisáhrifum og fyrir lægri kostnað. Það eru stóru málin. Þetta er fyrsta holan, sem tekst með þessum hætti. Það mun byrja að koma í ljós á næsta ári. Fyrst erum við að kæla hana núna, svo látum við hana hitna upp og förum að kíkja svolítið í pakkann á næsta ári, hvað hún mun hugsanlega gefa okkur. Við erum að vinna að fjölmörgum öðrum verkefnum. Við erum vissulega í undirbúningsferli fyrir hugsanlega jarðhitanýtingu í Eldvörpum og við reynum að vanda mjög til verka í því sem og í öllu öðru sem við gerum. Það eru ekki allir sáttir við allt sem við gerum, við gerum okkur grein fyrir því. Skoðanir mega og eiga að vera skiptar, en þá þarf að skiptast málefnalega á sjónarmiðum. Við erum ekki að virkja fyrir okkur, við erum að virkja fyrir samfélagið. Við notum ekki orkuna sjálf, við seljum hana öðrum, til dæmis rafmagnið. Við erum að bregðast við þörfum samfélagsins. Það er ekki okkar að ákveða hvað er gert í landinu, hvers konar verksmiðjur eða starfsemi er En er endalaus orka til? „Nei. Það er ekki svo. Það er mikið vandaverk að nýta jarðhitaauðlind- ina með réttum hætti. Við höfum til dæmis á Reykjanesi áttað okkur á því að öll skref hafa ekki verið alveg rétt stigin. Við höfum séð örlítið minnk- andi framleiðslu en við höfum líka brugðist við og séð hana vaxa aftur. Þetta hefur aðeins gengið í bylgjum. Við erum búin að vera að vinna á Reykjanesi í um tíu ár. Við erum ennþá á lærdómsferlinu þar, ef svo má segja. Við erum að læra taktinn í jafnvæginu þar. Í Svartsengi erum við búin að vera í 40 ár og erum fyrir löngu búin með þennan lærdómsferil og komin í stöðugt ástand, í samhengi eða jafnvægi milli vinnslu annars vegar og niðurdælingar hins vegar, að skila vökva aftur niður í kerfi. Það þarf alltaf að finna jafnvægi á hverjum stað. Lögmálin sem gilda í Svartsengi gilda ekkert öll á Reykjanesi. Hvert svæði hefur einstaka eiginleika og ein- stakan karakter og það tekur svolítinn tíma að læra á það.“ Er það ekki svolítið sérstakt, þetta er nú ekki langt frá? „Jú, það er sérstakt, en það er samt töluvert mikill eðlismunur. Jarðhita- vökvinn í Svartsengi er 240 stiga heitur. Á Reykjanesi er hann um 300 stiga heitur. Hann er miklu heitari og saltari. Þar er jarðhitavökvinn með fulla sjávarseltu. Í Svartsengi er hann með 2/3 hluta af seltu sjávar sem þýðir að hann er um það bil 2/3 sjór og ⅓ ferskvatn eða grunnvatn. Efna- samsetningin er önnur. Tæringar eru meiri á Reykjanesi, en aftur á móti gas innihald er minna. Þannig að þetta er ekki það sama og einhvers staðar þarna á milli eru Eldvörp og það á eftir að skoða svona nákvæm- lega hverjir eiginleikarnir eru þar. Þessir efnaeiginleikar, þeir líka ráða því hvað er hægt að gera. Blátt lón úti á Reykjanesi yrði aldrei eins og blátt lón í Svartsengi af því að efnafræði vökvans er önnur, svo dæmi sé tekið. Það er reyndar svona affallslón úti á Reykjanesi sem er kallað „Gráa lónið“, en það er bara affallslón. Það er mikill kísill í vökvanum á Reykjanesi. Það er verið að vinna skoðun á því að nýta hann, það er að segja hreinsa hann úr jarðsjónum og þar kemur ný söluvara, það kemur svona kísilduft sem hægt er að nota í málningu, gúmmí, snyrti- vörur og margt fleira. Við erum rétt að byrja. Það á eftir að finna margar nýjar framleiðsluafurðir í Auðlinda- garðinum. Í jarðsjónum á Reykjanesi eru enn frekar málmar. Það er verið að vinna að rannsókn, íslensk stúlka í Cornell háskóla í Bandaríkjunum, samfélagið Erum að virkja fyrir ●● Áhugaverðar●vísbendingar●í●djúpborun●á● Reykjanesi.●Meiri●orka●fyrir●minni●kostnað● og●minni●umhverfisáhrif,●segir●forstjóri●HS● Orku.●Fyrirtækið●hefur●flutt●höfuðstöðvarnar● í●Svartsengi●í●Grindavík Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku SJÁIÐ INNSLAGIÐ Í Í KVÖLD KL. 20:00 OG 22:00

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.